Virði leikmanna hrunið og spænska deildin gæti orðið áhugamannadeild Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2020 19:00 Aron Pálmarsson leikur með Barcelona en Arnar Freyr, umboðsmaður Arons, óttast að spænska deildin gæti breyst í áhugamannadeild. VÍSIR/GETTY Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður sumra af bestu handboltamönnum heims, segir markaðsvirði leikmanna hafa farið hratt niður á við. Félögin leiti nú að ungum og efnilegum leikmönnum og haldi þeim sem fyrir séu. Efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins bitna mjög á íþróttafélögum enda tekjur af miðasölu engar á meðan á samkomubanni stendur, og styrktaraðilar halda að sér höndum. „Það er búið að vera mjög erfitt að sinna þeim hluta af mínu starfi að finna lið fyrir leikmenn. Menn hafa verið hræddir við ástandið og ekki viljað skuldbinda sig fyrir framtíðina þegar staðan er svona óljós. Ég er því með smááhyggjur af því hvernig þetta mun halda áfram, þrátt fyrir að ég sé í eðli mínu mjög jákvæður maður,“ sagði Arnar Freyr við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið mátti einnig sjá í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Arnar segir félög í Evrópu geta verið fljót að taka við sér þegar hægt verði að hleypa áhorfendum á leiki á nýjan leik, þar sem að tekjustreymi handboltafélaganna sé háðara miðasölu en til dæmis í fótbolta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en Skandinavía er hins vegar betur í stakk búin til að takast á við þetta áfall en til að mynda Frakkland og Spánn. Ég er mjög hræddur um spænsku deildina. Hún gæti farið mjög illa út úr þessu og mögulega bara orðið áhugamannadeild,“ segir Arnar Freyr. Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona, er einn umbjóðenda hans. Mjög erfið staða fyrir samningslausa leikmenn Aðspurður um markaðinn á Íslandi segir umboðsmaðurinn: „Staðan er mjög erfið fyrir leikmenn sem eru samningslausir hér. Markaðsvirði þeirra er búið að fara hratt niður á við þar sem að félögin hafa bara úr minna að moða. Þó eru enn einhver lið sem hafa ágætis fjármagn, sem betur fer, en ég reikna ekki með miklum félagaskiptum í sumar. Ég held að félögin leiti sér mikið frekar að yngri og efnilegri leikmönnum, og reiði sig á þá sem eru fyrir.“ Leikmenn sem ætla að snúa heim í sumar fá sömuleiðis ekki eins spennandi tilboð og þeir hefðu fengið ef kórónveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum: „Þeir finna sér lið en ég er ekki viss um að það verði á þeim fjárhagsforsendum sem þeir gerðu ráð fyrir í upphafi. Ég er nokkuð viss um að nokkrir leikmenn sem eru að koma heim muni fá töluvert lægri samninga en þeir hefðu fengið ef að ástandið væri skárra.“ Klippa: Sportpakkinn - Virði handboltamanna hrunið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Spænski handboltinn Franski handboltinn Sportpakkinn Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður sumra af bestu handboltamönnum heims, segir markaðsvirði leikmanna hafa farið hratt niður á við. Félögin leiti nú að ungum og efnilegum leikmönnum og haldi þeim sem fyrir séu. Efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins bitna mjög á íþróttafélögum enda tekjur af miðasölu engar á meðan á samkomubanni stendur, og styrktaraðilar halda að sér höndum. „Það er búið að vera mjög erfitt að sinna þeim hluta af mínu starfi að finna lið fyrir leikmenn. Menn hafa verið hræddir við ástandið og ekki viljað skuldbinda sig fyrir framtíðina þegar staðan er svona óljós. Ég er því með smááhyggjur af því hvernig þetta mun halda áfram, þrátt fyrir að ég sé í eðli mínu mjög jákvæður maður,“ sagði Arnar Freyr við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið mátti einnig sjá í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Arnar segir félög í Evrópu geta verið fljót að taka við sér þegar hægt verði að hleypa áhorfendum á leiki á nýjan leik, þar sem að tekjustreymi handboltafélaganna sé háðara miðasölu en til dæmis í fótbolta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en Skandinavía er hins vegar betur í stakk búin til að takast á við þetta áfall en til að mynda Frakkland og Spánn. Ég er mjög hræddur um spænsku deildina. Hún gæti farið mjög illa út úr þessu og mögulega bara orðið áhugamannadeild,“ segir Arnar Freyr. Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona, er einn umbjóðenda hans. Mjög erfið staða fyrir samningslausa leikmenn Aðspurður um markaðinn á Íslandi segir umboðsmaðurinn: „Staðan er mjög erfið fyrir leikmenn sem eru samningslausir hér. Markaðsvirði þeirra er búið að fara hratt niður á við þar sem að félögin hafa bara úr minna að moða. Þó eru enn einhver lið sem hafa ágætis fjármagn, sem betur fer, en ég reikna ekki með miklum félagaskiptum í sumar. Ég held að félögin leiti sér mikið frekar að yngri og efnilegri leikmönnum, og reiði sig á þá sem eru fyrir.“ Leikmenn sem ætla að snúa heim í sumar fá sömuleiðis ekki eins spennandi tilboð og þeir hefðu fengið ef kórónveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum: „Þeir finna sér lið en ég er ekki viss um að það verði á þeim fjárhagsforsendum sem þeir gerðu ráð fyrir í upphafi. Ég er nokkuð viss um að nokkrir leikmenn sem eru að koma heim muni fá töluvert lægri samninga en þeir hefðu fengið ef að ástandið væri skárra.“ Klippa: Sportpakkinn - Virði handboltamanna hrunið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Spænski handboltinn Franski handboltinn Sportpakkinn Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti