Rafn hefur sofið með límband fyrir munninum í þrjú ár til að losna við kæfisvefn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2020 13:32 Rafn er þjálfari og heilsuráðgjafi. Rafn Franklín þjálfari og heilsuráðgjafi ræddi um baráttu sína við kæfisvefn og hrotur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. „Ég áttaði mig í raun ekki á mínum svefnvandamálum og það var í rauninni ekki fyrr en mér var skipað að fara í svefnrannsókn. Fólk var farið að kvarta í kringum mig út af hrotum og það hélt jafnvel að ég væri að láta lífið í svefni,“ segir Rafn en þá kom í ljós að hann væri með kæfisvefn. „Þetta setti af stað ákveðna vegferð sem ég haf verið í á síðustu árum að kafa ofan í hvernig ég get hámarkað svefngæðin mín. Ég hef fundið gríðarlegan mun á því að gera allt sem ég geri í dag til þess að bæta svefninn.“ Hann segist hafa farið nokkrar óhefðbundnar leiðir í sinni vegferð að betri svefn. „Ég teipa fyrir munninn á hverju kvöldi og þetta geri ég til að tryggja að ég andi með nefinu. Þetta eru nokkuð ný fræði sem eru að koma upp á yfirborðið og markmiðið er að anda með nefinu og þar að leiðandi verður meiri súrefnisupptaka til heilans og líffæra. Þetta mun verða til þess að þú færð betri nætursvefn.“ Rafn ráðleggur samt alltaf fólki að ræða við lækni áður en það stekkur í svona aðgerðir. Árið 2017 ræddi Vísir við Ernu Sif Arnardóttur, forstöðumaður svefnmælinga hjá Svefndeild Landspítala, eftir að Rafn hafði tjáð sig um málið í færslu á Facebook sem rataði í fjölmiðla. Hún gat í raun ekki mælt með þessari aðferð. „Það er ýmislegt annað hægt að gera en að teipa fyrir munninn og um að gera að leita til læknis til að ræða málin frekar en að leita í slíka vitleysu,“ sagði Erna Sif á sínum tíma. „Þetta hefur virkað gríðarlega vel fyrir mig og eitthvað sem ég hef gert núna í þrjú ár á hverju kvöldi. Fyrstu næturnar vaknaði ég um miðja nótt, kippti teipinu af mér og hélt áfram að sofa. Eftir nokkra daga byrjaði ég að venjast þessu og síðan eftir 2-3 vikur fór ég að finna mikinn mun hversu skýrari ég væri í hugsun og jafnari orka yfir allan daginn.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við hann. Heilsa Svefn Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Loni Anderson er látin Lífið Terry Reid látinn Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Rafn Franklín þjálfari og heilsuráðgjafi ræddi um baráttu sína við kæfisvefn og hrotur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. „Ég áttaði mig í raun ekki á mínum svefnvandamálum og það var í rauninni ekki fyrr en mér var skipað að fara í svefnrannsókn. Fólk var farið að kvarta í kringum mig út af hrotum og það hélt jafnvel að ég væri að láta lífið í svefni,“ segir Rafn en þá kom í ljós að hann væri með kæfisvefn. „Þetta setti af stað ákveðna vegferð sem ég haf verið í á síðustu árum að kafa ofan í hvernig ég get hámarkað svefngæðin mín. Ég hef fundið gríðarlegan mun á því að gera allt sem ég geri í dag til þess að bæta svefninn.“ Hann segist hafa farið nokkrar óhefðbundnar leiðir í sinni vegferð að betri svefn. „Ég teipa fyrir munninn á hverju kvöldi og þetta geri ég til að tryggja að ég andi með nefinu. Þetta eru nokkuð ný fræði sem eru að koma upp á yfirborðið og markmiðið er að anda með nefinu og þar að leiðandi verður meiri súrefnisupptaka til heilans og líffæra. Þetta mun verða til þess að þú færð betri nætursvefn.“ Rafn ráðleggur samt alltaf fólki að ræða við lækni áður en það stekkur í svona aðgerðir. Árið 2017 ræddi Vísir við Ernu Sif Arnardóttur, forstöðumaður svefnmælinga hjá Svefndeild Landspítala, eftir að Rafn hafði tjáð sig um málið í færslu á Facebook sem rataði í fjölmiðla. Hún gat í raun ekki mælt með þessari aðferð. „Það er ýmislegt annað hægt að gera en að teipa fyrir munninn og um að gera að leita til læknis til að ræða málin frekar en að leita í slíka vitleysu,“ sagði Erna Sif á sínum tíma. „Þetta hefur virkað gríðarlega vel fyrir mig og eitthvað sem ég hef gert núna í þrjú ár á hverju kvöldi. Fyrstu næturnar vaknaði ég um miðja nótt, kippti teipinu af mér og hélt áfram að sofa. Eftir nokkra daga byrjaði ég að venjast þessu og síðan eftir 2-3 vikur fór ég að finna mikinn mun hversu skýrari ég væri í hugsun og jafnari orka yfir allan daginn.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við hann.
Heilsa Svefn Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Loni Anderson er látin Lífið Terry Reid látinn Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira