Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 11:51 María Jesús Montero, talskona spænsku ríkisstjórnarinnar. Spánn og fleiri ríki sem hafa orðið illa úti í faraldrinum telja nauðsynlegt að ESB grípi til róttækari aðgerða til að hjálpa aðildarríkjunum. Framtíð sambandsins velti jafnvel á því hversu vel ríkin standi saman nú. Vísir/EPA Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Viðræður fjármálaráðherra ríkjanna um björgunarpakka fyrir löndin sem eru verst stödd fóru út um þúfur í nótt. Samkomulag um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja er sagt hafa strandað á deilum Ítala og Hollendinga um skilmála lánveitinga til evruríkja sem glíma við faraldurinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjármálaráðherrarnir funduðu í alla nótt en án árangurs. María Jesús Montero, talskona ríkisstjórnar Spánar, segir að íbúar álfunnar missi traust á sambandinu standi aðildarríkin ekki saman í neyð sem hún líkir við síðari heimsstyrjöldina sem Spánverjar tóku raunar ekki þátt í. „Við þurfum að aðstoða önnur ríki og þess vegna var Evrópusambandið upphaflega stofnað, á þeim tíma eftir bókstaflegt stríð, nú háum við stríð gegn faraldri,“ sagði Montero í sjónvarpviðtali á Spáni. Í sama streng tók Luis Planas, landbúnaðarráðherra Spánar þar sem 14.555 manns hafa látið lífið í faraldrinum og hátt í 147.000 manns smitast. „Þetta er lykilmálefni sem framtíð Evrópusambandsins veltur á,“ sagði Planas í útvarpsviðtali. Til stendur þó að halda viðræðum evruríkjanna áfram á morgun og bæði Planas og Montero lýsa bjartsýni um gang þeirra. Evrópusambandið hefur þegar aflétt takmörkunum á ríkisaðstoð og leyft aðildarríkjunum að auka skuldsetningu sína til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum faraldursins. Spánn, Frakkland, Ítalía og fleiri ríki telja þó ekki nógu langt gengið. Spánn Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. 8. apríl 2020 10:20 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Viðræður fjármálaráðherra ríkjanna um björgunarpakka fyrir löndin sem eru verst stödd fóru út um þúfur í nótt. Samkomulag um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja er sagt hafa strandað á deilum Ítala og Hollendinga um skilmála lánveitinga til evruríkja sem glíma við faraldurinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjármálaráðherrarnir funduðu í alla nótt en án árangurs. María Jesús Montero, talskona ríkisstjórnar Spánar, segir að íbúar álfunnar missi traust á sambandinu standi aðildarríkin ekki saman í neyð sem hún líkir við síðari heimsstyrjöldina sem Spánverjar tóku raunar ekki þátt í. „Við þurfum að aðstoða önnur ríki og þess vegna var Evrópusambandið upphaflega stofnað, á þeim tíma eftir bókstaflegt stríð, nú háum við stríð gegn faraldri,“ sagði Montero í sjónvarpviðtali á Spáni. Í sama streng tók Luis Planas, landbúnaðarráðherra Spánar þar sem 14.555 manns hafa látið lífið í faraldrinum og hátt í 147.000 manns smitast. „Þetta er lykilmálefni sem framtíð Evrópusambandsins veltur á,“ sagði Planas í útvarpsviðtali. Til stendur þó að halda viðræðum evruríkjanna áfram á morgun og bæði Planas og Montero lýsa bjartsýni um gang þeirra. Evrópusambandið hefur þegar aflétt takmörkunum á ríkisaðstoð og leyft aðildarríkjunum að auka skuldsetningu sína til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum faraldursins. Spánn, Frakkland, Ítalía og fleiri ríki telja þó ekki nógu langt gengið.
Spánn Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. 8. apríl 2020 10:20 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. 8. apríl 2020 10:20