Góður grunnur heimastráka en Lárus skoðar Youtube-myndbönd Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 18:00 Lárus Jónsson er nýr þjálfari Þórs Þorlákshöfn en er enn staddur á Akureyri þar sem hann er nýhættur sem þjálfari annars Þórsliðs. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það hafa komið fram rosalega góðir leikmenn þarna og það gerist bara þegar maður er með félag þar sem verið hefur góður stöðugleiki,“ segir Lárus Jónsson, körfuboltaþjálfari, um sitt nýja félag Þór Þorlákshöfn. Lárus heldur nú til Þorlákshafnar eftir að hafa stýrt liði Þórs Akureyri og hann ræddi um nýja starfið við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Markmiðið er að koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góður grunnur af heimastrákum en það þarf að styrkja liðið með erlendum leikmönnum, og mér finnst vanta breidd í liðið. Markmiðið er alltaf úrslitakeppnin en svo þurfum við að setja nánari markmið þegar nær dregur tímabili, þegar við sjáum hversu vel við getum styrkt liðið okkar og hvernig deildin verður á næsta tímabili,“ segir Lárus. Hann tekur undir að Þorlákshöfn hafi alið af sér marga góða leikmenn og segir það enga tilviljun: „Það er sama fólkið búið að vera mjög lengi í stjórn og allt í frekar föstum skorðum með yngri flokka. Það hafa sömu þjálfarar verið með minniboltann í 10-20 ár og þetta skiptir rosalega miklu máli til að búa til leikmenn.“ Körfuboltatímabilinu lauk fyrr en áætlað var vegna kórónuveirufaraldursins en Þór Akureyri átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Domino‘s-deild karla áður en tímabilið var flautað af, og heldur því sæti sínu í deildinni. Þór Þorlákshöfn hafnaði í 9. sæti og nú er það hlutverk Lárusar að búa til lið sem komist getur í úrslitakeppnina næsta vetur. Til þess þarf hann meðal annars að finna réttu erlendu leikmennina. „Núna fer maður bara að tala við strákana sem eru fyrir hjá liðinu. Svo er maður alltaf að skoða þessi Youtube-myndbönd eins og aðrir þjálfarar,“ sagði Lárus léttur, og vísaði til leitarinnar að erlendum leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Nýr þjálfari Þórs í Þorlákshöfn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03 Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26 Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
„Það hafa komið fram rosalega góðir leikmenn þarna og það gerist bara þegar maður er með félag þar sem verið hefur góður stöðugleiki,“ segir Lárus Jónsson, körfuboltaþjálfari, um sitt nýja félag Þór Þorlákshöfn. Lárus heldur nú til Þorlákshafnar eftir að hafa stýrt liði Þórs Akureyri og hann ræddi um nýja starfið við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Markmiðið er að koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góður grunnur af heimastrákum en það þarf að styrkja liðið með erlendum leikmönnum, og mér finnst vanta breidd í liðið. Markmiðið er alltaf úrslitakeppnin en svo þurfum við að setja nánari markmið þegar nær dregur tímabili, þegar við sjáum hversu vel við getum styrkt liðið okkar og hvernig deildin verður á næsta tímabili,“ segir Lárus. Hann tekur undir að Þorlákshöfn hafi alið af sér marga góða leikmenn og segir það enga tilviljun: „Það er sama fólkið búið að vera mjög lengi í stjórn og allt í frekar föstum skorðum með yngri flokka. Það hafa sömu þjálfarar verið með minniboltann í 10-20 ár og þetta skiptir rosalega miklu máli til að búa til leikmenn.“ Körfuboltatímabilinu lauk fyrr en áætlað var vegna kórónuveirufaraldursins en Þór Akureyri átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Domino‘s-deild karla áður en tímabilið var flautað af, og heldur því sæti sínu í deildinni. Þór Þorlákshöfn hafnaði í 9. sæti og nú er það hlutverk Lárusar að búa til lið sem komist getur í úrslitakeppnina næsta vetur. Til þess þarf hann meðal annars að finna réttu erlendu leikmennina. „Núna fer maður bara að tala við strákana sem eru fyrir hjá liðinu. Svo er maður alltaf að skoða þessi Youtube-myndbönd eins og aðrir þjálfarar,“ sagði Lárus léttur, og vísaði til leitarinnar að erlendum leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Nýr þjálfari Þórs í Þorlákshöfn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03 Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26 Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03
Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26