Klopp leist ekkert á Mane þegar hann hitti hann fyrst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 08:30 Sadio Mané hefur verið frábær með Liverpool liðinu en hann kom ekki vel fyrir þegar hann hitti Jürgen Klopp fyrst. Getty/Simon Stacpoole Jürgen Klopp segir að Sadio Mané hafi litið út „eins og rappari í startholunum“ þegar hann hitti hann fyrst en nú er hann einn af hans mikilvægustu leikmönnum í Liverpool liðinu. Sadio Mané hefur verið frábær með Liverpool síðustu ár og er ein af stærstu ástæðunum fyrir allri velgengni liðsins. Hann er ein af bestu kaupum Jürgen Klopp sem knattspyrnustjóri Liverpool. Sadio Mané var líka inn í myndinni hjá Jürgen Klopp þegar Þjóðverjinn stýrði Dortmund á sínum tíma en ekkert varð að því að Mané kæmi þá til hans. Ástæðan var líklega fyrstu kynni þeirra tveggja en Klopp leist ekkert á Sadio Mane þegar hann hitti hann fyrst. Jürgen Klopp sagði frá fyrstu kynnum sínum af Mané í nýrri heimildarmynd um Senegalann sem heitir „Made In Senegal“ og kemur út í dag. 'He looked like a rapper starting out. I thought, "I don't have time for this"'Jurgen Klopp opens up on the first time he met Sadio Manehttps://t.co/BUmvGOSjNx pic.twitter.com/bnpcCrvGF5— MailOnline Sport (@MailSport) April 8, 2020 „Ég man þegar ég hitti Sadio fyrst. Það var í Dortmund. Þarna sat mjög ungur strákur. Hafnarboltahúfan hans var á ská og hann var líka með ljósu röndina sem hann er með í dag,“ Jürgen Klopp um fyrstu kynni þeirra. „Hann leit út eins og rappari í startholunum. Ég hugsaði: Ég hef ekki tíma fyrir þetta. Liðið okkar þá var alls ekki slæmt. Ég þurfti á einhverjum að halda sem myndi ráða við það að vera ekki í byrjunarliðinu til að byrja með. Einhver sem ég gæti mótað,“ sagði Klopp. „Ég fæ vanalega réttu tilfinninguna fyrir fólki en þarna hafði ég rangt fyrir mér. Ég fylgdist samt áfram með ferli hans og velgengninni hjá Salzburg. Hann var síðan allt í öllu hjá Southampton,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp explains why he had a bad impression of Sadio Mane before signing him https://t.co/LqT6gsgzJ9 pic.twitter.com/5UPALf0d7j— Mirror Football (@MirrorFootball) April 8, 2020 Sadio Mané skoraði eftirminnilega tvennu á móti Liverpool í mars 2016 og þrennu á móti Manchester City seinna um voriuð. Liverpool keypti hann um sumarið fyrir 34 milljónir punda og gerði hann að dýrasta afríska fótboltamanninum. „Þetta gekk mjög vel. Sadio vildi jafnmikið vinna með mér og ég vildi vinna með honum. Við græddum því báðir,“ sagði Klopp. Sadio Mané hefur síðan skorað 77 mörk í 161 leik með Liverpool þar af 59 mörk í 118 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Jürgen Klopp segir að Sadio Mané hafi litið út „eins og rappari í startholunum“ þegar hann hitti hann fyrst en nú er hann einn af hans mikilvægustu leikmönnum í Liverpool liðinu. Sadio Mané hefur verið frábær með Liverpool síðustu ár og er ein af stærstu ástæðunum fyrir allri velgengni liðsins. Hann er ein af bestu kaupum Jürgen Klopp sem knattspyrnustjóri Liverpool. Sadio Mané var líka inn í myndinni hjá Jürgen Klopp þegar Þjóðverjinn stýrði Dortmund á sínum tíma en ekkert varð að því að Mané kæmi þá til hans. Ástæðan var líklega fyrstu kynni þeirra tveggja en Klopp leist ekkert á Sadio Mane þegar hann hitti hann fyrst. Jürgen Klopp sagði frá fyrstu kynnum sínum af Mané í nýrri heimildarmynd um Senegalann sem heitir „Made In Senegal“ og kemur út í dag. 'He looked like a rapper starting out. I thought, "I don't have time for this"'Jurgen Klopp opens up on the first time he met Sadio Manehttps://t.co/BUmvGOSjNx pic.twitter.com/bnpcCrvGF5— MailOnline Sport (@MailSport) April 8, 2020 „Ég man þegar ég hitti Sadio fyrst. Það var í Dortmund. Þarna sat mjög ungur strákur. Hafnarboltahúfan hans var á ská og hann var líka með ljósu röndina sem hann er með í dag,“ Jürgen Klopp um fyrstu kynni þeirra. „Hann leit út eins og rappari í startholunum. Ég hugsaði: Ég hef ekki tíma fyrir þetta. Liðið okkar þá var alls ekki slæmt. Ég þurfti á einhverjum að halda sem myndi ráða við það að vera ekki í byrjunarliðinu til að byrja með. Einhver sem ég gæti mótað,“ sagði Klopp. „Ég fæ vanalega réttu tilfinninguna fyrir fólki en þarna hafði ég rangt fyrir mér. Ég fylgdist samt áfram með ferli hans og velgengninni hjá Salzburg. Hann var síðan allt í öllu hjá Southampton,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp explains why he had a bad impression of Sadio Mane before signing him https://t.co/LqT6gsgzJ9 pic.twitter.com/5UPALf0d7j— Mirror Football (@MirrorFootball) April 8, 2020 Sadio Mané skoraði eftirminnilega tvennu á móti Liverpool í mars 2016 og þrennu á móti Manchester City seinna um voriuð. Liverpool keypti hann um sumarið fyrir 34 milljónir punda og gerði hann að dýrasta afríska fótboltamanninum. „Þetta gekk mjög vel. Sadio vildi jafnmikið vinna með mér og ég vildi vinna með honum. Við græddum því báðir,“ sagði Klopp. Sadio Mané hefur síðan skorað 77 mörk í 161 leik með Liverpool þar af 59 mörk í 118 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira