Bernie Sanders hættir framboði sínu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 15:34 Bernie Sanders. AP/Charles Krupa Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders hefur ákveðið að hætta þátttöku sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Með því er nánast öruggt að Joe Biden mætir Donald Trump, forseta, í kosningabaráttunni. Líkur Sanders á því að tryggja sér tilnefningu flokksins voru orðnar litlar. Sanders tilkynnti þetta í fjarráðstefnu með starfsfólki framboðs hans um klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma í dag. Sagðist hann ætla að vinna með Biden að því að sigra Donald Trump. Óvænt velgengni Sanders í fyrstu þremur ríkjunum þar sem forvalið fór fram vakti mikla athygli og kom Sanders í mjög góða stöðu. Hann náði þó ekki að byggja á þeirri velgengni og auka fylgi sitt. Biden vann margar stórsigra í kjölfarið og svo gott sem tryggði sér tilnefninguna. Þetta var önnur tilraun Sanders til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en árið 2016 tapaði hann fyrir Hillary Clinton. Biden og forsvarsmenn Demókrataflokksins þurfa nú að vinna í því að tryggja framboði Biden stuðning stuðningsmanna Sanders, sem eru heilt yfir frekar ungir og framsæknir. Sagði stuðningsmenn sýna hafa breytt umræðunni Í beinni útsendingu á Periscope þakkaði Sanders öllum stuðningsmönnum sínum og sjálfboðaliðum sem að framboði hans komu. Hann sagði að þeir sem studdu framboð hans fjárhagslega hefðu sýnt fram á að mögulegt væri að fara í framboð til forseta án þess að reiða sig á auðjöfra. Hann sagði að hann og stuðningsmenn hans hefðu fært Bandaríkin fram á við þegar komi að umræðunni um efnahagslegt réttlæti og jöfnuð. Sanders hefur sérstaklega barist fyrir auknum jöfnuðu og því að hver Bandaríkjamaður hafi greiðan aðgang að heilbrigðiskerfi ríkisins. Sanders ætlar að starfa með Joe Biden.AP/Evan Vucci Ætlar að starfa með Biden Hann sagði ljóst að framtíð framboðs hans væri ljós og að hann gæti ekki unnið að svo stöddu. Hann sagðist vita að margir í hreyfingu hans væru ósammála ákvörðun hans sagði hann það eina í stöðunni að hætta. Með tilliti til þess að hann gæti ekki unnið, vildi hann ekki lengur draga athygli frá þeirri baráttu Demókrata að koma Donald Trump frá völdum. Hann hrósaði Joe Biden og sagðist að hann myndi starfa með honum og framboði hans. Sanders tók þó fram að hann yrði áfram á kjörseðlum og myndi nota stöðu sína til að reyna að hafa áhrif á áherslu- og stefnumál Biden. Today I am suspending my campaign. But while the campaign ends, the struggle for justice continues on. https://t.co/MYc7kt2b16— Bernie Sanders (@BernieSanders) April 8, 2020 Ætlar að vinna sér inn traust stuðningsmanna Sanders Joe Biden tjáði sig um ákvörðun Sanders á Twitter þar sem hann hrósaði honum fyrir hreyfinguna sem hann hefur myndað. Biden sagðist ætla að hlusta á Sanders og vitnaði í orð hans: Ekki ég, við. Biden beindi orðum sínum einnig beint að stuðningsmönnum Sanders og sagðist meðvitaður um að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði þeirra. „Ég veit að það gæti tekið tíma. En ég vil að þið vitið að ég sé ykkur, ég heyri í ykkur og ég skil mikilvægi þessarar stundar. Ég vona að þið gangið til liðs við okkur. Þið eruð meira en velkomin: Það er þörf fyrir ykkur,“ skrifaði Biden. And to Bernie s supporters: I know that I need to earn your votes. And I know that might take time. But I want you to know that I see you, I hear you, and I understand the urgency of this moment. I hope you'll join us. You're more than welcome: You're needed.— Joe Biden (@JoeBiden) April 8, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. 18. mars 2020 13:19 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders hefur ákveðið að hætta þátttöku sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Með því er nánast öruggt að Joe Biden mætir Donald Trump, forseta, í kosningabaráttunni. Líkur Sanders á því að tryggja sér tilnefningu flokksins voru orðnar litlar. Sanders tilkynnti þetta í fjarráðstefnu með starfsfólki framboðs hans um klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma í dag. Sagðist hann ætla að vinna með Biden að því að sigra Donald Trump. Óvænt velgengni Sanders í fyrstu þremur ríkjunum þar sem forvalið fór fram vakti mikla athygli og kom Sanders í mjög góða stöðu. Hann náði þó ekki að byggja á þeirri velgengni og auka fylgi sitt. Biden vann margar stórsigra í kjölfarið og svo gott sem tryggði sér tilnefninguna. Þetta var önnur tilraun Sanders til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en árið 2016 tapaði hann fyrir Hillary Clinton. Biden og forsvarsmenn Demókrataflokksins þurfa nú að vinna í því að tryggja framboði Biden stuðning stuðningsmanna Sanders, sem eru heilt yfir frekar ungir og framsæknir. Sagði stuðningsmenn sýna hafa breytt umræðunni Í beinni útsendingu á Periscope þakkaði Sanders öllum stuðningsmönnum sínum og sjálfboðaliðum sem að framboði hans komu. Hann sagði að þeir sem studdu framboð hans fjárhagslega hefðu sýnt fram á að mögulegt væri að fara í framboð til forseta án þess að reiða sig á auðjöfra. Hann sagði að hann og stuðningsmenn hans hefðu fært Bandaríkin fram á við þegar komi að umræðunni um efnahagslegt réttlæti og jöfnuð. Sanders hefur sérstaklega barist fyrir auknum jöfnuðu og því að hver Bandaríkjamaður hafi greiðan aðgang að heilbrigðiskerfi ríkisins. Sanders ætlar að starfa með Joe Biden.AP/Evan Vucci Ætlar að starfa með Biden Hann sagði ljóst að framtíð framboðs hans væri ljós og að hann gæti ekki unnið að svo stöddu. Hann sagðist vita að margir í hreyfingu hans væru ósammála ákvörðun hans sagði hann það eina í stöðunni að hætta. Með tilliti til þess að hann gæti ekki unnið, vildi hann ekki lengur draga athygli frá þeirri baráttu Demókrata að koma Donald Trump frá völdum. Hann hrósaði Joe Biden og sagðist að hann myndi starfa með honum og framboði hans. Sanders tók þó fram að hann yrði áfram á kjörseðlum og myndi nota stöðu sína til að reyna að hafa áhrif á áherslu- og stefnumál Biden. Today I am suspending my campaign. But while the campaign ends, the struggle for justice continues on. https://t.co/MYc7kt2b16— Bernie Sanders (@BernieSanders) April 8, 2020 Ætlar að vinna sér inn traust stuðningsmanna Sanders Joe Biden tjáði sig um ákvörðun Sanders á Twitter þar sem hann hrósaði honum fyrir hreyfinguna sem hann hefur myndað. Biden sagðist ætla að hlusta á Sanders og vitnaði í orð hans: Ekki ég, við. Biden beindi orðum sínum einnig beint að stuðningsmönnum Sanders og sagðist meðvitaður um að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði þeirra. „Ég veit að það gæti tekið tíma. En ég vil að þið vitið að ég sé ykkur, ég heyri í ykkur og ég skil mikilvægi þessarar stundar. Ég vona að þið gangið til liðs við okkur. Þið eruð meira en velkomin: Það er þörf fyrir ykkur,“ skrifaði Biden. And to Bernie s supporters: I know that I need to earn your votes. And I know that might take time. But I want you to know that I see you, I hear you, and I understand the urgency of this moment. I hope you'll join us. You're more than welcome: You're needed.— Joe Biden (@JoeBiden) April 8, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. 18. mars 2020 13:19 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28
Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. 18. mars 2020 13:19