Fasteignasala í borginni dróst saman um meira en 50% í apríl Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 18:54 Mun minna var um fasteignaviðskipti á höfuðborgarsvæðinu í apríl en í mánuðinum á undan. Fasteignasali rekur það til kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Rúmlega helmingi færri kaupsamningar voru gerðir í apríl en í mars. Fasteignasali segist ekki hafa séð slíkan samdrátt áður og rekur hann til kórónuveirufaraldursins. Hann segist bjartsýnn á að sala taki aftur við sér fljótt. Alls voru 282 kaupsamningar um fasteignir þinglýstir á höfuðborgarsvæðinu í apríl samkvæmt tölum Þjóðskrár. Í mars voru þeir 612 og fækkaði kaupsamningum því um 53,9% á milli mánaða. Páll Pálsson, fasteigna- og fyrirtækjasali hjá fasteignasölunni 450, segir að samdrátturinn sé 47,8% borið saman við apríl í fyrra í pistli sem hann skrifar á vefsíðu sína. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Páll ekki muna sjálfur eftir slíkum tölum áður. Ekki séð vitað hver þróunin á fasteignamarkaði verði á næstunni. Hann segist sjálfur bjartsýnn á framhaldið. Vísaði hann til umferðar um fasteignavef Mbl.is. Hún hafi dregist verulega saman eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti kom á takmörkunum á ferðir frá Evrópu í mars. Í síðustu viku hafi umferðin um vefinn hins vegar verið sú mesta í fjögur ár. „Það virðist vera að það verði mjög hratt niður og mjög hratt upp aftur,“ sagði Páll. Í þjóðhagsspá Íslandsbanka sem var birt fyrr í vikunni var því spáð að raunverð íbúða myndi lækka um 3,2% á þessu ári, fyrst og fremst vegna minni eftirspurnar í efnahagsþrengingum sem faraldurinn veldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Stutt samdráttarskeið en hægur bati Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. 15. maí 2020 07:00 Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira
Rúmlega helmingi færri kaupsamningar voru gerðir í apríl en í mars. Fasteignasali segist ekki hafa séð slíkan samdrátt áður og rekur hann til kórónuveirufaraldursins. Hann segist bjartsýnn á að sala taki aftur við sér fljótt. Alls voru 282 kaupsamningar um fasteignir þinglýstir á höfuðborgarsvæðinu í apríl samkvæmt tölum Þjóðskrár. Í mars voru þeir 612 og fækkaði kaupsamningum því um 53,9% á milli mánaða. Páll Pálsson, fasteigna- og fyrirtækjasali hjá fasteignasölunni 450, segir að samdrátturinn sé 47,8% borið saman við apríl í fyrra í pistli sem hann skrifar á vefsíðu sína. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Páll ekki muna sjálfur eftir slíkum tölum áður. Ekki séð vitað hver þróunin á fasteignamarkaði verði á næstunni. Hann segist sjálfur bjartsýnn á framhaldið. Vísaði hann til umferðar um fasteignavef Mbl.is. Hún hafi dregist verulega saman eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti kom á takmörkunum á ferðir frá Evrópu í mars. Í síðustu viku hafi umferðin um vefinn hins vegar verið sú mesta í fjögur ár. „Það virðist vera að það verði mjög hratt niður og mjög hratt upp aftur,“ sagði Páll. Í þjóðhagsspá Íslandsbanka sem var birt fyrr í vikunni var því spáð að raunverð íbúða myndi lækka um 3,2% á þessu ári, fyrst og fremst vegna minni eftirspurnar í efnahagsþrengingum sem faraldurinn veldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Stutt samdráttarskeið en hægur bati Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. 15. maí 2020 07:00 Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira
Stutt samdráttarskeið en hægur bati Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. 15. maí 2020 07:00
Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00