Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 14:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. Skipunin þykir einstök þar sem slíkt hefur aldrei verið gert áður og skatturinn á ekki að vera pólitísk stofnun. Þar að auki gæti skipunin dregið afhendingu ávísananna, samkvæmt sérfræðingum en Hvíta húsið segir að svo ætti ekki að vera. Skipunin var gefin út á mánudagskvöldið og kynnt starfsmönnum skattsins í gærmorgun en ríkið er að fara að senda út 1.200 dala ávísanir á tugi milljóna Bandaríkjamanna á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Washington Post hefur Trump lagt til að hann fái að kvitta undir ávísanirnar. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem forsetinn má ekki skrifa undir slík fjárútlát úr ríkissjóði. Óháðir embættismenn skrifa undir slíkt, til að tryggja að greiðslurnar séu ekki af pólitískum toga. Þess í stað verður nafn Trump prentað á annan stað á ávísununum. Þær verða svo sendar á Bandaríkjamenn sem hafa ekki veitt ríkinu upplýsingar um bankareikninga þeirra. Bush merkti ekki ávísanir Talskona Hvíta hússins sagði að ferlið væri á áætlun og það hafi í raun gengið hraðar fyrir sig en það gerði þegar yfirvöld Bandaríkjanna í stjórnartíð George W. Bush árið 2008 sendu sambærilegar ávísanir út. Þær ávísanir voru ekki merktar Bush og ekki heldur ávísanir sem ríkisstjórn hans sendi út árið 2001. Efnahagsaðgerðirnar voru samþykktar af þingmönnum beggja flokka, eftir langar viðræður. Trump hefur ítrekað sagt aðgerðirnar vera á vegum ríkisstjórnar hans. Gagnrýnendur forsetans segja hann vera að nota aðgerðirnar í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Hann sé að draga anga yfirvalda sem eigi ekki að koma nálægt pólitík, inn í pólitík. Eftir að Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, beitti skattinum í eigin þágu og lét starfsmenn stofnunarinnar endurskoða marga af pólitískum andstæðingum hans, samþykkti þingið lög til að tryggja að stofnunin yrði ekki notuð í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. Skipunin þykir einstök þar sem slíkt hefur aldrei verið gert áður og skatturinn á ekki að vera pólitísk stofnun. Þar að auki gæti skipunin dregið afhendingu ávísananna, samkvæmt sérfræðingum en Hvíta húsið segir að svo ætti ekki að vera. Skipunin var gefin út á mánudagskvöldið og kynnt starfsmönnum skattsins í gærmorgun en ríkið er að fara að senda út 1.200 dala ávísanir á tugi milljóna Bandaríkjamanna á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Washington Post hefur Trump lagt til að hann fái að kvitta undir ávísanirnar. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem forsetinn má ekki skrifa undir slík fjárútlát úr ríkissjóði. Óháðir embættismenn skrifa undir slíkt, til að tryggja að greiðslurnar séu ekki af pólitískum toga. Þess í stað verður nafn Trump prentað á annan stað á ávísununum. Þær verða svo sendar á Bandaríkjamenn sem hafa ekki veitt ríkinu upplýsingar um bankareikninga þeirra. Bush merkti ekki ávísanir Talskona Hvíta hússins sagði að ferlið væri á áætlun og það hafi í raun gengið hraðar fyrir sig en það gerði þegar yfirvöld Bandaríkjanna í stjórnartíð George W. Bush árið 2008 sendu sambærilegar ávísanir út. Þær ávísanir voru ekki merktar Bush og ekki heldur ávísanir sem ríkisstjórn hans sendi út árið 2001. Efnahagsaðgerðirnar voru samþykktar af þingmönnum beggja flokka, eftir langar viðræður. Trump hefur ítrekað sagt aðgerðirnar vera á vegum ríkisstjórnar hans. Gagnrýnendur forsetans segja hann vera að nota aðgerðirnar í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Hann sé að draga anga yfirvalda sem eigi ekki að koma nálægt pólitík, inn í pólitík. Eftir að Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, beitti skattinum í eigin þágu og lét starfsmenn stofnunarinnar endurskoða marga af pólitískum andstæðingum hans, samþykkti þingið lög til að tryggja að stofnunin yrði ekki notuð í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent