Lækkar eigin laun um fimmtung Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. apríl 2020 10:22 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, greindi frá launalækkun ráðamanna á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í morgun. Hér er hún í opinberri heimsókn í Ástralíu. EPA/BIANCA DE MARCH Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við um laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. Að sögn forsætisráðherra landsins, Jacinda Ardern, er launalækkuninni ætlað að vera virðingarvottur til þeirra Nýsjálendinga sem eiga um sárt að binda vegna kórónuveirufaraldursins. Það væri þannig mikilvægt að mati forsætisráðherrans að hæstlaunuðu embættismenn þjóðarinnar tækju af skarið og sýndu samstöðu með fólki í fremstu víglínu baráttunnar og þeim sem kunna að hafa misst vinnuna í faraldrinum. Launalækkunin tekur strax gildi og mun skerða laun ráðherranna næsta hálfa árið. Mánaðarlaun forsætisráðherrans námu næstum 3,3 milljónum íslenskra króna á mánuði og munu þau því lækka um tæplega 660 þúsund krónur á mánuði. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru 25 talsins og munu laun þeirra lækka að meðaltali um 385 þúsund krónur á mánuði. Sem fyrr segir verða laun forstjóra 34 ríkisstofnanna, þeirra á meðal landlæknis Nýja-Sjálands, jafnframt lækkuð og mun það spara nýsjálenska ríkinu rúmlega 154 milljónir króna næstu sex mánuði. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi, Simon Bridges, hefur að sama skapi staðfest í samtali við þarlenda fjölmiðla að hann muni lækka laun sín. Þegar hún tilkynnti um fyrirhugaða launalækkun sagði Ardern að ef einhvern tímann væri rétti tíminn til að minnka bilið milli Nýsjálendinga þá væri það í dag. „Ég fer fyrir framkvæmdavaldinu og hér getum við látið til skarar skríða. Þetta snýst um að sýna samstöðu þegar á móti blæs á Nýja-Sjálandi,“ sagði Ardern. Útgöngubann hefur verið í gildi í landinu í þrjár vikur. Rúmlega 1300 Nýsjálendingar hafa verið greindir með veiruna, sem dregið hefur 9 til dauða. Öll voru þau eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega 1,5 milljón Nýsjálendinga hefur sótt um mótframlag frá stjórnvöldum vegna tekjumissis í faraldrinum. Dragist útgöngubannið á langinn gera dekkstu sviðsmyndir þarlenda fjármálaráðuneytisins ráð fyrir að næstum fjórðungur landsmanna, sem eru um fimm milljón talsins, gætu misst vinnuna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að samdrátturinn á Nýja-Sjálandi muni nema um 7,2 prósentum í ár. Það yrði til marks um dýpstu kreppu í heiminum utan Evrópu og Venesúela. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við um laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. Að sögn forsætisráðherra landsins, Jacinda Ardern, er launalækkuninni ætlað að vera virðingarvottur til þeirra Nýsjálendinga sem eiga um sárt að binda vegna kórónuveirufaraldursins. Það væri þannig mikilvægt að mati forsætisráðherrans að hæstlaunuðu embættismenn þjóðarinnar tækju af skarið og sýndu samstöðu með fólki í fremstu víglínu baráttunnar og þeim sem kunna að hafa misst vinnuna í faraldrinum. Launalækkunin tekur strax gildi og mun skerða laun ráðherranna næsta hálfa árið. Mánaðarlaun forsætisráðherrans námu næstum 3,3 milljónum íslenskra króna á mánuði og munu þau því lækka um tæplega 660 þúsund krónur á mánuði. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru 25 talsins og munu laun þeirra lækka að meðaltali um 385 þúsund krónur á mánuði. Sem fyrr segir verða laun forstjóra 34 ríkisstofnanna, þeirra á meðal landlæknis Nýja-Sjálands, jafnframt lækkuð og mun það spara nýsjálenska ríkinu rúmlega 154 milljónir króna næstu sex mánuði. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi, Simon Bridges, hefur að sama skapi staðfest í samtali við þarlenda fjölmiðla að hann muni lækka laun sín. Þegar hún tilkynnti um fyrirhugaða launalækkun sagði Ardern að ef einhvern tímann væri rétti tíminn til að minnka bilið milli Nýsjálendinga þá væri það í dag. „Ég fer fyrir framkvæmdavaldinu og hér getum við látið til skarar skríða. Þetta snýst um að sýna samstöðu þegar á móti blæs á Nýja-Sjálandi,“ sagði Ardern. Útgöngubann hefur verið í gildi í landinu í þrjár vikur. Rúmlega 1300 Nýsjálendingar hafa verið greindir með veiruna, sem dregið hefur 9 til dauða. Öll voru þau eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega 1,5 milljón Nýsjálendinga hefur sótt um mótframlag frá stjórnvöldum vegna tekjumissis í faraldrinum. Dragist útgöngubannið á langinn gera dekkstu sviðsmyndir þarlenda fjármálaráðuneytisins ráð fyrir að næstum fjórðungur landsmanna, sem eru um fimm milljón talsins, gætu misst vinnuna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að samdrátturinn á Nýja-Sjálandi muni nema um 7,2 prósentum í ár. Það yrði til marks um dýpstu kreppu í heiminum utan Evrópu og Venesúela.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira