Lykilmenn Vals framlengja við félagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2020 20:30 Lovísa Thompson er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna. Vísir/Handknattleiksdeild Vals Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga við nokkra af lykilmönnum sínum í karla- og kvennaflokki. Félagið greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert framlengdi báðir samninga sína um tvö ár en þeir voru í lykilhlutverki er liðið varð deildarmeistari á liðinni leiktíð. Líkt og áður hefur komið fram ákvað HSÍ að aflýsa úrslitakeppninni og því engir Íslandsmeistarar krýndir. Alls skoraði Magnús Óli 93 mör í 20 leikjum á leiktíðinn á meðan Róbert Aron skoraði 35 mörk í 15 leikjum. Þá framlengdu þær Lovísa Thompson, Ragnhildur Edda Þórðardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir allar samninga sína. Tvær fyrrnefndu framlengdu um tvö ár á meðan Díana Dögg framlengdi um eitt. Þær hafa allar verið í lykilhlutverki liðsins undanfarin tvö ár en liðið vann þrefalt á síðustu leiktíð. Þær misstu hins vegar deildarmeistaratitilinn til Fram nú í liðinni viku. Lovísa fór á kostum í vetur en hún skoraði 114 mör í 18 leikjum. Díana skoraði 70 mörk í jafn mörgum leikjum og Ragnhildur Edda skoraði 31 mark, einnig í 18 leikjum. Róbert Aron fór mikinn í liði Vals í vetur.Vísir/Handknattleiksdeild Vals Tilkynning Vals Þrátt fyrir vonbrigðin að fá enga úrslitakeppni og að okkar fólk hafi ekki getað keppt um Íslandsmeistaratitlinn eru Valsarar staðráðnir í að halda áfram að byggja ofan á það góða starf sem unnið hefur verið í vetur og ætla sér að mæta tvíelfdir til leiks á næsta tímabili. Það sendir sterk skilaboð að okkar lykilmenn í báðum meistaraflokkunum eru búin að framlengja samninga sína við félagið. Magnús Óli Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Magnús hefur farið fyrir sóknarleik Valsmanna undanfarin ár og vann hann sér sæti í landsliðshópnum síðasta vor með frammistöðu sinni fyrir félagið. Lovísa Thompson hefur einnig skrifað undir tveggja ára samning. Lovísa var máttarstólpi í sögulegu sigurliði síðasta tímabils þar sem Valskonur unnu alla bikara sem í boði voru og var hún markahæsti leikmaður liðsins á nýloknu tímabili. Róbert Aron Hostert skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Mikill stígandi var í leik Róberts á þessu tímabili og var hann orðinn algjör lykilmaður varnar og sóknarlega þar sem hann var beðinn um að leysa fjölbreytt verkefni sem hann gerði með stakri prýði en eins og allir vita er Róbert einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Ragnhildur Edda Þórðardóttir framlengdi sinn samning við félagið um tvö ár. Ragnhildur Edda hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár en hún spilaði til að mynda alla leikina þegar Valsliðið vann þrennuna og hefur stimplað sig inn sem einn öflugasti vinstri hornamaður landsins. Díana Dögg Magnúsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við félagið. Díana hefur eignað sér hægri skyttu stöðu Valsliðsins undanfarin ár og stimplað sig inn sem einn besti varnarmaður deildarinnar. Með frammistöðu sinni undanfarin ár fyrir Valsliðið hefur hún unnið sér inn sæti í landsliðinu og skoraði hún til að mynda næst flest mörk á eftir Lovísu á þessu tímabili. Við munum færa frekari fréttir af leikmannamálum á næstu vikum. Þetta eru frábærar fréttir og alveg ljóst að Valsarar stefna áfram á toppinn á næsta ári! Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Körfubolti Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga við nokkra af lykilmönnum sínum í karla- og kvennaflokki. Félagið greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert framlengdi báðir samninga sína um tvö ár en þeir voru í lykilhlutverki er liðið varð deildarmeistari á liðinni leiktíð. Líkt og áður hefur komið fram ákvað HSÍ að aflýsa úrslitakeppninni og því engir Íslandsmeistarar krýndir. Alls skoraði Magnús Óli 93 mör í 20 leikjum á leiktíðinn á meðan Róbert Aron skoraði 35 mörk í 15 leikjum. Þá framlengdu þær Lovísa Thompson, Ragnhildur Edda Þórðardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir allar samninga sína. Tvær fyrrnefndu framlengdu um tvö ár á meðan Díana Dögg framlengdi um eitt. Þær hafa allar verið í lykilhlutverki liðsins undanfarin tvö ár en liðið vann þrefalt á síðustu leiktíð. Þær misstu hins vegar deildarmeistaratitilinn til Fram nú í liðinni viku. Lovísa fór á kostum í vetur en hún skoraði 114 mör í 18 leikjum. Díana skoraði 70 mörk í jafn mörgum leikjum og Ragnhildur Edda skoraði 31 mark, einnig í 18 leikjum. Róbert Aron fór mikinn í liði Vals í vetur.Vísir/Handknattleiksdeild Vals Tilkynning Vals Þrátt fyrir vonbrigðin að fá enga úrslitakeppni og að okkar fólk hafi ekki getað keppt um Íslandsmeistaratitlinn eru Valsarar staðráðnir í að halda áfram að byggja ofan á það góða starf sem unnið hefur verið í vetur og ætla sér að mæta tvíelfdir til leiks á næsta tímabili. Það sendir sterk skilaboð að okkar lykilmenn í báðum meistaraflokkunum eru búin að framlengja samninga sína við félagið. Magnús Óli Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Magnús hefur farið fyrir sóknarleik Valsmanna undanfarin ár og vann hann sér sæti í landsliðshópnum síðasta vor með frammistöðu sinni fyrir félagið. Lovísa Thompson hefur einnig skrifað undir tveggja ára samning. Lovísa var máttarstólpi í sögulegu sigurliði síðasta tímabils þar sem Valskonur unnu alla bikara sem í boði voru og var hún markahæsti leikmaður liðsins á nýloknu tímabili. Róbert Aron Hostert skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Mikill stígandi var í leik Róberts á þessu tímabili og var hann orðinn algjör lykilmaður varnar og sóknarlega þar sem hann var beðinn um að leysa fjölbreytt verkefni sem hann gerði með stakri prýði en eins og allir vita er Róbert einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Ragnhildur Edda Þórðardóttir framlengdi sinn samning við félagið um tvö ár. Ragnhildur Edda hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár en hún spilaði til að mynda alla leikina þegar Valsliðið vann þrennuna og hefur stimplað sig inn sem einn öflugasti vinstri hornamaður landsins. Díana Dögg Magnúsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við félagið. Díana hefur eignað sér hægri skyttu stöðu Valsliðsins undanfarin ár og stimplað sig inn sem einn besti varnarmaður deildarinnar. Með frammistöðu sinni undanfarin ár fyrir Valsliðið hefur hún unnið sér inn sæti í landsliðinu og skoraði hún til að mynda næst flest mörk á eftir Lovísu á þessu tímabili. Við munum færa frekari fréttir af leikmannamálum á næstu vikum. Þetta eru frábærar fréttir og alveg ljóst að Valsarar stefna áfram á toppinn á næsta ári!
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Körfubolti Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira