Lánshæfi ríkissjóðs metið gott og horfur stöðugar Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 21:00 Fjármálaráðuneytið greinir frá lánshæfiseinkunn ríkissjóðs samkvæmt S&P Global Ratings. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður fær sterka lánshæfiseinkunn hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu S&P Global Ratings sem metur horfur á Íslandi stöðugar. Fyrirtækið býst við 7,5% samdrætti á Íslandi á þessu ári vegna neikvæðra áhrif kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustu. S&P gefur íslenska ríkissjóðnum lánshæfiseinkunnina A/A-1, að því er segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Þar kemur fram það mat fyrirtækisins að hógvær nettó skuldastaða ríkisins veiti efnahagsáfallinu viðspyrnu. Stöðugar horfur endurspegli viðnámsþrótt hagkerfisins bæði á sviði ríkisfjármála sem og í ytri stöðu þjóðarbúsins, og veiti svigrúm til að takast á við áfallið vegna Covid-19 á næstu árum, og þær áhættur sem því fylgja. Sterk stofnanaumgjörð og skilvirk stefnumótun styðji við lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Þá er bent á að lánshæfismat ríkissjóðs gæti hækkað ef staða opinberra fjármála og erlend staða þjóðarbúsins styrkist verulega umfram það sem fyrirtækið gerir ráð fyrir. Hraðari viðsnúningur en gert er ráð fyrir geti dregið úr skuldsetningu og næmni gagnvart ytri áhættuþáttum. Á móti gæti lánshæfismat ríkissjóðs lækkað ef samdráttur í efnahagslífi vegna Covid-19 varir lengur en gert er ráð fyrir, til dæmis vegna lengri og dýpri niðursveiflu í ferðaþjónustu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Ríkissjóður fær sterka lánshæfiseinkunn hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu S&P Global Ratings sem metur horfur á Íslandi stöðugar. Fyrirtækið býst við 7,5% samdrætti á Íslandi á þessu ári vegna neikvæðra áhrif kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustu. S&P gefur íslenska ríkissjóðnum lánshæfiseinkunnina A/A-1, að því er segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Þar kemur fram það mat fyrirtækisins að hógvær nettó skuldastaða ríkisins veiti efnahagsáfallinu viðspyrnu. Stöðugar horfur endurspegli viðnámsþrótt hagkerfisins bæði á sviði ríkisfjármála sem og í ytri stöðu þjóðarbúsins, og veiti svigrúm til að takast á við áfallið vegna Covid-19 á næstu árum, og þær áhættur sem því fylgja. Sterk stofnanaumgjörð og skilvirk stefnumótun styðji við lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Þá er bent á að lánshæfismat ríkissjóðs gæti hækkað ef staða opinberra fjármála og erlend staða þjóðarbúsins styrkist verulega umfram það sem fyrirtækið gerir ráð fyrir. Hraðari viðsnúningur en gert er ráð fyrir geti dregið úr skuldsetningu og næmni gagnvart ytri áhættuþáttum. Á móti gæti lánshæfismat ríkissjóðs lækkað ef samdráttur í efnahagslífi vegna Covid-19 varir lengur en gert er ráð fyrir, til dæmis vegna lengri og dýpri niðursveiflu í ferðaþjónustu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira