Lykilmenn Vals framlengja við félagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2020 20:30 Lovísa Thompson er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna. Vísir/Handknattleiksdeild Vals Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga við nokkra af lykilmönnum sínum í karla- og kvennaflokki. Félagið greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert framlengdi báðir samninga sína um tvö ár en þeir voru í lykilhlutverki er liðið varð deildarmeistari á liðinni leiktíð. Líkt og áður hefur komið fram ákvað HSÍ að aflýsa úrslitakeppninni og því engir Íslandsmeistarar krýndir. Alls skoraði Magnús Óli 93 mör í 20 leikjum á leiktíðinn á meðan Róbert Aron skoraði 35 mörk í 15 leikjum. Þá framlengdu þær Lovísa Thompson, Ragnhildur Edda Þórðardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir allar samninga sína. Tvær fyrrnefndu framlengdu um tvö ár á meðan Díana Dögg framlengdi um eitt. Þær hafa allar verið í lykilhlutverki liðsins undanfarin tvö ár en liðið vann þrefalt á síðustu leiktíð. Þær misstu hins vegar deildarmeistaratitilinn til Fram nú í liðinni viku. Lovísa fór á kostum í vetur en hún skoraði 114 mör í 18 leikjum. Díana skoraði 70 mörk í jafn mörgum leikjum og Ragnhildur Edda skoraði 31 mark, einnig í 18 leikjum. Róbert Aron fór mikinn í liði Vals í vetur.Vísir/Handknattleiksdeild Vals Tilkynning Vals Þrátt fyrir vonbrigðin að fá enga úrslitakeppni og að okkar fólk hafi ekki getað keppt um Íslandsmeistaratitlinn eru Valsarar staðráðnir í að halda áfram að byggja ofan á það góða starf sem unnið hefur verið í vetur og ætla sér að mæta tvíelfdir til leiks á næsta tímabili. Það sendir sterk skilaboð að okkar lykilmenn í báðum meistaraflokkunum eru búin að framlengja samninga sína við félagið. Magnús Óli Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Magnús hefur farið fyrir sóknarleik Valsmanna undanfarin ár og vann hann sér sæti í landsliðshópnum síðasta vor með frammistöðu sinni fyrir félagið. Lovísa Thompson hefur einnig skrifað undir tveggja ára samning. Lovísa var máttarstólpi í sögulegu sigurliði síðasta tímabils þar sem Valskonur unnu alla bikara sem í boði voru og var hún markahæsti leikmaður liðsins á nýloknu tímabili. Róbert Aron Hostert skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Mikill stígandi var í leik Róberts á þessu tímabili og var hann orðinn algjör lykilmaður varnar og sóknarlega þar sem hann var beðinn um að leysa fjölbreytt verkefni sem hann gerði með stakri prýði en eins og allir vita er Róbert einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Ragnhildur Edda Þórðardóttir framlengdi sinn samning við félagið um tvö ár. Ragnhildur Edda hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár en hún spilaði til að mynda alla leikina þegar Valsliðið vann þrennuna og hefur stimplað sig inn sem einn öflugasti vinstri hornamaður landsins. Díana Dögg Magnúsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við félagið. Díana hefur eignað sér hægri skyttu stöðu Valsliðsins undanfarin ár og stimplað sig inn sem einn besti varnarmaður deildarinnar. Með frammistöðu sinni undanfarin ár fyrir Valsliðið hefur hún unnið sér inn sæti í landsliðinu og skoraði hún til að mynda næst flest mörk á eftir Lovísu á þessu tímabili. Við munum færa frekari fréttir af leikmannamálum á næstu vikum. Þetta eru frábærar fréttir og alveg ljóst að Valsarar stefna áfram á toppinn á næsta ári! Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga við nokkra af lykilmönnum sínum í karla- og kvennaflokki. Félagið greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert framlengdi báðir samninga sína um tvö ár en þeir voru í lykilhlutverki er liðið varð deildarmeistari á liðinni leiktíð. Líkt og áður hefur komið fram ákvað HSÍ að aflýsa úrslitakeppninni og því engir Íslandsmeistarar krýndir. Alls skoraði Magnús Óli 93 mör í 20 leikjum á leiktíðinn á meðan Róbert Aron skoraði 35 mörk í 15 leikjum. Þá framlengdu þær Lovísa Thompson, Ragnhildur Edda Þórðardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir allar samninga sína. Tvær fyrrnefndu framlengdu um tvö ár á meðan Díana Dögg framlengdi um eitt. Þær hafa allar verið í lykilhlutverki liðsins undanfarin tvö ár en liðið vann þrefalt á síðustu leiktíð. Þær misstu hins vegar deildarmeistaratitilinn til Fram nú í liðinni viku. Lovísa fór á kostum í vetur en hún skoraði 114 mör í 18 leikjum. Díana skoraði 70 mörk í jafn mörgum leikjum og Ragnhildur Edda skoraði 31 mark, einnig í 18 leikjum. Róbert Aron fór mikinn í liði Vals í vetur.Vísir/Handknattleiksdeild Vals Tilkynning Vals Þrátt fyrir vonbrigðin að fá enga úrslitakeppni og að okkar fólk hafi ekki getað keppt um Íslandsmeistaratitlinn eru Valsarar staðráðnir í að halda áfram að byggja ofan á það góða starf sem unnið hefur verið í vetur og ætla sér að mæta tvíelfdir til leiks á næsta tímabili. Það sendir sterk skilaboð að okkar lykilmenn í báðum meistaraflokkunum eru búin að framlengja samninga sína við félagið. Magnús Óli Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Magnús hefur farið fyrir sóknarleik Valsmanna undanfarin ár og vann hann sér sæti í landsliðshópnum síðasta vor með frammistöðu sinni fyrir félagið. Lovísa Thompson hefur einnig skrifað undir tveggja ára samning. Lovísa var máttarstólpi í sögulegu sigurliði síðasta tímabils þar sem Valskonur unnu alla bikara sem í boði voru og var hún markahæsti leikmaður liðsins á nýloknu tímabili. Róbert Aron Hostert skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Mikill stígandi var í leik Róberts á þessu tímabili og var hann orðinn algjör lykilmaður varnar og sóknarlega þar sem hann var beðinn um að leysa fjölbreytt verkefni sem hann gerði með stakri prýði en eins og allir vita er Róbert einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Ragnhildur Edda Þórðardóttir framlengdi sinn samning við félagið um tvö ár. Ragnhildur Edda hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár en hún spilaði til að mynda alla leikina þegar Valsliðið vann þrennuna og hefur stimplað sig inn sem einn öflugasti vinstri hornamaður landsins. Díana Dögg Magnúsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við félagið. Díana hefur eignað sér hægri skyttu stöðu Valsliðsins undanfarin ár og stimplað sig inn sem einn besti varnarmaður deildarinnar. Með frammistöðu sinni undanfarin ár fyrir Valsliðið hefur hún unnið sér inn sæti í landsliðinu og skoraði hún til að mynda næst flest mörk á eftir Lovísu á þessu tímabili. Við munum færa frekari fréttir af leikmannamálum á næstu vikum. Þetta eru frábærar fréttir og alveg ljóst að Valsarar stefna áfram á toppinn á næsta ári!
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira