Trump lætur enn einn háttsetta embættismanninn fjúka Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 09:12 Steve Linick, aðaleftirlitsmann í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Steve Linick, aðaleftirlitsmann í utanríkisráðuneytinu, sem sagður er hafa staðið að rannsókn á mögulegum embættisbrotum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Linick var látinn vita af starfslokunum seint í gærkvöldi en eftirmaður hans verður Stephen Akard, náinn bandamaður Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa eftir heimildum innan bandaríska stjórnkerfisins að rétt áður en Linick var látinn fjúka fyrirvaralaust hafi hann hafið rannsókn á ásökunum í garð Pompeo. Ásakanirnar sneru að því að Pompeo hefði látið pólitískt skipaðan embættismann í utanríkisráðuneytinu sinna persónulegum útréttingum fyrir sig og eiginkonu sína, Susan. Trump greindi frá starfslokum Linick í bréfi til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar lýsti hann mikilvægi þess að bera fullt traust til aðaleftirlitsmanna sinna. „Sú er ekki lengur raunin í tilfelli þessa aðaleftirlitsmanns,“ sagði Trump í bréfinu. Trump hefur í embættistíð sinni rekið fjölda embættismanna sem sinnt hafa eftirliti með störfum ríkisstjórnarinnar. Í þeirra stað hafa iðulega verið skipaðir bandamenn forsetans, sem leggur mikla áherslu á að embættismenn sýni sér tryggð í starfi. Andstæðingar Trumps hafa gagnrýnt uppsögn Linicks harðlega. „Brottreksturinn er forkastanleg aðgerð forseta í viðleitni til að hlífa einum af sínum tryggustu stuðningsmönnum, utanríkisráðherranum,“ sagði Eliot Engel, Demókrati og formaður utanríkisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Steve Linick, aðaleftirlitsmann í utanríkisráðuneytinu, sem sagður er hafa staðið að rannsókn á mögulegum embættisbrotum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Linick var látinn vita af starfslokunum seint í gærkvöldi en eftirmaður hans verður Stephen Akard, náinn bandamaður Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa eftir heimildum innan bandaríska stjórnkerfisins að rétt áður en Linick var látinn fjúka fyrirvaralaust hafi hann hafið rannsókn á ásökunum í garð Pompeo. Ásakanirnar sneru að því að Pompeo hefði látið pólitískt skipaðan embættismann í utanríkisráðuneytinu sinna persónulegum útréttingum fyrir sig og eiginkonu sína, Susan. Trump greindi frá starfslokum Linick í bréfi til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar lýsti hann mikilvægi þess að bera fullt traust til aðaleftirlitsmanna sinna. „Sú er ekki lengur raunin í tilfelli þessa aðaleftirlitsmanns,“ sagði Trump í bréfinu. Trump hefur í embættistíð sinni rekið fjölda embættismanna sem sinnt hafa eftirliti með störfum ríkisstjórnarinnar. Í þeirra stað hafa iðulega verið skipaðir bandamenn forsetans, sem leggur mikla áherslu á að embættismenn sýni sér tryggð í starfi. Andstæðingar Trumps hafa gagnrýnt uppsögn Linicks harðlega. „Brottreksturinn er forkastanleg aðgerð forseta í viðleitni til að hlífa einum af sínum tryggustu stuðningsmönnum, utanríkisráðherranum,“ sagði Eliot Engel, Demókrati og formaður utanríkisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira