Annað sjónarhorn í umræðuna um skort á hjúkrunarfræðingum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 7. apríl 2020 17:00 Fyrir um þremur áratugum breyttu Danir menntun sjúkraliða. Til urðu stéttirnar Social- og sundhedsassistent (SOSU-assistent) og Social- og sundhedshjælper (SOSU-hjælper). Mikil bót fyrir danska heilbrigðiskerfið. Hjúkrunarfræðingar þar í landi settu sig upp á móti menntun SOSU-assistentana (heilsu- og félagsliði, þýðingin mín), töldu að þeir misstu spón úr aski sínum. Þáverandi heilbrigðisráðherra hlustaði ekki á andmælin, þörf landsins var í forgangi, og því hafa SOSU-assistenter verið að störfum í þrjá áratugi. Stéttin hefur sannað gildi sitt í Danmörku. Sjúkraliðar sem hafa danska heitið ,,sygehjælper“ höfðu tök á að fara í nám, svokallað ,,opskoling“ sem tók innan við ár til að verða SOSU-assistent. Í 2008 var menntunarþörfinni fullnægt og síðasti hópurinn útskrifaðist, segir frá skólanum SOSU-nord, það ár. Þeir sem bættu ekki við sig námi vinna sem ,,sygehælper“ með takmarkaðra starfssvið en SOSU-assistent. Stéttin ,,sygehjælpere“ deyr smá saman út en ný stétt yfirtekur að mestu starfsviðið, SOSU- hjælpere (félagsliði). Starfssvið SOSU-assistente er víðara en sjúkraliða, líka þegar horft er til Íslands, en takmarkaðra en hjúkrunarfræðinga. Með náminu var ákveðið að færa ýmis störf sem hjúkrunarfræðingar hafa haft á sinni könnu til SOSU-assistentana. Það var gert til að létta á stétt hjúkrunarfræðinga og færa til verkefni sem minna menntaður einstaklingur getur sinnt, án skerðingar á gæðum. Uppbygging danska námsins Sama grunnmenntun er fyrir SOSU- hjælper (félagsliða) og SOSU-assistent (heilsu- og félagsliði), en það fer eftir aldri, fyrri störfum og menntun hvar einstaklingur byrjar í ferlinu. Eftir grunnnám hefst sérhæfing. SOSU-hjælper (félagsliði). Námið tekur 2 ár og 2 mánuði. Vinnustaðir eru m.a. dvalar- og elliheimili, verndaðar íbúðir aldraða og sambýli. Starfssvið félagsliða er persónuleg aðstoð, hjálp með innkaup, þrif og þvotta. SOSU- assistent (heilsu- og félagsliði).Námið tekur 3 ár 10 mánuði, að meðtölu árunum sem tekur að verða Sosu-hjælper. Þessi stétt sinnir almennum hjúkrunarstörfum. Þeir vinna m.a. á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum, á geðsviðinu og við heimahjúkrun. Fyrir margt löngu vakti Sjúkraliðafélag Íslands athygli á málinu, án árangurs. Ráðherrar þeirra tíma ljáðu félaginu ekki eyra, því miður. Þess í stað var sétt með minna starfssvið en sjúkraliðar búin til, félagsliðar, sem svar við kalli ófaglærðra í öldrunar- og félagsgeiranum. Gera má að því skóna að mönnun innan sjúkrahúsanna væri önnur hefði menntun sjúkraliða verið breytt á sínum tíma eins og Danir gerðu. Menntunin er góð, vinsæl og bæði konur og karlar sækja í námið. Ég hvet Sjúkraliðafélag Íslands, Landlækni, Menntamálaráðherra og Heilbrigðisráðherra að snúa bökum saman og skoða á hvern hátt má auka nám sjúkraliða með það fyrir augum að að auka starfssvið þeirra. Danir fóru þessa góðu leið til heilla fyrir heilbrigðiskerfið þeirra, vann á skorti hjúkrunarfræðinga. Viðbótarnám fyrir sjúkraliða (opskoling) tekur innan við ár. Með slíku námi mætti koma til móts við skort á hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsunum í dag. Danir gátu, hví ekki við! Helga Dögg Sverrisdóttir, M.Sc. M.Ed. og sjúkraliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir um þremur áratugum breyttu Danir menntun sjúkraliða. Til urðu stéttirnar Social- og sundhedsassistent (SOSU-assistent) og Social- og sundhedshjælper (SOSU-hjælper). Mikil bót fyrir danska heilbrigðiskerfið. Hjúkrunarfræðingar þar í landi settu sig upp á móti menntun SOSU-assistentana (heilsu- og félagsliði, þýðingin mín), töldu að þeir misstu spón úr aski sínum. Þáverandi heilbrigðisráðherra hlustaði ekki á andmælin, þörf landsins var í forgangi, og því hafa SOSU-assistenter verið að störfum í þrjá áratugi. Stéttin hefur sannað gildi sitt í Danmörku. Sjúkraliðar sem hafa danska heitið ,,sygehjælper“ höfðu tök á að fara í nám, svokallað ,,opskoling“ sem tók innan við ár til að verða SOSU-assistent. Í 2008 var menntunarþörfinni fullnægt og síðasti hópurinn útskrifaðist, segir frá skólanum SOSU-nord, það ár. Þeir sem bættu ekki við sig námi vinna sem ,,sygehælper“ með takmarkaðra starfssvið en SOSU-assistent. Stéttin ,,sygehjælpere“ deyr smá saman út en ný stétt yfirtekur að mestu starfsviðið, SOSU- hjælpere (félagsliði). Starfssvið SOSU-assistente er víðara en sjúkraliða, líka þegar horft er til Íslands, en takmarkaðra en hjúkrunarfræðinga. Með náminu var ákveðið að færa ýmis störf sem hjúkrunarfræðingar hafa haft á sinni könnu til SOSU-assistentana. Það var gert til að létta á stétt hjúkrunarfræðinga og færa til verkefni sem minna menntaður einstaklingur getur sinnt, án skerðingar á gæðum. Uppbygging danska námsins Sama grunnmenntun er fyrir SOSU- hjælper (félagsliða) og SOSU-assistent (heilsu- og félagsliði), en það fer eftir aldri, fyrri störfum og menntun hvar einstaklingur byrjar í ferlinu. Eftir grunnnám hefst sérhæfing. SOSU-hjælper (félagsliði). Námið tekur 2 ár og 2 mánuði. Vinnustaðir eru m.a. dvalar- og elliheimili, verndaðar íbúðir aldraða og sambýli. Starfssvið félagsliða er persónuleg aðstoð, hjálp með innkaup, þrif og þvotta. SOSU- assistent (heilsu- og félagsliði).Námið tekur 3 ár 10 mánuði, að meðtölu árunum sem tekur að verða Sosu-hjælper. Þessi stétt sinnir almennum hjúkrunarstörfum. Þeir vinna m.a. á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum, á geðsviðinu og við heimahjúkrun. Fyrir margt löngu vakti Sjúkraliðafélag Íslands athygli á málinu, án árangurs. Ráðherrar þeirra tíma ljáðu félaginu ekki eyra, því miður. Þess í stað var sétt með minna starfssvið en sjúkraliðar búin til, félagsliðar, sem svar við kalli ófaglærðra í öldrunar- og félagsgeiranum. Gera má að því skóna að mönnun innan sjúkrahúsanna væri önnur hefði menntun sjúkraliða verið breytt á sínum tíma eins og Danir gerðu. Menntunin er góð, vinsæl og bæði konur og karlar sækja í námið. Ég hvet Sjúkraliðafélag Íslands, Landlækni, Menntamálaráðherra og Heilbrigðisráðherra að snúa bökum saman og skoða á hvern hátt má auka nám sjúkraliða með það fyrir augum að að auka starfssvið þeirra. Danir fóru þessa góðu leið til heilla fyrir heilbrigðiskerfið þeirra, vann á skorti hjúkrunarfræðinga. Viðbótarnám fyrir sjúkraliða (opskoling) tekur innan við ár. Með slíku námi mætti koma til móts við skort á hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsunum í dag. Danir gátu, hví ekki við! Helga Dögg Sverrisdóttir, M.Sc. M.Ed. og sjúkraliði.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar