Rúnar fékk skýrsluna um Motherwell á kaffifilter Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 22:00 Rúnar Páll Sigmundsson rifjaði upp ótrúlegt tímabil Stjörnumanna árið 2014 með Gumma Ben í gær. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár. Stjörnumenn slógu Bangor City frá Wales út með tveimur 4-0 sigrum í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þeir unnu svo Motherwell frá Skotlandi og Lech Poznan frá Póllandi, áður en þeir voru slegnir út í síðustu umferð fyrir sjálfa riðlakeppnina, af stórliði Inter Mílanó. Rúnar fór með Brynjari Birni Gunnarssyni, þáverandi aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, til að sjá Bangor spila og safna upplýsingum fyrir einvígi liðanna. Bangor reyndist engin fyrirstaða en daginn eftir útileikinn æfðu Stjörnumenn á æfingasvæði Wolves, í gegnum sambönd Brynjars Björns úr enska boltanum. Rúnar fól svo danska markmannsþjálfaranum Henrik Bödker að safna upplýsingum um næsta andstæðing, Motherwell, í Skotlandi. „Ég á nú kannski ekki að segja þessa sögu en ég get alveg stiklað á stóru varðandi hana. Henrik varð eftir til að sjá Motherwell spila og fór til Glasgow. Hann kom með helvíti góða skýrslu til baka, við getum orðað það þannig. Við slógum þá alla vega út,“ sagði Rúnar Páll léttur í bragði. Ætla má að Bödker hafi þurft að sinna fleiri erindum í ferðinni en skýrslan var alla vega ekki óþarflega löng: „Þetta var bara lítill kaffifilter sem hann hafði skrifað byrjunarliðið á. Það var alveg nóg fyrir okkur,“ sagði Rúnar og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjaði Evrópuævintýrið upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Evrópudeild UEFA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár. Stjörnumenn slógu Bangor City frá Wales út með tveimur 4-0 sigrum í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þeir unnu svo Motherwell frá Skotlandi og Lech Poznan frá Póllandi, áður en þeir voru slegnir út í síðustu umferð fyrir sjálfa riðlakeppnina, af stórliði Inter Mílanó. Rúnar fór með Brynjari Birni Gunnarssyni, þáverandi aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, til að sjá Bangor spila og safna upplýsingum fyrir einvígi liðanna. Bangor reyndist engin fyrirstaða en daginn eftir útileikinn æfðu Stjörnumenn á æfingasvæði Wolves, í gegnum sambönd Brynjars Björns úr enska boltanum. Rúnar fól svo danska markmannsþjálfaranum Henrik Bödker að safna upplýsingum um næsta andstæðing, Motherwell, í Skotlandi. „Ég á nú kannski ekki að segja þessa sögu en ég get alveg stiklað á stóru varðandi hana. Henrik varð eftir til að sjá Motherwell spila og fór til Glasgow. Hann kom með helvíti góða skýrslu til baka, við getum orðað það þannig. Við slógum þá alla vega út,“ sagði Rúnar Páll léttur í bragði. Ætla má að Bödker hafi þurft að sinna fleiri erindum í ferðinni en skýrslan var alla vega ekki óþarflega löng: „Þetta var bara lítill kaffifilter sem hann hafði skrifað byrjunarliðið á. Það var alveg nóg fyrir okkur,“ sagði Rúnar og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjaði Evrópuævintýrið upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Evrópudeild UEFA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira