Veitir súrefni inn í anga atvinnulífsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 14:12 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Baldur Það er von Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að stíga megi skrefin sem stjórnvöld kynntu í hádeginu af yfirvegun. Hann telur þau jafnframt jákvæð, rétt og tímabær auk þess sem þau muni veita súrefni inn í anga atvinnulífsins. Helstu tilslakanir á takmörkunum vegna kórónuveirunnar, sem opinberaðar voru í dag, má nálgast hér. Þær fela meðal annars í sér að margvísleg þjónustu verður aftur heimiluð, eftir að hafa verið lokuð frá því að samkomubannið var hert fyrir um þremur vikum. Má þar nefna ýmis konar þjónustu þar sem mikil snerting er á milli einstaklinga; eins og hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, tannlækningar og svo framvegis. Áfram verður þó að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli viðskiptavina eins og kostur er. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Halldór Benjamín segir að fundurinn í hádeginu og aðgerðirnar sem þar voru kynntar séu til marks um að sóttvarnaaðgerðir síðustu vikna hafi borið árangur. Tilslakanirnar séu „jákvætt og rétt skref á þessum tímapunkti.“ Það sé þó mest um vert að „við stígum þessi skref af yfirvegun en ég tel að þessi skref séu tímabær og líst ágætlega á þessar tillögur við fyrstu sýn,“ að sögn Halldórs Benjamíns. „Það sem skiptir verulegu máli fyrir atvinnulífið að þessi persónulega þjónusta, sem hefur þurft að loka vegna tilmæla stjórnvalda, opnar á nýjan leik með réttri aðferðafræði og veitir súrefni inn í þann anga efnahagslífsins sem skiptir verulegu máli.“ Viðtalið við Halldór Benjamín má nálgast í heild hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um sýn Samtaka atvinnulífsins á frekari efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Það er von Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að stíga megi skrefin sem stjórnvöld kynntu í hádeginu af yfirvegun. Hann telur þau jafnframt jákvæð, rétt og tímabær auk þess sem þau muni veita súrefni inn í anga atvinnulífsins. Helstu tilslakanir á takmörkunum vegna kórónuveirunnar, sem opinberaðar voru í dag, má nálgast hér. Þær fela meðal annars í sér að margvísleg þjónustu verður aftur heimiluð, eftir að hafa verið lokuð frá því að samkomubannið var hert fyrir um þremur vikum. Má þar nefna ýmis konar þjónustu þar sem mikil snerting er á milli einstaklinga; eins og hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, tannlækningar og svo framvegis. Áfram verður þó að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli viðskiptavina eins og kostur er. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Halldór Benjamín segir að fundurinn í hádeginu og aðgerðirnar sem þar voru kynntar séu til marks um að sóttvarnaaðgerðir síðustu vikna hafi borið árangur. Tilslakanirnar séu „jákvætt og rétt skref á þessum tímapunkti.“ Það sé þó mest um vert að „við stígum þessi skref af yfirvegun en ég tel að þessi skref séu tímabær og líst ágætlega á þessar tillögur við fyrstu sýn,“ að sögn Halldórs Benjamíns. „Það sem skiptir verulegu máli fyrir atvinnulífið að þessi persónulega þjónusta, sem hefur þurft að loka vegna tilmæla stjórnvalda, opnar á nýjan leik með réttri aðferðafræði og veitir súrefni inn í þann anga efnahagslífsins sem skiptir verulegu máli.“ Viðtalið við Halldór Benjamín má nálgast í heild hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um sýn Samtaka atvinnulífsins á frekari efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02
Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49