Segja að Everton vonist nú til að fá tuttugu milljónir fyrir Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson hefur oft verið með fyrirliðabandið hjá Everton. Getty/Chris Brunskill Nýjasta Gylfa slúðrið frá Englandi er að Everton vonist nú til þess að „tapa“ bara 25 milljónum þegar þeir selja Gylfa Þór Sigurðsson í sumar. Everton er sagt ætla að styrkja liðið sitt með stjörnuleikmönnum í sumar en með hverjum deginum aukast líka sögusagnir um að liðið ætli líka að selja dýrasta leikmanninn í sögu félagsins. Football Insider hefur það eftir heimildarmönnum sinnum á Goodison Park að Everton hlusti nú eftir tilboðum í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi Sigurdsson på väg bort från Everton?https://t.co/jZVa3NbBT9 pic.twitter.com/hWyU62KX6T— Fotbolltransfers.com (@ftransfers) April 13, 2020 Gylfi er þrítugur og á eftir tvö ár af samningi sínum. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Gylfa því hann hefur ekki komið að mörgum mörkum á leiktíðinni og þá hefur hann einnig spilað aftan á vellinum en hann er vanur. Everton keypti Gylfa frá Swansea City árið 2017 fyrir 45 milljónir punda og hefur ekki borgað svo mikið fyrir annan leikmann. Samkvæmt frétt Football Insider þá binda nú forráðamenn Everton vonir til þess að ná að selja Gylfa fyrir tuttugu milljónir og „tapa“ bara 25 milljónum pundum. Everton face the prospect of selling Gylfi Sigurdsson at a massive loss this summer claims reporthttps://t.co/60sXr9m8ZP pic.twitter.com/4ze8MxTq6E— Everton FC News (@LivEchoEFC) April 14, 2020 Carlo Ancelotti ætlar að koma Everton í topp fjögur á næstu árum og það lítur út fyrir að hann telji best að gera það án þátttöku Gylfa. Gylfi var samt að fá að spila mikið hjá Ítalanum en Carlo Ancelotti færði hann þó mun aftar á völlinn. Gylfi hefur byrjað 23 sinnum inn á vellinum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er alls með eitt mark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum. Í fyrra var Gylfi með 13 mörk og 6 stoðsendingar í 38 leikjum en fyrsta tímabil hans með Everton skoraði Gylfi 4 mörk og gaf 3 stoðsendingar í 27 leikum. Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Nýjasta Gylfa slúðrið frá Englandi er að Everton vonist nú til þess að „tapa“ bara 25 milljónum þegar þeir selja Gylfa Þór Sigurðsson í sumar. Everton er sagt ætla að styrkja liðið sitt með stjörnuleikmönnum í sumar en með hverjum deginum aukast líka sögusagnir um að liðið ætli líka að selja dýrasta leikmanninn í sögu félagsins. Football Insider hefur það eftir heimildarmönnum sinnum á Goodison Park að Everton hlusti nú eftir tilboðum í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi Sigurdsson på väg bort från Everton?https://t.co/jZVa3NbBT9 pic.twitter.com/hWyU62KX6T— Fotbolltransfers.com (@ftransfers) April 13, 2020 Gylfi er þrítugur og á eftir tvö ár af samningi sínum. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Gylfa því hann hefur ekki komið að mörgum mörkum á leiktíðinni og þá hefur hann einnig spilað aftan á vellinum en hann er vanur. Everton keypti Gylfa frá Swansea City árið 2017 fyrir 45 milljónir punda og hefur ekki borgað svo mikið fyrir annan leikmann. Samkvæmt frétt Football Insider þá binda nú forráðamenn Everton vonir til þess að ná að selja Gylfa fyrir tuttugu milljónir og „tapa“ bara 25 milljónum pundum. Everton face the prospect of selling Gylfi Sigurdsson at a massive loss this summer claims reporthttps://t.co/60sXr9m8ZP pic.twitter.com/4ze8MxTq6E— Everton FC News (@LivEchoEFC) April 14, 2020 Carlo Ancelotti ætlar að koma Everton í topp fjögur á næstu árum og það lítur út fyrir að hann telji best að gera það án þátttöku Gylfa. Gylfi var samt að fá að spila mikið hjá Ítalanum en Carlo Ancelotti færði hann þó mun aftar á völlinn. Gylfi hefur byrjað 23 sinnum inn á vellinum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er alls með eitt mark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum. Í fyrra var Gylfi með 13 mörk og 6 stoðsendingar í 38 leikjum en fyrsta tímabil hans með Everton skoraði Gylfi 4 mörk og gaf 3 stoðsendingar í 27 leikum.
Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira