Óttast aðra bylgju vegna mikils fjölda í sýnatökum Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 10:05 Íbúar neyðast til þess að standa í löngum röðum þar sem fólk virðir fjarlægðarmörk misvel. Vísir/AP Íbúar í kínversku borginni Wuhan óttast að umfangsmiklar sýnatökur í borginni geti valdið annarri bylgju kórónuveirusmita vegna þess fjölda sem kemur saman við sýnatökur. Kórónuveirufaraldurinn sem veldur Covid-19 sjúkdómnum er talinn eiga upptök sín í borginni. Margar sýnatökurnar fara fram utandyra við heilsugæslustöðvar og aðrar sjúkrastofnanir í borginni en gripið hefur verið til aðgerða á ný eftir að hópsýking kom upp síðustu helgi. Var það fyrsta dæmið um slíkt frá því að útgöngubanni var aflétt þann 8. apríl síðastliðinn. Í ljósi þess að nýjustu tilfellin voru greind hjá einstaklingum sem hefðu sýnt lítil sem engin einkenni var gripið til þeirra ráða að bjóða fólki að koma í sýnatökur og grípa þannig fyrr inn í. Almenningur hefur þó áhyggjur af þeim mikla fjölda sem kemur þar saman, og myndast oft langar raðir þar sem sýnatökurnar fara fram sem þeir telja að geti aukið hættuna á smiti milli fólks. „Fólk hefur lýst yfir áhyggjum í hópum á samfélagsmiðlum vegna sýnatakanna, þar sem fólk neyðist til þess að standa oft nálægt hvort öðru, og hvort það fylgi því smithætta,“ segir einn íbúi Wuhan í samtali við Reuters. Hann bætti þó við að einhverjir hefðu dregið slík ummæli til baka af ótta við að það verði túlkað sem andstaða við aðgerðir yfirvalda. Þá hefur það valdið togstreitu hversu margir virða ekki fjarlægðarmörk. Á meðan sumir reyna að viðhalda að minnsta kosti eins metra fjarlægð gefa aðrir því lítinn gaum. Biðlað hefur verið til fleiri heilbrigðisstofnanna í borginni að framkvæma sýnatökur til þess að mæta eftirspurn. Einn læknir sem hefur tekið þátt í sýnatökunum sagði starfsfólk vinna allan sólarhringinn til þess að geta tekið sem flest sýni. Samkvæmt tölum á vef Reuters hefur 82.941 tilfelli verið staðfest í Kína og alls 4.633 látist. Þó er talið að fjöldi látinna gæti verið hærri þar sem einkennalausir eru ekki taldir með. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Íbúar í kínversku borginni Wuhan óttast að umfangsmiklar sýnatökur í borginni geti valdið annarri bylgju kórónuveirusmita vegna þess fjölda sem kemur saman við sýnatökur. Kórónuveirufaraldurinn sem veldur Covid-19 sjúkdómnum er talinn eiga upptök sín í borginni. Margar sýnatökurnar fara fram utandyra við heilsugæslustöðvar og aðrar sjúkrastofnanir í borginni en gripið hefur verið til aðgerða á ný eftir að hópsýking kom upp síðustu helgi. Var það fyrsta dæmið um slíkt frá því að útgöngubanni var aflétt þann 8. apríl síðastliðinn. Í ljósi þess að nýjustu tilfellin voru greind hjá einstaklingum sem hefðu sýnt lítil sem engin einkenni var gripið til þeirra ráða að bjóða fólki að koma í sýnatökur og grípa þannig fyrr inn í. Almenningur hefur þó áhyggjur af þeim mikla fjölda sem kemur þar saman, og myndast oft langar raðir þar sem sýnatökurnar fara fram sem þeir telja að geti aukið hættuna á smiti milli fólks. „Fólk hefur lýst yfir áhyggjum í hópum á samfélagsmiðlum vegna sýnatakanna, þar sem fólk neyðist til þess að standa oft nálægt hvort öðru, og hvort það fylgi því smithætta,“ segir einn íbúi Wuhan í samtali við Reuters. Hann bætti þó við að einhverjir hefðu dregið slík ummæli til baka af ótta við að það verði túlkað sem andstaða við aðgerðir yfirvalda. Þá hefur það valdið togstreitu hversu margir virða ekki fjarlægðarmörk. Á meðan sumir reyna að viðhalda að minnsta kosti eins metra fjarlægð gefa aðrir því lítinn gaum. Biðlað hefur verið til fleiri heilbrigðisstofnanna í borginni að framkvæma sýnatökur til þess að mæta eftirspurn. Einn læknir sem hefur tekið þátt í sýnatökunum sagði starfsfólk vinna allan sólarhringinn til þess að geta tekið sem flest sýni. Samkvæmt tölum á vef Reuters hefur 82.941 tilfelli verið staðfest í Kína og alls 4.633 látist. Þó er talið að fjöldi látinna gæti verið hærri þar sem einkennalausir eru ekki taldir með.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira