Skákpar lést af völdum hláturgass í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 15:52 Hláturgas hefur verið notað sem vímugjafi og andar fólk gasinu þá að sér úr blöðru. Gasið getur haft hættulegar afleiðingar fyrir heilsu fólks. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Tveir úkraínskir atvinnumenn í skák fundust látnir í íbúð sinni í Moskvu í gærkvöldi og virðast hafa látið lífið af völdum hláturgass. Lögreglumenn fundu gasblöðrur með hlátursgasi í íbúð fólksins sem var par. Hláturgas hefur verið notað sem deyfingarlyf en einnig sem vímugjafi sem hefur verið tengdur við fjölda dauðsfalla. Stanislav Bogdanovitsj, 27 ára, og Alexandra Vernigora, átján ára, voru stóðu bæði framarlega í skák. Hann var stórmeistari og vann landsmót 18 ára og yngri í heimalandinu Úkraínu á sínum tíma. Rússnesk skáksíða segir að Bodanovitsj hafi um tíma verið talinn áttundi besti hraðskákmaður í heimi árið 2015. Vernigora var einnig atvinnumaður í skák auk þess sem hún nam við Ríkisháskólann í Moskvu. Rússneska lögreglan segir að engin ummerki um átök hafi verið að finna í íbúðinni. Við hlið líkanna fundust blöðrur með nituroxíði en þeir sem neyta gassins sem vímugjafa gera það með því að anda því að sér í gegnum blöðrur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að parið hafi fundist með plastpoka yfir höfðinu og með hláturgashylki við hlið sér, að sögn AP-fréttastofunnar. Bogdanovitsj sætti töluverðri gagnrýni þegar hann keppti fyrir hönd Rússlands í skák á netinu gegn Úkraínu og hafði sigur. Rússland og Úkraína hafa átt í óbeinu stríði í austurhluta Úkraína frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Bogdanovitsj réttlætti ákvörðun sína um að keppa fyrir Rússland með því að hann væri gestur í landinu og þar hefði verið komið vel fram við hann. Þátttaka hans í mótinu væri framlag hans til að stuðla að bættum samskiptum á milli ríkjanna tveggja. Hlátursgas getur valdið öndunarerfiðleikum, hættulega örum hjartslætti og brunasárum. Skák Rússland Úkraína Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Tveir úkraínskir atvinnumenn í skák fundust látnir í íbúð sinni í Moskvu í gærkvöldi og virðast hafa látið lífið af völdum hláturgass. Lögreglumenn fundu gasblöðrur með hlátursgasi í íbúð fólksins sem var par. Hláturgas hefur verið notað sem deyfingarlyf en einnig sem vímugjafi sem hefur verið tengdur við fjölda dauðsfalla. Stanislav Bogdanovitsj, 27 ára, og Alexandra Vernigora, átján ára, voru stóðu bæði framarlega í skák. Hann var stórmeistari og vann landsmót 18 ára og yngri í heimalandinu Úkraínu á sínum tíma. Rússnesk skáksíða segir að Bodanovitsj hafi um tíma verið talinn áttundi besti hraðskákmaður í heimi árið 2015. Vernigora var einnig atvinnumaður í skák auk þess sem hún nam við Ríkisháskólann í Moskvu. Rússneska lögreglan segir að engin ummerki um átök hafi verið að finna í íbúðinni. Við hlið líkanna fundust blöðrur með nituroxíði en þeir sem neyta gassins sem vímugjafa gera það með því að anda því að sér í gegnum blöðrur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að parið hafi fundist með plastpoka yfir höfðinu og með hláturgashylki við hlið sér, að sögn AP-fréttastofunnar. Bogdanovitsj sætti töluverðri gagnrýni þegar hann keppti fyrir hönd Rússlands í skák á netinu gegn Úkraínu og hafði sigur. Rússland og Úkraína hafa átt í óbeinu stríði í austurhluta Úkraína frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Bogdanovitsj réttlætti ákvörðun sína um að keppa fyrir Rússland með því að hann væri gestur í landinu og þar hefði verið komið vel fram við hann. Þátttaka hans í mótinu væri framlag hans til að stuðla að bættum samskiptum á milli ríkjanna tveggja. Hlátursgas getur valdið öndunarerfiðleikum, hættulega örum hjartslætti og brunasárum.
Skák Rússland Úkraína Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira