Bernie Sanders hættir framboði sínu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 15:34 Bernie Sanders. AP/Charles Krupa Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders hefur ákveðið að hætta þátttöku sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Með því er nánast öruggt að Joe Biden mætir Donald Trump, forseta, í kosningabaráttunni. Líkur Sanders á því að tryggja sér tilnefningu flokksins voru orðnar litlar. Sanders tilkynnti þetta í fjarráðstefnu með starfsfólki framboðs hans um klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma í dag. Sagðist hann ætla að vinna með Biden að því að sigra Donald Trump. Óvænt velgengni Sanders í fyrstu þremur ríkjunum þar sem forvalið fór fram vakti mikla athygli og kom Sanders í mjög góða stöðu. Hann náði þó ekki að byggja á þeirri velgengni og auka fylgi sitt. Biden vann margar stórsigra í kjölfarið og svo gott sem tryggði sér tilnefninguna. Þetta var önnur tilraun Sanders til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en árið 2016 tapaði hann fyrir Hillary Clinton. Biden og forsvarsmenn Demókrataflokksins þurfa nú að vinna í því að tryggja framboði Biden stuðning stuðningsmanna Sanders, sem eru heilt yfir frekar ungir og framsæknir. Sagði stuðningsmenn sýna hafa breytt umræðunni Í beinni útsendingu á Periscope þakkaði Sanders öllum stuðningsmönnum sínum og sjálfboðaliðum sem að framboði hans komu. Hann sagði að þeir sem studdu framboð hans fjárhagslega hefðu sýnt fram á að mögulegt væri að fara í framboð til forseta án þess að reiða sig á auðjöfra. Hann sagði að hann og stuðningsmenn hans hefðu fært Bandaríkin fram á við þegar komi að umræðunni um efnahagslegt réttlæti og jöfnuð. Sanders hefur sérstaklega barist fyrir auknum jöfnuðu og því að hver Bandaríkjamaður hafi greiðan aðgang að heilbrigðiskerfi ríkisins. Sanders ætlar að starfa með Joe Biden.AP/Evan Vucci Ætlar að starfa með Biden Hann sagði ljóst að framtíð framboðs hans væri ljós og að hann gæti ekki unnið að svo stöddu. Hann sagðist vita að margir í hreyfingu hans væru ósammála ákvörðun hans sagði hann það eina í stöðunni að hætta. Með tilliti til þess að hann gæti ekki unnið, vildi hann ekki lengur draga athygli frá þeirri baráttu Demókrata að koma Donald Trump frá völdum. Hann hrósaði Joe Biden og sagðist að hann myndi starfa með honum og framboði hans. Sanders tók þó fram að hann yrði áfram á kjörseðlum og myndi nota stöðu sína til að reyna að hafa áhrif á áherslu- og stefnumál Biden. Today I am suspending my campaign. But while the campaign ends, the struggle for justice continues on. https://t.co/MYc7kt2b16— Bernie Sanders (@BernieSanders) April 8, 2020 Ætlar að vinna sér inn traust stuðningsmanna Sanders Joe Biden tjáði sig um ákvörðun Sanders á Twitter þar sem hann hrósaði honum fyrir hreyfinguna sem hann hefur myndað. Biden sagðist ætla að hlusta á Sanders og vitnaði í orð hans: Ekki ég, við. Biden beindi orðum sínum einnig beint að stuðningsmönnum Sanders og sagðist meðvitaður um að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði þeirra. „Ég veit að það gæti tekið tíma. En ég vil að þið vitið að ég sé ykkur, ég heyri í ykkur og ég skil mikilvægi þessarar stundar. Ég vona að þið gangið til liðs við okkur. Þið eruð meira en velkomin: Það er þörf fyrir ykkur,“ skrifaði Biden. And to Bernie s supporters: I know that I need to earn your votes. And I know that might take time. But I want you to know that I see you, I hear you, and I understand the urgency of this moment. I hope you'll join us. You're more than welcome: You're needed.— Joe Biden (@JoeBiden) April 8, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. 18. mars 2020 13:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders hefur ákveðið að hætta þátttöku sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Með því er nánast öruggt að Joe Biden mætir Donald Trump, forseta, í kosningabaráttunni. Líkur Sanders á því að tryggja sér tilnefningu flokksins voru orðnar litlar. Sanders tilkynnti þetta í fjarráðstefnu með starfsfólki framboðs hans um klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma í dag. Sagðist hann ætla að vinna með Biden að því að sigra Donald Trump. Óvænt velgengni Sanders í fyrstu þremur ríkjunum þar sem forvalið fór fram vakti mikla athygli og kom Sanders í mjög góða stöðu. Hann náði þó ekki að byggja á þeirri velgengni og auka fylgi sitt. Biden vann margar stórsigra í kjölfarið og svo gott sem tryggði sér tilnefninguna. Þetta var önnur tilraun Sanders til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en árið 2016 tapaði hann fyrir Hillary Clinton. Biden og forsvarsmenn Demókrataflokksins þurfa nú að vinna í því að tryggja framboði Biden stuðning stuðningsmanna Sanders, sem eru heilt yfir frekar ungir og framsæknir. Sagði stuðningsmenn sýna hafa breytt umræðunni Í beinni útsendingu á Periscope þakkaði Sanders öllum stuðningsmönnum sínum og sjálfboðaliðum sem að framboði hans komu. Hann sagði að þeir sem studdu framboð hans fjárhagslega hefðu sýnt fram á að mögulegt væri að fara í framboð til forseta án þess að reiða sig á auðjöfra. Hann sagði að hann og stuðningsmenn hans hefðu fært Bandaríkin fram á við þegar komi að umræðunni um efnahagslegt réttlæti og jöfnuð. Sanders hefur sérstaklega barist fyrir auknum jöfnuðu og því að hver Bandaríkjamaður hafi greiðan aðgang að heilbrigðiskerfi ríkisins. Sanders ætlar að starfa með Joe Biden.AP/Evan Vucci Ætlar að starfa með Biden Hann sagði ljóst að framtíð framboðs hans væri ljós og að hann gæti ekki unnið að svo stöddu. Hann sagðist vita að margir í hreyfingu hans væru ósammála ákvörðun hans sagði hann það eina í stöðunni að hætta. Með tilliti til þess að hann gæti ekki unnið, vildi hann ekki lengur draga athygli frá þeirri baráttu Demókrata að koma Donald Trump frá völdum. Hann hrósaði Joe Biden og sagðist að hann myndi starfa með honum og framboði hans. Sanders tók þó fram að hann yrði áfram á kjörseðlum og myndi nota stöðu sína til að reyna að hafa áhrif á áherslu- og stefnumál Biden. Today I am suspending my campaign. But while the campaign ends, the struggle for justice continues on. https://t.co/MYc7kt2b16— Bernie Sanders (@BernieSanders) April 8, 2020 Ætlar að vinna sér inn traust stuðningsmanna Sanders Joe Biden tjáði sig um ákvörðun Sanders á Twitter þar sem hann hrósaði honum fyrir hreyfinguna sem hann hefur myndað. Biden sagðist ætla að hlusta á Sanders og vitnaði í orð hans: Ekki ég, við. Biden beindi orðum sínum einnig beint að stuðningsmönnum Sanders og sagðist meðvitaður um að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði þeirra. „Ég veit að það gæti tekið tíma. En ég vil að þið vitið að ég sé ykkur, ég heyri í ykkur og ég skil mikilvægi þessarar stundar. Ég vona að þið gangið til liðs við okkur. Þið eruð meira en velkomin: Það er þörf fyrir ykkur,“ skrifaði Biden. And to Bernie s supporters: I know that I need to earn your votes. And I know that might take time. But I want you to know that I see you, I hear you, and I understand the urgency of this moment. I hope you'll join us. You're more than welcome: You're needed.— Joe Biden (@JoeBiden) April 8, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. 18. mars 2020 13:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28
Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. 18. mars 2020 13:19