Kveðja á páskum 2020 Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 11. apríl 2020 17:17 Við upplifum nú páska sem munu lifa í minningum okkar sem einkennilegustu páskar sem við höfum lifað. Páskarnir þar sem yfirvöld biðluðu til okkar að halda okkur heima við, fara ekki í bústað, halda ekki boð fyrir fjölskyldu og vini. Þetta eru erfiðir tímar, það verður ekki annað sagt, erfiðir vegna þess að við óttumst mörg um heilsu okkar nánustu, erfiðir vegna þess að óvissan er þungbær um hvernig næstu vikur verða. Það er þó þannig að tíminn líður og við verðum að takast á við þau verkefni sem mæta okkur á hverjum degi, hversu erfið sem þau kunna að virðast, af æðruleysi og dugnaði. Tíminn líður og við þreifum okkur í gegnum stórhríðina af því við vitum að öll él birtir um síðir. Það er einfaldlega ekki í boði að bíða með hendur í skauti, heldur verðum við að sinna okkar störfum af krafti, hver sem þau eru, og búa í haginn fyrir framtíðina. Og þegar hríðinni slotar verður allt betra aftur og þau störf sem við höfum unnið verða okkur mikilvægur grunnur fyrir viðspyrnu. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með okkar sterka og færa heilbrigðisstarfsfólki sem hefur staðið vaktina í baráttunni við veiruna. Það sýnir okkur svo ekki verður um villst að heilbrigðiskerfið sem Íslendingar hafa byggt upp á síðustu áratugum er sterkt og byggir á framúrskarandi hæfni og menntun hjúkrunarfólksins okkar. Veturinn hefur verið okkur erfiður. Veður hafa verið válynd. Við höfum fundið fyrir smæð okkar andspænis náttúrunni. Og finnum enn frekar fyrir smæðinni þegar við stöndum frammi fyrir heimsfaraldri og afleiðingum hans, bæði heilsufarsvánni og efnahagslegum afleiðingum hennar um allan heim. En um leið og við finnum fyrir smæð okkar sem einstaklinga höfum við fundið fyrir styrk okkar sem samfélags. Það er enginn einn sem mun leiða okkur í gegnum þessa tímabundnu erfiðleika heldur munum við komast í gegnum þá saman sem samfélag. Það fyllir mig stolti að sjá hvernig fólk hefur almennt brugðist við erfiðum aðstæðum. Fólk hefur boðið sig fram í bakvarðasveitir heilbrigðiskerfisins og velferðarþjónustunnar. Við sjáum að umhyggja fólks fyrir sínum nánustu finnur sér nýjar leiðir með hjálp tækninnar. Við sjáum hversu mikilvæg menningin er fyrir samfélagið og hvað það sem gæti virst einfalt og smátt atriði eins og heimatónleikar Helga Björnssonar færir okkur mikla gleði og samkennd. Ég er stoltur af þeirri ríkisstjórn sem við í Framsókn erum hluti af. Sú pólitíska breidd sem stjórnin hefur er mikilvæg fyrir þjóðina á erfiðum tímum. Samanlagt endurspegla þeir flokkar sem sitja í stjórninni viðhorf mikils meirihluta Íslendinga. Það er mikilvægt að þær ólíku raddir sem flokkarnir þrír hafa heyrist þegar við mætum þeim verkefnum sem veiran hefur sett í hendur okkar. Þetta eru fordæmalausir tímar en kerfið sem við Íslendingar höfum byggt upp til að hlúa að þeim veikari í samfélaginu er sterkt. Heilbrigðiskerfið hlúir að þeim sjúku, velferðarkerfið grípur þá sem missa atvinnuna tímabundið og menntakerfið skapar þekkingu og tækifæri framtíðarinnar. Þessi kerfi eru sköpuð af þjóðinni fyrir þjóðina – alla þjóðina. Það er síðan stóra verkefnið okkar í forystu þjóðarinnar að koma með framtíðarsýn og lausnir sem gera okkur kleift að rísa hratt og örugglega upp sem samfélag. Það er engin einföld lausn. Ríkisstjórnin hefur það vandasama hlutverk að flétta saman ólíka þræði til að mynda eina sterka línu til að verja lífsgæði fjölskyldnanna í landinu til skemmri tíma og veita öfluga viðspyrnu fyrir frekari sókn og verðmætasköpun til lengri tíma. Sú sterka lína verður ekki kynnt á einum viðburði, einum blaðamannafundi, heldur verður fléttuð áfram eftir því sem tíminn líður og staðan skýrist. Samstaða og samvinna eru mikilvægir þættir til að bregðast við óvissu. Samstaða og samvinna eru mótefni við kvíða sem getur haft lamandi áhrif á okkur sem einstaklinga. Við vitum ekki gjörla hvað það tekur langan tíma að ráða niðurlögum veirunnar en við vitum að við erum á réttri leið í þeirri baráttu. Við vitum líka að þegar sést til sólar verðum við sem samfélag tilbúið til að halda áfram þeirri lífsgæðasókn sem er okkur eðlislæg. Við erum sterkt samfélag. Við höfum áður gengið í gegnum erfiðleika og sigrast á þeim. Og nú finnum við fyrir vorinu þegar við göngum út í bjartan daginn og heyrum fuglasönginn. Gleðilega páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Páskar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundsson Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Við upplifum nú páska sem munu lifa í minningum okkar sem einkennilegustu páskar sem við höfum lifað. Páskarnir þar sem yfirvöld biðluðu til okkar að halda okkur heima við, fara ekki í bústað, halda ekki boð fyrir fjölskyldu og vini. Þetta eru erfiðir tímar, það verður ekki annað sagt, erfiðir vegna þess að við óttumst mörg um heilsu okkar nánustu, erfiðir vegna þess að óvissan er þungbær um hvernig næstu vikur verða. Það er þó þannig að tíminn líður og við verðum að takast á við þau verkefni sem mæta okkur á hverjum degi, hversu erfið sem þau kunna að virðast, af æðruleysi og dugnaði. Tíminn líður og við þreifum okkur í gegnum stórhríðina af því við vitum að öll él birtir um síðir. Það er einfaldlega ekki í boði að bíða með hendur í skauti, heldur verðum við að sinna okkar störfum af krafti, hver sem þau eru, og búa í haginn fyrir framtíðina. Og þegar hríðinni slotar verður allt betra aftur og þau störf sem við höfum unnið verða okkur mikilvægur grunnur fyrir viðspyrnu. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með okkar sterka og færa heilbrigðisstarfsfólki sem hefur staðið vaktina í baráttunni við veiruna. Það sýnir okkur svo ekki verður um villst að heilbrigðiskerfið sem Íslendingar hafa byggt upp á síðustu áratugum er sterkt og byggir á framúrskarandi hæfni og menntun hjúkrunarfólksins okkar. Veturinn hefur verið okkur erfiður. Veður hafa verið válynd. Við höfum fundið fyrir smæð okkar andspænis náttúrunni. Og finnum enn frekar fyrir smæðinni þegar við stöndum frammi fyrir heimsfaraldri og afleiðingum hans, bæði heilsufarsvánni og efnahagslegum afleiðingum hennar um allan heim. En um leið og við finnum fyrir smæð okkar sem einstaklinga höfum við fundið fyrir styrk okkar sem samfélags. Það er enginn einn sem mun leiða okkur í gegnum þessa tímabundnu erfiðleika heldur munum við komast í gegnum þá saman sem samfélag. Það fyllir mig stolti að sjá hvernig fólk hefur almennt brugðist við erfiðum aðstæðum. Fólk hefur boðið sig fram í bakvarðasveitir heilbrigðiskerfisins og velferðarþjónustunnar. Við sjáum að umhyggja fólks fyrir sínum nánustu finnur sér nýjar leiðir með hjálp tækninnar. Við sjáum hversu mikilvæg menningin er fyrir samfélagið og hvað það sem gæti virst einfalt og smátt atriði eins og heimatónleikar Helga Björnssonar færir okkur mikla gleði og samkennd. Ég er stoltur af þeirri ríkisstjórn sem við í Framsókn erum hluti af. Sú pólitíska breidd sem stjórnin hefur er mikilvæg fyrir þjóðina á erfiðum tímum. Samanlagt endurspegla þeir flokkar sem sitja í stjórninni viðhorf mikils meirihluta Íslendinga. Það er mikilvægt að þær ólíku raddir sem flokkarnir þrír hafa heyrist þegar við mætum þeim verkefnum sem veiran hefur sett í hendur okkar. Þetta eru fordæmalausir tímar en kerfið sem við Íslendingar höfum byggt upp til að hlúa að þeim veikari í samfélaginu er sterkt. Heilbrigðiskerfið hlúir að þeim sjúku, velferðarkerfið grípur þá sem missa atvinnuna tímabundið og menntakerfið skapar þekkingu og tækifæri framtíðarinnar. Þessi kerfi eru sköpuð af þjóðinni fyrir þjóðina – alla þjóðina. Það er síðan stóra verkefnið okkar í forystu þjóðarinnar að koma með framtíðarsýn og lausnir sem gera okkur kleift að rísa hratt og örugglega upp sem samfélag. Það er engin einföld lausn. Ríkisstjórnin hefur það vandasama hlutverk að flétta saman ólíka þræði til að mynda eina sterka línu til að verja lífsgæði fjölskyldnanna í landinu til skemmri tíma og veita öfluga viðspyrnu fyrir frekari sókn og verðmætasköpun til lengri tíma. Sú sterka lína verður ekki kynnt á einum viðburði, einum blaðamannafundi, heldur verður fléttuð áfram eftir því sem tíminn líður og staðan skýrist. Samstaða og samvinna eru mikilvægir þættir til að bregðast við óvissu. Samstaða og samvinna eru mótefni við kvíða sem getur haft lamandi áhrif á okkur sem einstaklinga. Við vitum ekki gjörla hvað það tekur langan tíma að ráða niðurlögum veirunnar en við vitum að við erum á réttri leið í þeirri baráttu. Við vitum líka að þegar sést til sólar verðum við sem samfélag tilbúið til að halda áfram þeirri lífsgæðasókn sem er okkur eðlislæg. Við erum sterkt samfélag. Við höfum áður gengið í gegnum erfiðleika og sigrast á þeim. Og nú finnum við fyrir vorinu þegar við göngum út í bjartan daginn og heyrum fuglasönginn. Gleðilega páska.
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar