Einsöngvarar sungu fyrir Vigdísi og sögur sagðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2020 14:00 Vigdís Finnbogadóttir kom út á pall og hlustaði á sönginn. Hún vissi ekki af komu listamannanna. Vísir/Vilhelm Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands frá 1980 til 1996, fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Vigdís eins og svo margir eldri borgarar er í sjálfskipuðu sóttkví á tímum kórónuveirunnar en það stoppar ekki landsmenn í að heiðra hana á þessum tímamótum. Gissur Páll og Diddú voru á meðal söngvaranna.Vísir/Vilhelm Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður okkar, var við hús Vigdísar klukkan þrjú í dag þar sem óformleg dagskrá var Vigdísi til heiðurs. Sýnt var beint á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Upptöku frá viðburðinum má sjá að neðan. Hópur íslenskra óperusöngvara söng falleg íslensk lög, þeirra á meðal Lofsöng, og naut Vigdís af pallinum. Höfðu einhverjir áhyggjur af því að Vigdísi yrði kalt. Hún sagðist hafa það fínt svo framarlega sem ekki yrðu sungin öll erindin í þjóðsöngnum og skellti fólk upp úr. Þá sagðist hún ekki vera orðin of gömul til að tárast yfir fallegum söng. Vigdís þakkaði fyrir hvert lag og hafði engar áhyggjur af því að henni yrði kalt á pallinum.Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, ræddi um áhrifin sem Vigdís hefur haft í kvenréttindabaráttunni. Þá rifjaði Gunnar V. Andrésson ljósmyndari upp skemmtilegar sögur með myndum en hann fylgdi Vigdísi eftir um árabil í starfi sínu. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari kastar afmæliskveðju á frú Vigdísi.Vísir/Vilhelm Tímamót Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands frá 1980 til 1996, fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Vigdís eins og svo margir eldri borgarar er í sjálfskipuðu sóttkví á tímum kórónuveirunnar en það stoppar ekki landsmenn í að heiðra hana á þessum tímamótum. Gissur Páll og Diddú voru á meðal söngvaranna.Vísir/Vilhelm Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður okkar, var við hús Vigdísar klukkan þrjú í dag þar sem óformleg dagskrá var Vigdísi til heiðurs. Sýnt var beint á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Upptöku frá viðburðinum má sjá að neðan. Hópur íslenskra óperusöngvara söng falleg íslensk lög, þeirra á meðal Lofsöng, og naut Vigdís af pallinum. Höfðu einhverjir áhyggjur af því að Vigdísi yrði kalt. Hún sagðist hafa það fínt svo framarlega sem ekki yrðu sungin öll erindin í þjóðsöngnum og skellti fólk upp úr. Þá sagðist hún ekki vera orðin of gömul til að tárast yfir fallegum söng. Vigdís þakkaði fyrir hvert lag og hafði engar áhyggjur af því að henni yrði kalt á pallinum.Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, ræddi um áhrifin sem Vigdís hefur haft í kvenréttindabaráttunni. Þá rifjaði Gunnar V. Andrésson ljósmyndari upp skemmtilegar sögur með myndum en hann fylgdi Vigdísi eftir um árabil í starfi sínu. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari kastar afmæliskveðju á frú Vigdísi.Vísir/Vilhelm
Tímamót Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira