Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 09:00 Hermann Hreiðarsson horfir á eftir boltanum fara í vitlaust mark. Getty/Neal Simpson Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska sjálfsmarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Fyrsta sjálfsmarkið hjá íslenskum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni skoraði Hermann Hreiðarsson og það leit dagsins ljós 4. október 1997. Fyrstur til að „skora“ á Old Trafford Sjálfsmarkið skoraði hann í leik Manchester United og Crystal Palace á Old Trafford. Hann varð bæði fyrsti Íslendingurinn til að „skora“ á Old Trafford og til að „skora“ fyrir Manchester United. Hermann Hreiðarsson var þarna á sínu fyrsta og eina tímabili Crystal Palace en hann hafði byrjað 1997 sem leikmaður ÍBV og farið til Englands á miðju tímabili á Íslandi. Hermann Hreiðarsson var á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið til Crystal Palace frá ÍBV fyrr um sumarið.Getty/Neal Simpson Hermann var á bekknum og kom ekkert við sögu í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en kom inn á sem varamaður undir lok leiks í 5. umferð og var síðan í fyrsta sinn í byrjunarliðinu á móti Wimbledon 20. september 1997. Crystal Palace vann þar 1-0 sigur og Hermann hélt sæti sínu. Búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu Þegar kom að leiknum á móti Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford 4. október 1997 þá var Hermann búinn að vera í byrjunarliðinu í þremur leikjum í röð. Manchester United komst í 1-0 á 17. mínútu með marki Teddy Sheringham og á 30. mínútu varð Hermanni fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. David Beckham fékk boltann út á hægri kanti og nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig. Hann átti sendingu inn á markteig og þar var Hermann einn og yfirgefinn en enginn sóknarmaður Manchester United nálægur. Hermann ruglaðist hins vegar í ríminu og rendi sér í boltann sem fór af honum óverjandi í bláhornið. Kevin Miller í marki Crystal Palace átti enga möguleika á að verja skotið eins og sjá má hér fyrir neðan. Beckham lagði því upp markið en fékk þó ekki skráða stoðsendingu því enska úrvalsdeildin skráir ekki stoðsendingu fyrir sjálfsmörk. Hermann Hreiðarsson kláraði leikinn og Manchester United liðinu tókst ekki að bæta við mörkum síðasta klukkutíma leiksins. Næsti leikur Hermanns var á Íslandi Hermann hélt líka sæti sínu í byrjunarliði Crystal Palace og í næsta leik á eftir náði liðið markalausu jafntefli á móti verðandi Englandsmeisturum Arsenal. Í millitíðinni fór Hermann hins vegar til Íslands og spilaði allan tímann í vinstri bakverðinum þegar íslenska landsliðið vann 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvellinum. Hermann Hreiðarsson getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hafa skorað sjálfsmarkið.Skjámynd/Youtube Hermann skoraði síðan sitt fyrsta mark fyrir Crystal Palace, það er í rétt mark, þremur vikum eftir leikinn á Old Trafford þegar hann skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Sheffield Wednesday á Hillsborough. Hermann kom þá Palace í 1-0 á 27. mínútu leiksins. Hermann Hreiðarsson og félagar í Crystal Palace urðu að sætta sig við fall úr ensku úrvalsdeildinni um vorið og Hermann var síðan seldur til C-deildarliðs Brentford í september 1998. Rúmu ári síðan var Wimbledon búið að kaupa hann og Hermann því aftur kominn í ensku úrvalsdeildina þar sem spilaði síðan meira eða minna frá 1999 til 2010 fyrir utan eitt tímabil með Ipswich Town í b-deildinni. Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska sjálfsmarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Fyrsta sjálfsmarkið hjá íslenskum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni skoraði Hermann Hreiðarsson og það leit dagsins ljós 4. október 1997. Fyrstur til að „skora“ á Old Trafford Sjálfsmarkið skoraði hann í leik Manchester United og Crystal Palace á Old Trafford. Hann varð bæði fyrsti Íslendingurinn til að „skora“ á Old Trafford og til að „skora“ fyrir Manchester United. Hermann Hreiðarsson var þarna á sínu fyrsta og eina tímabili Crystal Palace en hann hafði byrjað 1997 sem leikmaður ÍBV og farið til Englands á miðju tímabili á Íslandi. Hermann Hreiðarsson var á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið til Crystal Palace frá ÍBV fyrr um sumarið.Getty/Neal Simpson Hermann var á bekknum og kom ekkert við sögu í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en kom inn á sem varamaður undir lok leiks í 5. umferð og var síðan í fyrsta sinn í byrjunarliðinu á móti Wimbledon 20. september 1997. Crystal Palace vann þar 1-0 sigur og Hermann hélt sæti sínu. Búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu Þegar kom að leiknum á móti Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford 4. október 1997 þá var Hermann búinn að vera í byrjunarliðinu í þremur leikjum í röð. Manchester United komst í 1-0 á 17. mínútu með marki Teddy Sheringham og á 30. mínútu varð Hermanni fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. David Beckham fékk boltann út á hægri kanti og nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig. Hann átti sendingu inn á markteig og þar var Hermann einn og yfirgefinn en enginn sóknarmaður Manchester United nálægur. Hermann ruglaðist hins vegar í ríminu og rendi sér í boltann sem fór af honum óverjandi í bláhornið. Kevin Miller í marki Crystal Palace átti enga möguleika á að verja skotið eins og sjá má hér fyrir neðan. Beckham lagði því upp markið en fékk þó ekki skráða stoðsendingu því enska úrvalsdeildin skráir ekki stoðsendingu fyrir sjálfsmörk. Hermann Hreiðarsson kláraði leikinn og Manchester United liðinu tókst ekki að bæta við mörkum síðasta klukkutíma leiksins. Næsti leikur Hermanns var á Íslandi Hermann hélt líka sæti sínu í byrjunarliði Crystal Palace og í næsta leik á eftir náði liðið markalausu jafntefli á móti verðandi Englandsmeisturum Arsenal. Í millitíðinni fór Hermann hins vegar til Íslands og spilaði allan tímann í vinstri bakverðinum þegar íslenska landsliðið vann 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvellinum. Hermann Hreiðarsson getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hafa skorað sjálfsmarkið.Skjámynd/Youtube Hermann skoraði síðan sitt fyrsta mark fyrir Crystal Palace, það er í rétt mark, þremur vikum eftir leikinn á Old Trafford þegar hann skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Sheffield Wednesday á Hillsborough. Hermann kom þá Palace í 1-0 á 27. mínútu leiksins. Hermann Hreiðarsson og félagar í Crystal Palace urðu að sætta sig við fall úr ensku úrvalsdeildinni um vorið og Hermann var síðan seldur til C-deildarliðs Brentford í september 1998. Rúmu ári síðan var Wimbledon búið að kaupa hann og Hermann því aftur kominn í ensku úrvalsdeildina þar sem spilaði síðan meira eða minna frá 1999 til 2010 fyrir utan eitt tímabil með Ipswich Town í b-deildinni.
Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00
Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00