Björn Ingi sendir líka spurningar á landlækni því hann kemur svo litlu að á fundunum Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2020 11:11 Björn Ingi Hrafnsson hefur vakið mikla athygli á upplýsingafundunum frægu. Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans hefur vakið töluverða athygli á upplýsingafundum almannavarna vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fundirnir eru daglega og hafa verið í nokkrar vikur. Björn mætti ekki á fyrstu fundina en síðan þá hefur hann varla misst úr fund. Þó nokkuð hefur verið gert grín að hans framgöngu á fundunum á Twitter og ræddi Björn málið í Brennslunni á FM957 í morgun. „Það er enginn ástæða fyrir því að taka það eitthvað inn á sig þó það sé einhver að gera grín að þessu,“ segir Björn Ingi. Opna ísskápinn : "Já hæ. Björn Ingi hér frá Viljanum"— Hörður Ágústsson - #Hörður4Prez (@horduragustsson) April 12, 2020 „Það er þvílíkt áhorf á þessa upplýsingafundi á hverjum degi og allir að fylgjast með og það er því ekki skrýtið að þeir sem eru að spyrja veki líka athygli. Ég sleppti fyrstu fundunum en var alltaf með nokkrar spurningar í kollinum sem mig langaði að spyrja og ákvað því að mæta. Eftir það fékk ég heilmikla hvatningu að koma aftur og meðal annars frá skrifstofu landlæknis. Síðan þá er ég búinn að mæta á hvern einasta fund og fæ núna svo mikið af bréfum og fyrirspurnum að ég er ekki einu sinni viss um að ég kæmist upp með að mæta ekki lengur.“ Mun meiri lestur Hann segist stundum einfaldlega senda bréfin áfram á embættis landlæknis. „Maður kemur svo litlu að á svona fundum og það er fullt af fólki í samfélaginu sem er búið að senda mér spurningar sem eru engar ýkjur, þetta er bara svona. Það er ekki skrýtið að þegar svona fáránlegir hlutir gerast vakni fullt af spurningum.“ Vefsíðan Viljinn fór í loftið í nóvember 2018. Miðillinn er í eigu foreldra Björns Inga og er Hrafn Björnsson útgefandi. Björn Ingi er sjálfur ritstjóri en efni sem ratar inn á síðuna er að mestu ómerkt. Hluti efnis sem birist á síðunni var lengi vel merkt „Kallinn“ en undanfarnar vikur er efni að mestu merkt ritstjórn. Erna Ýr Öldudóttir, sem vakið hefur athygli fyrir efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum, skrifaði á Viljann til áramóta. Engar greinar hafa birst merktar henni á þessu ári. Björn segir að lesturinn á Viljanum hafi farið mjög mikið upp eftir að hann tók upp á því að mæta á fundina. „En hann var líka búinn að fara heilmikið upp áður en ég fór að fara á þessa fundi. Eins og um allan heim hefur aldrei verið jafnmikil notkun á fjölmiðlum þó að auglýsingatekjur séu að hrynja en lestur á netinu er í hæstu hæðum. Það eru allir og amma þeirra að lesa um kórónuveiruna. Ég er búinn að starfa í blaðamennsku í mjög langan tíma og smá saman kemur einhver reynslu og maður fattar hvað á að spyrja út í og hvað ekki. Það kynna sig allir blaðamenn áður en þeir spyrja en af einhverjum ástæðum vekur það meiri athygli þegar ég geri það og það er eitthvað sem ég þarf að lifa með.“ Hann segist vera gríðarlega ánægður með svokallaða þríeyki. „Ég er þakklátur þeim hvernig þau hafa tekið á þessu. Í fyrsta lagi að vera með svona fundi á hverjum einasta degi. Í öðru lagi hafa þau, í samtali við mig, þakkað fyrir erfiðar spurningar og eru ekki að kvarta undan þeim.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans hefur vakið töluverða athygli á upplýsingafundum almannavarna vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fundirnir eru daglega og hafa verið í nokkrar vikur. Björn mætti ekki á fyrstu fundina en síðan þá hefur hann varla misst úr fund. Þó nokkuð hefur verið gert grín að hans framgöngu á fundunum á Twitter og ræddi Björn málið í Brennslunni á FM957 í morgun. „Það er enginn ástæða fyrir því að taka það eitthvað inn á sig þó það sé einhver að gera grín að þessu,“ segir Björn Ingi. Opna ísskápinn : "Já hæ. Björn Ingi hér frá Viljanum"— Hörður Ágústsson - #Hörður4Prez (@horduragustsson) April 12, 2020 „Það er þvílíkt áhorf á þessa upplýsingafundi á hverjum degi og allir að fylgjast með og það er því ekki skrýtið að þeir sem eru að spyrja veki líka athygli. Ég sleppti fyrstu fundunum en var alltaf með nokkrar spurningar í kollinum sem mig langaði að spyrja og ákvað því að mæta. Eftir það fékk ég heilmikla hvatningu að koma aftur og meðal annars frá skrifstofu landlæknis. Síðan þá er ég búinn að mæta á hvern einasta fund og fæ núna svo mikið af bréfum og fyrirspurnum að ég er ekki einu sinni viss um að ég kæmist upp með að mæta ekki lengur.“ Mun meiri lestur Hann segist stundum einfaldlega senda bréfin áfram á embættis landlæknis. „Maður kemur svo litlu að á svona fundum og það er fullt af fólki í samfélaginu sem er búið að senda mér spurningar sem eru engar ýkjur, þetta er bara svona. Það er ekki skrýtið að þegar svona fáránlegir hlutir gerast vakni fullt af spurningum.“ Vefsíðan Viljinn fór í loftið í nóvember 2018. Miðillinn er í eigu foreldra Björns Inga og er Hrafn Björnsson útgefandi. Björn Ingi er sjálfur ritstjóri en efni sem ratar inn á síðuna er að mestu ómerkt. Hluti efnis sem birist á síðunni var lengi vel merkt „Kallinn“ en undanfarnar vikur er efni að mestu merkt ritstjórn. Erna Ýr Öldudóttir, sem vakið hefur athygli fyrir efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum, skrifaði á Viljann til áramóta. Engar greinar hafa birst merktar henni á þessu ári. Björn segir að lesturinn á Viljanum hafi farið mjög mikið upp eftir að hann tók upp á því að mæta á fundina. „En hann var líka búinn að fara heilmikið upp áður en ég fór að fara á þessa fundi. Eins og um allan heim hefur aldrei verið jafnmikil notkun á fjölmiðlum þó að auglýsingatekjur séu að hrynja en lestur á netinu er í hæstu hæðum. Það eru allir og amma þeirra að lesa um kórónuveiruna. Ég er búinn að starfa í blaðamennsku í mjög langan tíma og smá saman kemur einhver reynslu og maður fattar hvað á að spyrja út í og hvað ekki. Það kynna sig allir blaðamenn áður en þeir spyrja en af einhverjum ástæðum vekur það meiri athygli þegar ég geri það og það er eitthvað sem ég þarf að lifa með.“ Hann segist vera gríðarlega ánægður með svokallaða þríeyki. „Ég er þakklátur þeim hvernig þau hafa tekið á þessu. Í fyrsta lagi að vera með svona fundi á hverjum einasta degi. Í öðru lagi hafa þau, í samtali við mig, þakkað fyrir erfiðar spurningar og eru ekki að kvarta undan þeim.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“