Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2020 22:54 Trump hefur verið duglegur við að ferðast til eigin eigna, sérstaklega á Flórída og í New Jersey. Með honum í för þurfa alltaf að vera lífverðir en oft fylgja honum ráðgjafar og aðrir embættismenn. Fyrirtæki hans sendir alríkisstjórninni, sem Trump stýrir, svo reikninginn fyrir gistingunni. Vísir/Getty Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. Gögn sem Washington Post hefur fengið aðgang að benda til þess að alríkisstjórnin hafi að lágmarki greitt fyrirtæki forsetans 970.000 dollara frá því í janúar árið 2017, jafnvirði um 142 milljóna íslenskra króna. Ekki sé vitað til þess að ríkið hafi greitt fyrir gistingu Trump sjálfs eða fjölskyldu hans þegar þau gista í eigin eignum en að það greiði fyrir aðstoðarmenn þeirra og leyniþjónustuna sem gætir öryggi þeirra. Viðskiptasamband Trump við alríkisstjórnina sem hann stýrir er sagt fordæmalaust. Alls hefur verið greitt fyrir að minnsta kosti 1.600 gistinætur á hótelum og klúbbum Trump. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við fyrirtæki sitt. Hann nýtur ennþá fjárhagslegra ávaxta rekstursins en forsetinn segir að tveir eldri synir hans stýri fyrirtækinu. Eric Trump, annar sona Trump sem rekur fyrirtækið, hefur haldið því fram að það rukki alríkisstjórnina aðeins um kostnaðarverð fyrir gistinguna, „eitthvað eins og fimmtíu dollar“. Fyrri umfjöllun Washington Post hefur þó leitt í ljós að sú fullyrðing á ekki við rök að styðjast heldur hefur Trump-fyrirtækið rukkað mun meira fyrir gistinóttina. Mest virðist alríkisstjórnina hafa greitt 650 dollara, jafnvirði um 95.500 króna, á nóttina fyrir herbergi í klúbbi Trump á Flórída sem hann hefur ítrekað heimsótt sem forseti. Blaðið bað Trump-fyrirtækið um að benda á dæmi þar sem alríkisstjórnin hefði verið rukkuð um sambærilega upphæð og Eric Trump hefur haldið fram. Fyrirtækið svaraði ekki spurningu blaðsins. Hundruð heimsókna en láta ekkert uppi um kostnaðinn Alls hefur Trump heimsótt eigin eignir 250 sinnum frá því að hann varð forseti. Hvorki fyrirtæki hans né alríkisstjórnin hefur viljað upplýsa hversu mikið skattfé hefur verið greitt fyrirtækinu frá því að hann tók við embætti. Þá hefur Trump staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, ólíkt fyrri forsetum. Því liggur ekki fyrir hversu mikið hann hagnast á viðskiptum alríkisstjórnarinnar við fyrirtæki hans. Eini forseti eða varaforseti sem hefur rukkað leyniþjónustuna vegna gistingar í seinni tíð var Joe Biden þegar hann var varaforseti. Þá leigði hann leyniþjónustunni kofa á landareign sinni í Delaware. Leyniþjónustan greiddi honum alls 171.600 dollara á sex árum, jafnvirði um 25,2 milljóna íslenskra króna. Upplýsingar um leigugreiðslurnar voru gefnar upp í opinberum gögnum á þeim tíma. Greiðslurnar til fyrirtækis Trump fóru fram úr því sem Biden fékk á sex árum þegar um miðjan mars árið 2017 þegar Trump hafði verið forseti í innan við tvo mánuði. Sem forseti er Trump undanþeginn reglum um hagsmunaárekstra sem bannar öðrum alríkisembættismönnum að beina viðskiptum til eigin fyrirtækja. Stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar að forseti taki við öðrum greiðslum frá alríkisstjórninni en launagreiðslum. Lögfræðingar Trump hafa haldið því fram að því ákvæði hafi ekki verið ætlað að stöðva viðskipti. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31 Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. Gögn sem Washington Post hefur fengið aðgang að benda til þess að alríkisstjórnin hafi að lágmarki greitt fyrirtæki forsetans 970.000 dollara frá því í janúar árið 2017, jafnvirði um 142 milljóna íslenskra króna. Ekki sé vitað til þess að ríkið hafi greitt fyrir gistingu Trump sjálfs eða fjölskyldu hans þegar þau gista í eigin eignum en að það greiði fyrir aðstoðarmenn þeirra og leyniþjónustuna sem gætir öryggi þeirra. Viðskiptasamband Trump við alríkisstjórnina sem hann stýrir er sagt fordæmalaust. Alls hefur verið greitt fyrir að minnsta kosti 1.600 gistinætur á hótelum og klúbbum Trump. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við fyrirtæki sitt. Hann nýtur ennþá fjárhagslegra ávaxta rekstursins en forsetinn segir að tveir eldri synir hans stýri fyrirtækinu. Eric Trump, annar sona Trump sem rekur fyrirtækið, hefur haldið því fram að það rukki alríkisstjórnina aðeins um kostnaðarverð fyrir gistinguna, „eitthvað eins og fimmtíu dollar“. Fyrri umfjöllun Washington Post hefur þó leitt í ljós að sú fullyrðing á ekki við rök að styðjast heldur hefur Trump-fyrirtækið rukkað mun meira fyrir gistinóttina. Mest virðist alríkisstjórnina hafa greitt 650 dollara, jafnvirði um 95.500 króna, á nóttina fyrir herbergi í klúbbi Trump á Flórída sem hann hefur ítrekað heimsótt sem forseti. Blaðið bað Trump-fyrirtækið um að benda á dæmi þar sem alríkisstjórnin hefði verið rukkuð um sambærilega upphæð og Eric Trump hefur haldið fram. Fyrirtækið svaraði ekki spurningu blaðsins. Hundruð heimsókna en láta ekkert uppi um kostnaðinn Alls hefur Trump heimsótt eigin eignir 250 sinnum frá því að hann varð forseti. Hvorki fyrirtæki hans né alríkisstjórnin hefur viljað upplýsa hversu mikið skattfé hefur verið greitt fyrirtækinu frá því að hann tók við embætti. Þá hefur Trump staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, ólíkt fyrri forsetum. Því liggur ekki fyrir hversu mikið hann hagnast á viðskiptum alríkisstjórnarinnar við fyrirtæki hans. Eini forseti eða varaforseti sem hefur rukkað leyniþjónustuna vegna gistingar í seinni tíð var Joe Biden þegar hann var varaforseti. Þá leigði hann leyniþjónustunni kofa á landareign sinni í Delaware. Leyniþjónustan greiddi honum alls 171.600 dollara á sex árum, jafnvirði um 25,2 milljóna íslenskra króna. Upplýsingar um leigugreiðslurnar voru gefnar upp í opinberum gögnum á þeim tíma. Greiðslurnar til fyrirtækis Trump fóru fram úr því sem Biden fékk á sex árum þegar um miðjan mars árið 2017 þegar Trump hafði verið forseti í innan við tvo mánuði. Sem forseti er Trump undanþeginn reglum um hagsmunaárekstra sem bannar öðrum alríkisembættismönnum að beina viðskiptum til eigin fyrirtækja. Stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar að forseti taki við öðrum greiðslum frá alríkisstjórninni en launagreiðslum. Lögfræðingar Trump hafa haldið því fram að því ákvæði hafi ekki verið ætlað að stöðva viðskipti.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31 Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31
Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00