„Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 15:54 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Lögreglan Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, gerði kvíða og ótta vegna kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir að sérstöku umtalsefni í lok daglegs upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði að allir gætu tekið þátt í baráttunni við kvíða og ótta. Sú barátta væri í raun hluti af baráttunni við kórónuveiruna sjálfa. „Mig langar aðeins að ávarpa ykkur varðandi ótta og kvíða. Við höfum mikið upplifað það að fólk er hrætt og það er mjög almennt að fólk sé kvíðið. Það er auðvitað eðlilegt. Við erum hér daglega að tala og miðla einhverjum upplýsingum og við erum líka að segja að óvissan sé mikil og það ýtir náttúrulega undir ótta og kvíða,“ sagði Víðir. Hann bætti við að baráttan við ótta og kvíða þyrfti að vera hluti af baráttu þjóðarinnar við veiruna sjálfa. Til séu ýmis ráð við ótta og kvíða, en allir gætu þó tekið þátt í þessari baráttu. „Stærsti hópurinn sem getur tekið þátt eru bara allir. Þið þarna úti, þið getið tekið þátt í þessu með okkur. Þetta getur verið ykkar framlag í að berjast á móti þessari veiru. Við þurfum að tala um þetta, við þurfum að lyfta þessu upp þannig að það séu allir óhræddir við að ræða það að menn séu óttaslegnir eða kvíðnir. Það skiptir bara mjög miklu máli að þetta sé eðlilegt og við þurfum öll að nálgast þetta þannig. Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta.“ Hann bætti við að þó að ekki allir væru sérfræðingar í að takast á við kvíða og ótta, þá gætu allir hlustað á náungann. Það sé oft eitthvað sem miklu máli skipti. Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Þið sem eruð kvíðin og eruð óttaslegin, ef þið fáið ekki einhvern nálægt ykkur til þess að hlusta og ykkur heldur áfram að líða illa og þið viljið fá meira þá er auðvitað hægt að leita í 1717, það er líka hægt að leita til heilsugæslunnar og fá aðstoð. En við, við öll getum unnið þetta svolítið saman og bara með því að hlusta og sýna kærleik og sýna umhyggju. Það getur bara breytt mjög miklu fyrir þann sem að á í hlut,“ sagði Víðir. Víðir þakkaði einnig þeim sem tekið hafa þátt í að sporna við útbreiðslu veirunnar hér á landi. Hann sagði Íslendinga nú vera á ágætum stað í að „síga þetta niður,“ en tók sérstaklega fram að nú væri ekki tíminn til að slaka á, heldur halda áfram. Hann ávarpaði síðan áhorfendur fundarins: „Það er fyrst og fremst ykkur að þakka hvert við erum komin í dag. Við þurfum öll að halda áfram að standa í þessu. Við erum öll Alma-nnavarnir og munið síðan veirufría klukkutímann milli átta og níu í kvöld,“ sagði Víðir í lok fundarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, gerði kvíða og ótta vegna kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir að sérstöku umtalsefni í lok daglegs upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði að allir gætu tekið þátt í baráttunni við kvíða og ótta. Sú barátta væri í raun hluti af baráttunni við kórónuveiruna sjálfa. „Mig langar aðeins að ávarpa ykkur varðandi ótta og kvíða. Við höfum mikið upplifað það að fólk er hrætt og það er mjög almennt að fólk sé kvíðið. Það er auðvitað eðlilegt. Við erum hér daglega að tala og miðla einhverjum upplýsingum og við erum líka að segja að óvissan sé mikil og það ýtir náttúrulega undir ótta og kvíða,“ sagði Víðir. Hann bætti við að baráttan við ótta og kvíða þyrfti að vera hluti af baráttu þjóðarinnar við veiruna sjálfa. Til séu ýmis ráð við ótta og kvíða, en allir gætu þó tekið þátt í þessari baráttu. „Stærsti hópurinn sem getur tekið þátt eru bara allir. Þið þarna úti, þið getið tekið þátt í þessu með okkur. Þetta getur verið ykkar framlag í að berjast á móti þessari veiru. Við þurfum að tala um þetta, við þurfum að lyfta þessu upp þannig að það séu allir óhræddir við að ræða það að menn séu óttaslegnir eða kvíðnir. Það skiptir bara mjög miklu máli að þetta sé eðlilegt og við þurfum öll að nálgast þetta þannig. Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta.“ Hann bætti við að þó að ekki allir væru sérfræðingar í að takast á við kvíða og ótta, þá gætu allir hlustað á náungann. Það sé oft eitthvað sem miklu máli skipti. Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Þið sem eruð kvíðin og eruð óttaslegin, ef þið fáið ekki einhvern nálægt ykkur til þess að hlusta og ykkur heldur áfram að líða illa og þið viljið fá meira þá er auðvitað hægt að leita í 1717, það er líka hægt að leita til heilsugæslunnar og fá aðstoð. En við, við öll getum unnið þetta svolítið saman og bara með því að hlusta og sýna kærleik og sýna umhyggju. Það getur bara breytt mjög miklu fyrir þann sem að á í hlut,“ sagði Víðir. Víðir þakkaði einnig þeim sem tekið hafa þátt í að sporna við útbreiðslu veirunnar hér á landi. Hann sagði Íslendinga nú vera á ágætum stað í að „síga þetta niður,“ en tók sérstaklega fram að nú væri ekki tíminn til að slaka á, heldur halda áfram. Hann ávarpaði síðan áhorfendur fundarins: „Það er fyrst og fremst ykkur að þakka hvert við erum komin í dag. Við þurfum öll að halda áfram að standa í þessu. Við erum öll Alma-nnavarnir og munið síðan veirufría klukkutímann milli átta og níu í kvöld,“ sagði Víðir í lok fundarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira