Þingmaður afsalar sér formennsku vegna rannsóknar á innherjasvikum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2020 18:42 Richard Burr, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Norður-Karólínu, og fráfarandi formaður leyniþjónustunefndar deildarinnar. Hann var einn þriggja þingmanna sem greiddu atkvæði gegn lögum sem bönnuðu þingmönnum að stunda innherjasviðskipti á grundvelli upplýsinga sem þeir fá í embætti árið 2012. Vísir/EPA Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins ætlar að stíga til hliðar sem formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar á meðan rannsókn stendur yfir á hlutabréfaviðskiptum hans um það leyti sem markaðir hrundu vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili Richards Burr, formanns leyniþjónustunefndarinnar, og lögðu hald á síma hans í gær. Leitin tengist rannsókn FBI á hvort að Burr hafi framið innherjasvik með hlutabréfaviðskiptum á sama tíma og hann fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af kórónuveirunni í vetur. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að Burr hafi tilkynnt sér í morgun um ákvörðun sína um að víkja sem formaður leyniþjónustunefndarinnar á meðan rannsóknin er í gangi eftir morgundaginn. Leyniþjónustunefndin hefur meðal annars eftirlit með störfum FBI. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, er einnig sögð hafa verið yfirheyrð vegna verðbréfaviðskipta eiginmanns hennar á sama tímabili og Burr átti sín viðskipti. Þau hjónin seldu hlutabréf fyrir á bilinu 1,5-6 milljónir dollara frá 31. janúar til 18. febrúar. Það er nær alfarið í höndum McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, hver tekur við af Burr. Nöfn James E. Risch frá Idaho og Marco Rubio frá Flórída hafa verið nefnd í því samhengi en hvorugur þeirra vildi tjá sig við Washington Post. Burr hefur, ólíkt mörgum öðrum kollegum sínum í Repúblikanaflokknum, reynt að forðast að taka þátt í tilraunum Donalds Trump forseta til þess að koma óorði á leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna og gera þær að pólitísku bitbeini. Fyrir vikið hafa samskipti Burr og Trump á köflum verið stirð, að sögn Washington Post. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. 14. maí 2020 10:59 Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. 31. mars 2020 09:02 Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins ætlar að stíga til hliðar sem formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar á meðan rannsókn stendur yfir á hlutabréfaviðskiptum hans um það leyti sem markaðir hrundu vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili Richards Burr, formanns leyniþjónustunefndarinnar, og lögðu hald á síma hans í gær. Leitin tengist rannsókn FBI á hvort að Burr hafi framið innherjasvik með hlutabréfaviðskiptum á sama tíma og hann fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af kórónuveirunni í vetur. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að Burr hafi tilkynnt sér í morgun um ákvörðun sína um að víkja sem formaður leyniþjónustunefndarinnar á meðan rannsóknin er í gangi eftir morgundaginn. Leyniþjónustunefndin hefur meðal annars eftirlit með störfum FBI. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, er einnig sögð hafa verið yfirheyrð vegna verðbréfaviðskipta eiginmanns hennar á sama tímabili og Burr átti sín viðskipti. Þau hjónin seldu hlutabréf fyrir á bilinu 1,5-6 milljónir dollara frá 31. janúar til 18. febrúar. Það er nær alfarið í höndum McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, hver tekur við af Burr. Nöfn James E. Risch frá Idaho og Marco Rubio frá Flórída hafa verið nefnd í því samhengi en hvorugur þeirra vildi tjá sig við Washington Post. Burr hefur, ólíkt mörgum öðrum kollegum sínum í Repúblikanaflokknum, reynt að forðast að taka þátt í tilraunum Donalds Trump forseta til þess að koma óorði á leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna og gera þær að pólitísku bitbeini. Fyrir vikið hafa samskipti Burr og Trump á köflum verið stirð, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. 14. maí 2020 10:59 Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. 31. mars 2020 09:02 Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. 14. maí 2020 10:59
Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. 31. mars 2020 09:02
Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17