„Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2020 13:28 A7 stofugangur í miðjum faraldri. Landspítali/Þorkell Eyjamaðurinn Arnar Richardsson sýktist af kórónuveirunni og var fluttur í skyndi á Landspítalann þegar hann greindist með lungnabólgu. Hann er nú á batavegi og beinir þeim skilaboðum til fólks að hlusta á tilmæli yfirvalda. Að sögn Arnars var hann búinn að vera grunlaus með einkenni sjúkdómsins í um tíu daga þegar hann loks greindist þann 22. mars síðastliðinn. „Ég er með Astma og í fyrstu var þetta bara hefðbundin hósti eins og ég er vanur að fá en 20. mars fór þetta versnandi,“ segir Arnar í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá reynslu sinni. Eftir það varð hann töluvert veikur í sex daga með mikinn hita, mæði, mjög mikinn hósta og var algjörlega máttlaus. „Ég átti erfitt með það eitt að tala og best var að liggja útaf, þegja og reyna að sofa þetta úr sér.“ Ferða- og einangrunarhjúpur kemur í veg fyrir að Covid-19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða.VÍSIR/EINAR Á Fluttur til Reykjavíkur í einangrunarhjúp Þann 30. mars fór Arnar svo á sjúkrahús þegar hann vaknaði andstuttur og með mikla mæði. Þar voru teknar lungnamyndir sem sýndu greinilegar bólgur í báðum lungum og var hann í framhaldinu sendur með sjúkraflugi á Landspítalann. Þangað var hann fluttur í sérstökum einangrunarhjúp til þess að koma í veg fyrir að hann myndi smita sjúkraflutningamenn eða heilbrigðisstarfsfólk á meðan flutningnum stóð. „Að liggja inn á Landspítalanum á deild A7 er lífsreynsla sem maður gleymir seint. Starfsfólk þar er ekki öfundsvert að vinna í þessum aðstæðum og í öllum þessum hlífðarfatnaði.“ Þar fann Arnar greinilega fyrir því að öndunaræfingar sem væru alla jafna auðveldar viðureignar voru núna mjög erfiðar viðfangs. Arnar er kominn aftur til Eyja. Vísir/vilhelm Þakklátur heilbrigðisstarfsfólki „Eftir dvölina á A7 er mér efst í huga kærleikurinn og hugulsemin hjá sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Þetta fólk er einstakt, að það skuli leggja sig í hættu við það eitt að þér líði betur er ómetanlegt og hreinlega ólýsanlegt.“ Í gær var Arnar svo fluttur aftur til Vestmannaeyja og segir að heilsan sé öll að koma til. Hann vonast til þess að verða orðinn fullfrískur eftir eina til tvær vikur. Hann endar frásögn sína á skýrum skilaboðum til almennings. „PS. Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Eyjamaðurinn Arnar Richardsson sýktist af kórónuveirunni og var fluttur í skyndi á Landspítalann þegar hann greindist með lungnabólgu. Hann er nú á batavegi og beinir þeim skilaboðum til fólks að hlusta á tilmæli yfirvalda. Að sögn Arnars var hann búinn að vera grunlaus með einkenni sjúkdómsins í um tíu daga þegar hann loks greindist þann 22. mars síðastliðinn. „Ég er með Astma og í fyrstu var þetta bara hefðbundin hósti eins og ég er vanur að fá en 20. mars fór þetta versnandi,“ segir Arnar í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá reynslu sinni. Eftir það varð hann töluvert veikur í sex daga með mikinn hita, mæði, mjög mikinn hósta og var algjörlega máttlaus. „Ég átti erfitt með það eitt að tala og best var að liggja útaf, þegja og reyna að sofa þetta úr sér.“ Ferða- og einangrunarhjúpur kemur í veg fyrir að Covid-19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða.VÍSIR/EINAR Á Fluttur til Reykjavíkur í einangrunarhjúp Þann 30. mars fór Arnar svo á sjúkrahús þegar hann vaknaði andstuttur og með mikla mæði. Þar voru teknar lungnamyndir sem sýndu greinilegar bólgur í báðum lungum og var hann í framhaldinu sendur með sjúkraflugi á Landspítalann. Þangað var hann fluttur í sérstökum einangrunarhjúp til þess að koma í veg fyrir að hann myndi smita sjúkraflutningamenn eða heilbrigðisstarfsfólk á meðan flutningnum stóð. „Að liggja inn á Landspítalanum á deild A7 er lífsreynsla sem maður gleymir seint. Starfsfólk þar er ekki öfundsvert að vinna í þessum aðstæðum og í öllum þessum hlífðarfatnaði.“ Þar fann Arnar greinilega fyrir því að öndunaræfingar sem væru alla jafna auðveldar viðureignar voru núna mjög erfiðar viðfangs. Arnar er kominn aftur til Eyja. Vísir/vilhelm Þakklátur heilbrigðisstarfsfólki „Eftir dvölina á A7 er mér efst í huga kærleikurinn og hugulsemin hjá sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Þetta fólk er einstakt, að það skuli leggja sig í hættu við það eitt að þér líði betur er ómetanlegt og hreinlega ólýsanlegt.“ Í gær var Arnar svo fluttur aftur til Vestmannaeyja og segir að heilsan sé öll að koma til. Hann vonast til þess að verða orðinn fullfrískur eftir eina til tvær vikur. Hann endar frásögn sína á skýrum skilaboðum til almennings. „PS. Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30