Bjarni áhyggjufullur en vongóður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2020 10:03 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. Hann segir að frekari viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna ástandsins verði kynntar í lok vikunnar. Bjarni var gestur Í bítinu á Bylgjunni þar sem farið var yfir víðan völl en mestur þunginn fór í að ræða stöðu efnahagsmála hér á landi vegna faraldursins. „Ég vona að það komist til skila að um leið og ég segi að það er ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu að ég hef ofboðslega mikla trú á því að við munum sigrast á því. Þetta er tímabundið ástand en mun hins vegar vara lengur en við vorum að vonast til. Það er orðið ljóst. Þetta mun hafa meiri áhrif um allan heim heldur en maður áður var að vona. Það er slæmt og það mun smitast til Íslands,“ sagði Bjarni. Millistéttin víða um heim myndi til að mynda taka á sig högg, það myndi þýða að hin mikilvægu meðlimir millistéttarinnar myndu ferðast minna og neyta minna, sem myndi til dæmis hafa áhrif á komu ferðamanna til Íslands. Í máli Bjarna kom einnig fram að þegar ríkisstjórnin kynnti fyrsta aðgerðarpakkann fyrir nokkrum vikum hafi ekki verið hægt að sjá fyrir hversu lengi samkomubannið myndi vara. Nú hylli hins vegar undir að víða sé hægt að „kveikja ljósin“ í atvinnulífinu eftir 4. maí eftir að tilkynnt var um tilslakanir á samkomubanninu í gær. Engu að síðu er von á uppfærðum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem á, líkt og fyrri pakkinn, að veita súrefni inn í efnahagslífið. Samfélagið hefði einfaldlega ekki efni á því að bæta ekki frekar við þær að aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í mars. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef við gerum ekkert, höldum að okkur höndum, þá erum við að horfa upp á gríðarleg fjöldagjaldþrot. Það er alveg ljóst í mínum huga. Við munum lama hér stóran hluta af atvinnustarfseminni. Einkaframtakið mun lamast,“ sagði Bjarni. Því þyrfti að bregðast skjótt við og það stæði til. „Ég er meðvitaður um hversu miklu skiptir að við bregðumst skjótt við. Við ætlum að bregðast núna við í þessari viku, við erum að hugsa um undir lok vikunnar að við getum greint frá því sem verða okkar næstu skref. Aðgerðirnar eru einmitt hugsaðar til að geta komið strax til framkvæmda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bítið Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. Hann segir að frekari viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna ástandsins verði kynntar í lok vikunnar. Bjarni var gestur Í bítinu á Bylgjunni þar sem farið var yfir víðan völl en mestur þunginn fór í að ræða stöðu efnahagsmála hér á landi vegna faraldursins. „Ég vona að það komist til skila að um leið og ég segi að það er ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu að ég hef ofboðslega mikla trú á því að við munum sigrast á því. Þetta er tímabundið ástand en mun hins vegar vara lengur en við vorum að vonast til. Það er orðið ljóst. Þetta mun hafa meiri áhrif um allan heim heldur en maður áður var að vona. Það er slæmt og það mun smitast til Íslands,“ sagði Bjarni. Millistéttin víða um heim myndi til að mynda taka á sig högg, það myndi þýða að hin mikilvægu meðlimir millistéttarinnar myndu ferðast minna og neyta minna, sem myndi til dæmis hafa áhrif á komu ferðamanna til Íslands. Í máli Bjarna kom einnig fram að þegar ríkisstjórnin kynnti fyrsta aðgerðarpakkann fyrir nokkrum vikum hafi ekki verið hægt að sjá fyrir hversu lengi samkomubannið myndi vara. Nú hylli hins vegar undir að víða sé hægt að „kveikja ljósin“ í atvinnulífinu eftir 4. maí eftir að tilkynnt var um tilslakanir á samkomubanninu í gær. Engu að síðu er von á uppfærðum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem á, líkt og fyrri pakkinn, að veita súrefni inn í efnahagslífið. Samfélagið hefði einfaldlega ekki efni á því að bæta ekki frekar við þær að aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í mars. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef við gerum ekkert, höldum að okkur höndum, þá erum við að horfa upp á gríðarleg fjöldagjaldþrot. Það er alveg ljóst í mínum huga. Við munum lama hér stóran hluta af atvinnustarfseminni. Einkaframtakið mun lamast,“ sagði Bjarni. Því þyrfti að bregðast skjótt við og það stæði til. „Ég er meðvitaður um hversu miklu skiptir að við bregðumst skjótt við. Við ætlum að bregðast núna við í þessari viku, við erum að hugsa um undir lok vikunnar að við getum greint frá því sem verða okkar næstu skref. Aðgerðirnar eru einmitt hugsaðar til að geta komið strax til framkvæmda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bítið Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira