Óttast aðra bylgju vegna mikils fjölda í sýnatökum Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 10:05 Íbúar neyðast til þess að standa í löngum röðum þar sem fólk virðir fjarlægðarmörk misvel. Vísir/AP Íbúar í kínversku borginni Wuhan óttast að umfangsmiklar sýnatökur í borginni geti valdið annarri bylgju kórónuveirusmita vegna þess fjölda sem kemur saman við sýnatökur. Kórónuveirufaraldurinn sem veldur Covid-19 sjúkdómnum er talinn eiga upptök sín í borginni. Margar sýnatökurnar fara fram utandyra við heilsugæslustöðvar og aðrar sjúkrastofnanir í borginni en gripið hefur verið til aðgerða á ný eftir að hópsýking kom upp síðustu helgi. Var það fyrsta dæmið um slíkt frá því að útgöngubanni var aflétt þann 8. apríl síðastliðinn. Í ljósi þess að nýjustu tilfellin voru greind hjá einstaklingum sem hefðu sýnt lítil sem engin einkenni var gripið til þeirra ráða að bjóða fólki að koma í sýnatökur og grípa þannig fyrr inn í. Almenningur hefur þó áhyggjur af þeim mikla fjölda sem kemur þar saman, og myndast oft langar raðir þar sem sýnatökurnar fara fram sem þeir telja að geti aukið hættuna á smiti milli fólks. „Fólk hefur lýst yfir áhyggjum í hópum á samfélagsmiðlum vegna sýnatakanna, þar sem fólk neyðist til þess að standa oft nálægt hvort öðru, og hvort það fylgi því smithætta,“ segir einn íbúi Wuhan í samtali við Reuters. Hann bætti þó við að einhverjir hefðu dregið slík ummæli til baka af ótta við að það verði túlkað sem andstaða við aðgerðir yfirvalda. Þá hefur það valdið togstreitu hversu margir virða ekki fjarlægðarmörk. Á meðan sumir reyna að viðhalda að minnsta kosti eins metra fjarlægð gefa aðrir því lítinn gaum. Biðlað hefur verið til fleiri heilbrigðisstofnanna í borginni að framkvæma sýnatökur til þess að mæta eftirspurn. Einn læknir sem hefur tekið þátt í sýnatökunum sagði starfsfólk vinna allan sólarhringinn til þess að geta tekið sem flest sýni. Samkvæmt tölum á vef Reuters hefur 82.941 tilfelli verið staðfest í Kína og alls 4.633 látist. Þó er talið að fjöldi látinna gæti verið hærri þar sem einkennalausir eru ekki taldir með. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Íbúar í kínversku borginni Wuhan óttast að umfangsmiklar sýnatökur í borginni geti valdið annarri bylgju kórónuveirusmita vegna þess fjölda sem kemur saman við sýnatökur. Kórónuveirufaraldurinn sem veldur Covid-19 sjúkdómnum er talinn eiga upptök sín í borginni. Margar sýnatökurnar fara fram utandyra við heilsugæslustöðvar og aðrar sjúkrastofnanir í borginni en gripið hefur verið til aðgerða á ný eftir að hópsýking kom upp síðustu helgi. Var það fyrsta dæmið um slíkt frá því að útgöngubanni var aflétt þann 8. apríl síðastliðinn. Í ljósi þess að nýjustu tilfellin voru greind hjá einstaklingum sem hefðu sýnt lítil sem engin einkenni var gripið til þeirra ráða að bjóða fólki að koma í sýnatökur og grípa þannig fyrr inn í. Almenningur hefur þó áhyggjur af þeim mikla fjölda sem kemur þar saman, og myndast oft langar raðir þar sem sýnatökurnar fara fram sem þeir telja að geti aukið hættuna á smiti milli fólks. „Fólk hefur lýst yfir áhyggjum í hópum á samfélagsmiðlum vegna sýnatakanna, þar sem fólk neyðist til þess að standa oft nálægt hvort öðru, og hvort það fylgi því smithætta,“ segir einn íbúi Wuhan í samtali við Reuters. Hann bætti þó við að einhverjir hefðu dregið slík ummæli til baka af ótta við að það verði túlkað sem andstaða við aðgerðir yfirvalda. Þá hefur það valdið togstreitu hversu margir virða ekki fjarlægðarmörk. Á meðan sumir reyna að viðhalda að minnsta kosti eins metra fjarlægð gefa aðrir því lítinn gaum. Biðlað hefur verið til fleiri heilbrigðisstofnanna í borginni að framkvæma sýnatökur til þess að mæta eftirspurn. Einn læknir sem hefur tekið þátt í sýnatökunum sagði starfsfólk vinna allan sólarhringinn til þess að geta tekið sem flest sýni. Samkvæmt tölum á vef Reuters hefur 82.941 tilfelli verið staðfest í Kína og alls 4.633 látist. Þó er talið að fjöldi látinna gæti verið hærri þar sem einkennalausir eru ekki taldir með.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira