Rannsaka hvort strokupiltarnir hafi ógnað starfsmönnum vistheimilisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2020 13:00 Piltarnir gistu fangageymslur lögreglu á Selfossi í nótt. Vísir/vilhelm Þrír piltar struku á stolnum bíl af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi seint í gærkvöldi. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði vegna málsins en piltarnir voru loks handteknir við útihús í Þykkvabæ. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla m.a. hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum vistheimilisins. Lögregla á Suðurlandi, sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að aðgerðum vegna málsins seint í gærkvöldi. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að lögreglu hafi borist tilkynning á ellefta tímanum um að þrír piltar hefðu stolið bifreið og strokið af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi. „Við förum við leit að þeim og það er upplýst að þeir fara niður í Þykkvabæ. Þar eru þeir handteknir í og við útihús á sveitabæ, þeim ótengdum alveg, og færðir hér á lögreglustöð á Selfossi. Þeir eru allir ölvaðir og gistu hér í nótt,“ segir Oddur. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur segir að í dag verði skýrslur teknar af vitnum, þar á meðal starfsfólki vistheimilisins, og vettvangur rannsakaður. Eftir hádegi er gert ráð fyrir að ræða við ungu mennina sjálfa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla nú meðal annars hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum á vistheimilinu er þeir struku þaðan í gærkvöldi. Júlíus Már Baldursson íbúi í Þykkvabæ sagði í samtali við fréttastofu í nótt að hann hefði orðið var við aðgerðir lögreglu á svæðinu. Hann kvaðst hafa farið út þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir og séð þá tvo pilta fara inn í útihúsin hjá sér. Hann tilkynnti það til lögreglu, sem kom stuttu síðar og handtók piltana. Lögreglumál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl. 16. apríl 2020 01:38 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Sjá meira
Þrír piltar struku á stolnum bíl af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi seint í gærkvöldi. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði vegna málsins en piltarnir voru loks handteknir við útihús í Þykkvabæ. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla m.a. hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum vistheimilisins. Lögregla á Suðurlandi, sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að aðgerðum vegna málsins seint í gærkvöldi. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að lögreglu hafi borist tilkynning á ellefta tímanum um að þrír piltar hefðu stolið bifreið og strokið af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi. „Við förum við leit að þeim og það er upplýst að þeir fara niður í Þykkvabæ. Þar eru þeir handteknir í og við útihús á sveitabæ, þeim ótengdum alveg, og færðir hér á lögreglustöð á Selfossi. Þeir eru allir ölvaðir og gistu hér í nótt,“ segir Oddur. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur segir að í dag verði skýrslur teknar af vitnum, þar á meðal starfsfólki vistheimilisins, og vettvangur rannsakaður. Eftir hádegi er gert ráð fyrir að ræða við ungu mennina sjálfa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla nú meðal annars hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum á vistheimilinu er þeir struku þaðan í gærkvöldi. Júlíus Már Baldursson íbúi í Þykkvabæ sagði í samtali við fréttastofu í nótt að hann hefði orðið var við aðgerðir lögreglu á svæðinu. Hann kvaðst hafa farið út þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir og séð þá tvo pilta fara inn í útihúsin hjá sér. Hann tilkynnti það til lögreglu, sem kom stuttu síðar og handtók piltana.
Lögreglumál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl. 16. apríl 2020 01:38 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Sjá meira
Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl. 16. apríl 2020 01:38