Biðu í sex mikilvæga daga Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 07:35 Xi Jinping, forseti Kína. AP/Xie Huanchi Kínverskir embættismenn þögðu í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar. Á sjöunda degi eða þann 20. janúar, gaf Xi Jinping, forseti Kína, út viðvörun. Í millitíðinni hafði þó stærðarinnar veisla verið haldin í Wuhan, borginni þar sem faraldurinn hófst, sem tugir þúsunda sóttu og milljónir lögðu land undir fót vegna nýársfögnuðar. Rúmlega þrjú þúsund manns höfðu smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, á þessum dögum. Það sem meira er. Í tvær vikur í aðdraganda 14. janúar, skráðu yfirvöld ekki eitt tilfelli Covid-19, þó vitað sé að hundruð manna smituðust. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir og viðtölum við sérfræðinga. Áður höfðu Kínverjar reynt að kveða niður umræðu um veiruna og jafnvel viðvaranir. Læknir sem hafði varað aðra lækna við útbreiðslu veirunnar þann 30. desember, var handtekinn og þvingaður til að játa að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Hann dó svo vegna veirunnar. Alls voru átta læknar ávíttir og var sagt frá því í sjónvarpsfréttum um landið allt. Sérfræðingar segja að grip yfirvalda Kína á flæði upplýsinga, skriffinnska og það að embættismenn vilji ekki færa yfirmönnum sínum slæmar fréttir, hafi komið í veg fyrir fljót viðbrögð við útbreiðslu veirunnar. Þar að auki hafi verið búið að hræða lækna svo að þeir þorðu ekki að vekja athygli á faraldrinum. Það var ekki fyrr en þann 13. janúar, þegar fyrsta tilfellið var staðfest utan landamæra Kína, eða í Taílandi, að leiðtogar landsins áttuðu sig á stöðu mála og gripu til aðgerða. Þann 14. janúar var haldinn fundur háttsettra embættismanna og Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína, sagði að um faraldur væri að ræða. Kína stafaði ógn af honum og útlit væri fyrir að veiran smitaðist manna á milli. Eins og áður segir, var það svo þann 20. janúar sem íbúar voru varaðir við faraldrinum og í millitíðinni reyndu embættismenn að gera lítið úr ástandinu. Sérfræðingar segja að þessir sex dagar hafi verið mjög mikilvægir og hægt hefði verið að sporna verulega gegn útbreiðslu veirunnar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Kínverskir embættismenn þögðu í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar. Á sjöunda degi eða þann 20. janúar, gaf Xi Jinping, forseti Kína, út viðvörun. Í millitíðinni hafði þó stærðarinnar veisla verið haldin í Wuhan, borginni þar sem faraldurinn hófst, sem tugir þúsunda sóttu og milljónir lögðu land undir fót vegna nýársfögnuðar. Rúmlega þrjú þúsund manns höfðu smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, á þessum dögum. Það sem meira er. Í tvær vikur í aðdraganda 14. janúar, skráðu yfirvöld ekki eitt tilfelli Covid-19, þó vitað sé að hundruð manna smituðust. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir og viðtölum við sérfræðinga. Áður höfðu Kínverjar reynt að kveða niður umræðu um veiruna og jafnvel viðvaranir. Læknir sem hafði varað aðra lækna við útbreiðslu veirunnar þann 30. desember, var handtekinn og þvingaður til að játa að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Hann dó svo vegna veirunnar. Alls voru átta læknar ávíttir og var sagt frá því í sjónvarpsfréttum um landið allt. Sérfræðingar segja að grip yfirvalda Kína á flæði upplýsinga, skriffinnska og það að embættismenn vilji ekki færa yfirmönnum sínum slæmar fréttir, hafi komið í veg fyrir fljót viðbrögð við útbreiðslu veirunnar. Þar að auki hafi verið búið að hræða lækna svo að þeir þorðu ekki að vekja athygli á faraldrinum. Það var ekki fyrr en þann 13. janúar, þegar fyrsta tilfellið var staðfest utan landamæra Kína, eða í Taílandi, að leiðtogar landsins áttuðu sig á stöðu mála og gripu til aðgerða. Þann 14. janúar var haldinn fundur háttsettra embættismanna og Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína, sagði að um faraldur væri að ræða. Kína stafaði ógn af honum og útlit væri fyrir að veiran smitaðist manna á milli. Eins og áður segir, var það svo þann 20. janúar sem íbúar voru varaðir við faraldrinum og í millitíðinni reyndu embættismenn að gera lítið úr ástandinu. Sérfræðingar segja að þessir sex dagar hafi verið mjög mikilvægir og hægt hefði verið að sporna verulega gegn útbreiðslu veirunnar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent