Lækkar eigin laun um fimmtung Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. apríl 2020 10:22 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, greindi frá launalækkun ráðamanna á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í morgun. Hér er hún í opinberri heimsókn í Ástralíu. EPA/BIANCA DE MARCH Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við um laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. Að sögn forsætisráðherra landsins, Jacinda Ardern, er launalækkuninni ætlað að vera virðingarvottur til þeirra Nýsjálendinga sem eiga um sárt að binda vegna kórónuveirufaraldursins. Það væri þannig mikilvægt að mati forsætisráðherrans að hæstlaunuðu embættismenn þjóðarinnar tækju af skarið og sýndu samstöðu með fólki í fremstu víglínu baráttunnar og þeim sem kunna að hafa misst vinnuna í faraldrinum. Launalækkunin tekur strax gildi og mun skerða laun ráðherranna næsta hálfa árið. Mánaðarlaun forsætisráðherrans námu næstum 3,3 milljónum íslenskra króna á mánuði og munu þau því lækka um tæplega 660 þúsund krónur á mánuði. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru 25 talsins og munu laun þeirra lækka að meðaltali um 385 þúsund krónur á mánuði. Sem fyrr segir verða laun forstjóra 34 ríkisstofnanna, þeirra á meðal landlæknis Nýja-Sjálands, jafnframt lækkuð og mun það spara nýsjálenska ríkinu rúmlega 154 milljónir króna næstu sex mánuði. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi, Simon Bridges, hefur að sama skapi staðfest í samtali við þarlenda fjölmiðla að hann muni lækka laun sín. Þegar hún tilkynnti um fyrirhugaða launalækkun sagði Ardern að ef einhvern tímann væri rétti tíminn til að minnka bilið milli Nýsjálendinga þá væri það í dag. „Ég fer fyrir framkvæmdavaldinu og hér getum við látið til skarar skríða. Þetta snýst um að sýna samstöðu þegar á móti blæs á Nýja-Sjálandi,“ sagði Ardern. Útgöngubann hefur verið í gildi í landinu í þrjár vikur. Rúmlega 1300 Nýsjálendingar hafa verið greindir með veiruna, sem dregið hefur 9 til dauða. Öll voru þau eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega 1,5 milljón Nýsjálendinga hefur sótt um mótframlag frá stjórnvöldum vegna tekjumissis í faraldrinum. Dragist útgöngubannið á langinn gera dekkstu sviðsmyndir þarlenda fjármálaráðuneytisins ráð fyrir að næstum fjórðungur landsmanna, sem eru um fimm milljón talsins, gætu misst vinnuna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að samdrátturinn á Nýja-Sjálandi muni nema um 7,2 prósentum í ár. Það yrði til marks um dýpstu kreppu í heiminum utan Evrópu og Venesúela. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við um laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. Að sögn forsætisráðherra landsins, Jacinda Ardern, er launalækkuninni ætlað að vera virðingarvottur til þeirra Nýsjálendinga sem eiga um sárt að binda vegna kórónuveirufaraldursins. Það væri þannig mikilvægt að mati forsætisráðherrans að hæstlaunuðu embættismenn þjóðarinnar tækju af skarið og sýndu samstöðu með fólki í fremstu víglínu baráttunnar og þeim sem kunna að hafa misst vinnuna í faraldrinum. Launalækkunin tekur strax gildi og mun skerða laun ráðherranna næsta hálfa árið. Mánaðarlaun forsætisráðherrans námu næstum 3,3 milljónum íslenskra króna á mánuði og munu þau því lækka um tæplega 660 þúsund krónur á mánuði. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru 25 talsins og munu laun þeirra lækka að meðaltali um 385 þúsund krónur á mánuði. Sem fyrr segir verða laun forstjóra 34 ríkisstofnanna, þeirra á meðal landlæknis Nýja-Sjálands, jafnframt lækkuð og mun það spara nýsjálenska ríkinu rúmlega 154 milljónir króna næstu sex mánuði. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi, Simon Bridges, hefur að sama skapi staðfest í samtali við þarlenda fjölmiðla að hann muni lækka laun sín. Þegar hún tilkynnti um fyrirhugaða launalækkun sagði Ardern að ef einhvern tímann væri rétti tíminn til að minnka bilið milli Nýsjálendinga þá væri það í dag. „Ég fer fyrir framkvæmdavaldinu og hér getum við látið til skarar skríða. Þetta snýst um að sýna samstöðu þegar á móti blæs á Nýja-Sjálandi,“ sagði Ardern. Útgöngubann hefur verið í gildi í landinu í þrjár vikur. Rúmlega 1300 Nýsjálendingar hafa verið greindir með veiruna, sem dregið hefur 9 til dauða. Öll voru þau eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega 1,5 milljón Nýsjálendinga hefur sótt um mótframlag frá stjórnvöldum vegna tekjumissis í faraldrinum. Dragist útgöngubannið á langinn gera dekkstu sviðsmyndir þarlenda fjármálaráðuneytisins ráð fyrir að næstum fjórðungur landsmanna, sem eru um fimm milljón talsins, gætu misst vinnuna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að samdrátturinn á Nýja-Sjálandi muni nema um 7,2 prósentum í ár. Það yrði til marks um dýpstu kreppu í heiminum utan Evrópu og Venesúela.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent