Hugrún fræðir ungmenni um geðheilbrigði á nýrri síðu Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 21:10 Mikilvægt er að huga að geðheilsunni, þá sérstaklega núna þegar aðstæður í samfélaginu eru kvíðavaldandi fyrir marga. Hugrún/Alda Lilja Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. Að baki félaginu stendur hópur háskólanema í sjálfboðaliðastarfi og snýr starfsemin að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum. Að sögn félagsins er sérstaklega brýnt að huga að geðheilsunni nú þegar heimsfaraldur gengur yfir og þekkja einkenni geðraskana. Þá sé einnig mikilvægt að vita hvert á að leita ef eitthvað kemur upp. Á síðunni má finna upplýsingar á mannamáli og er einnig boðið upp á upplýsingar á ensku og pólsku. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þrátt fyrir mikinn fjölda aðfluttra Íslendinga sé oft erfitt að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um geðheilsu og úrræði á öðrum tungumálum en íslensku. Biðla til foreldra að ræða geðheilsu við börn Þá er hluti síðunnar tileinkaður foreldrum, forsjáraðilum og skólastarfsmönnum og má þar finna leiðbeiningar til að opna á umræðu við ungmenni. Slíkt fræðsla gagnist bæði ungmennum og samfélaginu öllu með því að auka vitneskju, draga úr fordómum, draga úr alvarleika vandans og auðveldað ungu fólki að leita til einhvers sem þau treysta. Félagið hefur birt ákall ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema þar sem biðlað er til foreldra að nota leiðbeiningarnar á síðunni. Það sé mikilvægt að ræða geðheilsu við ungmenni, kynna fyrir þeim einkenni geðraskana og þau úrræði sem standa til boða. Þetta er gert þar sem geðfræðsla er ekki fastur liður í skólastarfi á neinu skólastigi á Íslandi að sögn félaganna. Því vilji þau biðla til foreldra að sinna geðfræðslu svo ungmenni fái þá nauðsynlegu fræðslu. „Samtal um þessi mál heima fyrir er líka mikilvægt því það opnar á nauðsynlega umræðu og eykur líkur á því að ungmenni treysti sér til að ræða vandamál sem geta komið upp.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. Að baki félaginu stendur hópur háskólanema í sjálfboðaliðastarfi og snýr starfsemin að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum. Að sögn félagsins er sérstaklega brýnt að huga að geðheilsunni nú þegar heimsfaraldur gengur yfir og þekkja einkenni geðraskana. Þá sé einnig mikilvægt að vita hvert á að leita ef eitthvað kemur upp. Á síðunni má finna upplýsingar á mannamáli og er einnig boðið upp á upplýsingar á ensku og pólsku. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þrátt fyrir mikinn fjölda aðfluttra Íslendinga sé oft erfitt að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um geðheilsu og úrræði á öðrum tungumálum en íslensku. Biðla til foreldra að ræða geðheilsu við börn Þá er hluti síðunnar tileinkaður foreldrum, forsjáraðilum og skólastarfsmönnum og má þar finna leiðbeiningar til að opna á umræðu við ungmenni. Slíkt fræðsla gagnist bæði ungmennum og samfélaginu öllu með því að auka vitneskju, draga úr fordómum, draga úr alvarleika vandans og auðveldað ungu fólki að leita til einhvers sem þau treysta. Félagið hefur birt ákall ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema þar sem biðlað er til foreldra að nota leiðbeiningarnar á síðunni. Það sé mikilvægt að ræða geðheilsu við ungmenni, kynna fyrir þeim einkenni geðraskana og þau úrræði sem standa til boða. Þetta er gert þar sem geðfræðsla er ekki fastur liður í skólastarfi á neinu skólastigi á Íslandi að sögn félaganna. Því vilji þau biðla til foreldra að sinna geðfræðslu svo ungmenni fái þá nauðsynlegu fræðslu. „Samtal um þessi mál heima fyrir er líka mikilvægt því það opnar á nauðsynlega umræðu og eykur líkur á því að ungmenni treysti sér til að ræða vandamál sem geta komið upp.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira