Sænskur klósettpappírsrisi þakkar hömstrun fyrir methagnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 15:47 Það þurfa flestir á klósettpappír að halda. Vísir/AP Hlutabréf í sænska fyrirtækinu Essity, eins stærsta klósettpappírsframleiðanda heims, hækkuðu mjög í sænsku kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið tilkynnti að hagnaður þess á fyrsta ársfjórðungi hefði vaxið um 67 prósent. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu ýmissa hreinlætisvara, þar á meðal klósettpappírs. Víða um heim gripu óttaslegnir einstaklingar einmitt til þess ráðs að hamstra klósettpappír í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Og nú virðist sem þessi hjarðhegðun hafi skilað sér beint í kassann hjá Essity sem tilkynnti sænsku kauphöllinni það í dag að hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi yrði nálægt 5,3 milljörðum sænskra króna, um 75 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Þar með jókst hagnaðurinn um 67 prósent á milli ársfjórðunga en í tilkynningu Essity er hagnaðurinn helst rakinn til þess að víða um heim hafi klósettpappírinn sem fyrirtækið framleiðir verið hamstraður grimmt. Forsvarsmenn fyrirtækisins gera þó ráð fyrir að hömstrunin geti haft slæm áhrif á sölu fyrirtækisins á klósettpappír í náinni framtíð, þar sem margir sitji nú upp með töluverðar birgðir af klósettpappír. Þá reiknar fyrirtækið með að minni ferðalög og færri heimsóknir á veitingastaði muni skila sér í minnkandi sölu á vörum fyrirtækisins. Svíþjóð Tengdar fréttir Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Landsmenn hamstra sem aldrei fyrr 12. mars 2020 23:15 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hlutabréf í sænska fyrirtækinu Essity, eins stærsta klósettpappírsframleiðanda heims, hækkuðu mjög í sænsku kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið tilkynnti að hagnaður þess á fyrsta ársfjórðungi hefði vaxið um 67 prósent. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu ýmissa hreinlætisvara, þar á meðal klósettpappírs. Víða um heim gripu óttaslegnir einstaklingar einmitt til þess ráðs að hamstra klósettpappír í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Og nú virðist sem þessi hjarðhegðun hafi skilað sér beint í kassann hjá Essity sem tilkynnti sænsku kauphöllinni það í dag að hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi yrði nálægt 5,3 milljörðum sænskra króna, um 75 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Þar með jókst hagnaðurinn um 67 prósent á milli ársfjórðunga en í tilkynningu Essity er hagnaðurinn helst rakinn til þess að víða um heim hafi klósettpappírinn sem fyrirtækið framleiðir verið hamstraður grimmt. Forsvarsmenn fyrirtækisins gera þó ráð fyrir að hömstrunin geti haft slæm áhrif á sölu fyrirtækisins á klósettpappír í náinni framtíð, þar sem margir sitji nú upp með töluverðar birgðir af klósettpappír. Þá reiknar fyrirtækið með að minni ferðalög og færri heimsóknir á veitingastaði muni skila sér í minnkandi sölu á vörum fyrirtækisins.
Svíþjóð Tengdar fréttir Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Landsmenn hamstra sem aldrei fyrr 12. mars 2020 23:15 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42