Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 11:49 Maður gengur hjá minnisvarða um heilbrigðisstarfsmenn sem hafa dáið vegna Covid-19. AP/Dmitri Lovetsky Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, sendi nýverið bréf á ritstjórnir New York Times og Financial Times þar sem þess var krafist að fregnir af dauðsföllum í Rússlandi yrðu dregnar til baka. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í vikunni að kvartanir yrðu einnig sendar til Harlem Desir, erindreka varðandi frelsi fjölmiðla hjá Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar Örygis- og samvinnustofnunar Evrópu, og til Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóra UNESCO. Rússland er það land þar sem næst flestir smitaðir hafa greinst en yfirvöld landsins hafa gefið verulega í varðandi skimun fyrir nýju kórónuveirunni. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands.AP/Alexander Zemlianichenko Opinberar tölur Rússlands segja minnst 252.245 hafa smitast af veirunni, sem veldur Covid-19, þar í landi og 2.305 hafa dáið. Það er mun minna en í öðrum ríkjum þar sem sambærilega margir hafa smitast. Á Bretlandi hefur til að mynda minnst 234.441 smitast og þar eru 33.693 dánir. Á Spáni hafa 229.540 smitast og 27.231 dáið. Á Ítalíu hafa 223.096 smitast og 31.368 dáið, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans, sem unnar eru úr opinberum gögnum. Í greinum NYT og FT var því haldið fram að með því að bera saman opinberar tölur um hve margir hefðu dáið í Moskvu og St. Pétursborg í apríl og bera það saman við sömu tölur nokkur ár aftur í tímann hafi komið í ljós að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en gefið hefur verið upp. FT sagði gögnin benda til þess að dauðsföll vegna Covid-19 gætu verið 70 prósentum fleiri en gefið hefur verið upp. Zakharova sagði þetta vera falsfréttir og hefur minnst einn þingmaður lagt til að blaðamönnum miðlanna verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Zakharova sagði að aðgerðir gegn miðlunum tækju mið af því hvort fréttirnar yrðu dregnar til baka. Þá hafa yfirvöld Rússlands farið fram á að Google loki á þá grein Financial Times sem um ræðir. Russia’s media regulator has asked Google to block news article about FT’s news article on underreporting of Covid death rate. Authorities haven’t gone after FT itself in significant way — yet. But this a stark indication of sensitivity to any hint they are massaging real numbers https://t.co/u1dMaMmKqH— Oliver Carroll (@olliecarroll) May 15, 2020 Í samtali við AP fréttaveituna segir talsmaður NYT að fréttin byggi á opinberum gögnum frá Moskvu. Moscow Times sagði frá því á dögunum að embættismenn í Moskvu hafi sagt fjölmiðlum að rúmlega 60 prósent dauðsfalla vegna Covid-19 í borginni kæmu ekki fram í opinberum tölum. Þó fólk væri smitað af veirunni hefðu dauðsföll þeirra verið sögð af öðrum orsökum. Þungamiðja faraldursins er í Moskvu og á miðvikudaginn höfðu minnst 126.004 smitast og samkvæmt talningu ríkisins höfðu 1.232 dáið. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, sendi nýverið bréf á ritstjórnir New York Times og Financial Times þar sem þess var krafist að fregnir af dauðsföllum í Rússlandi yrðu dregnar til baka. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í vikunni að kvartanir yrðu einnig sendar til Harlem Desir, erindreka varðandi frelsi fjölmiðla hjá Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar Örygis- og samvinnustofnunar Evrópu, og til Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóra UNESCO. Rússland er það land þar sem næst flestir smitaðir hafa greinst en yfirvöld landsins hafa gefið verulega í varðandi skimun fyrir nýju kórónuveirunni. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands.AP/Alexander Zemlianichenko Opinberar tölur Rússlands segja minnst 252.245 hafa smitast af veirunni, sem veldur Covid-19, þar í landi og 2.305 hafa dáið. Það er mun minna en í öðrum ríkjum þar sem sambærilega margir hafa smitast. Á Bretlandi hefur til að mynda minnst 234.441 smitast og þar eru 33.693 dánir. Á Spáni hafa 229.540 smitast og 27.231 dáið. Á Ítalíu hafa 223.096 smitast og 31.368 dáið, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans, sem unnar eru úr opinberum gögnum. Í greinum NYT og FT var því haldið fram að með því að bera saman opinberar tölur um hve margir hefðu dáið í Moskvu og St. Pétursborg í apríl og bera það saman við sömu tölur nokkur ár aftur í tímann hafi komið í ljós að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en gefið hefur verið upp. FT sagði gögnin benda til þess að dauðsföll vegna Covid-19 gætu verið 70 prósentum fleiri en gefið hefur verið upp. Zakharova sagði þetta vera falsfréttir og hefur minnst einn þingmaður lagt til að blaðamönnum miðlanna verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Zakharova sagði að aðgerðir gegn miðlunum tækju mið af því hvort fréttirnar yrðu dregnar til baka. Þá hafa yfirvöld Rússlands farið fram á að Google loki á þá grein Financial Times sem um ræðir. Russia’s media regulator has asked Google to block news article about FT’s news article on underreporting of Covid death rate. Authorities haven’t gone after FT itself in significant way — yet. But this a stark indication of sensitivity to any hint they are massaging real numbers https://t.co/u1dMaMmKqH— Oliver Carroll (@olliecarroll) May 15, 2020 Í samtali við AP fréttaveituna segir talsmaður NYT að fréttin byggi á opinberum gögnum frá Moskvu. Moscow Times sagði frá því á dögunum að embættismenn í Moskvu hafi sagt fjölmiðlum að rúmlega 60 prósent dauðsfalla vegna Covid-19 í borginni kæmu ekki fram í opinberum tölum. Þó fólk væri smitað af veirunni hefðu dauðsföll þeirra verið sögð af öðrum orsökum. Þungamiðja faraldursins er í Moskvu og á miðvikudaginn höfðu minnst 126.004 smitast og samkvæmt talningu ríkisins höfðu 1.232 dáið.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent