John Kavanagh heyrði næstum því í Conor McGregor alla leið til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2020 08:30 Conor McGregor svaraði loksins símanum og var síðan stjarna fyrsta bardagakvöldsins í Stokkhólmi. vísir/getty Conor McGregor er einn allra frægasti UFC bardagamaður allra tíma en fyrir sjö árum síðan þá vissu ekki alltof margir hver hann var. Það breyttist allt þegar Conor fékk sinn fyrsta UFC-bardaga og sló síðan í gegn á stóra sviðinu. John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor, var í viðtali hjá Ariel Helwani og sagði skemmtilega sögu af því þegar hann lét Conor McGregor vita af hann væri búinn að fá sinn fyrsta UFC bardaga. Brimage Holloway Brandao Poirier Siver Mendes Aldo Diaz I Diaz II Alvarez Khabib Cowboy Every single fight, back to back Conor McGregor Day | Monday, April 6th | BT Sport 3 HD pic.twitter.com/oE36YU4bFY— UFC on BT Sport (@btsportufc) April 3, 2020 John Kavanagh var þarna að tala um upphafsár Conors McGregor þar sem írski bardagakappinn var ekki að fá mikinn pening fyrir sitt framlag í búrinu þrátt fyrir að hann væri að vinna alla bardaga sína. „Conor McGregor var að missa áhugann á þessum tíma og sást minna og minna í salnum,“ sagði John Kavanagh og hélt áfram: „Ég held að hann hafi bara verið að fá 500 til 1000 dollara fyrir bardaga þrátt fyrir að vera vinna svokallaða heimsmeistaratitla,“ sagði John Kavanagh. „Þetta var fyrir jólin og hann var farinn að hugsa um það að hann þyrfti að gera eitthvað annað með sitt líf,“ sagði John Kavanagh sem var sjálfur ekki tilbúinn að missa Conor út úr sportinu. „Ég hafði komist yfir tölvupóstinn hjá Sean Shelby [hjá UFC] og lét hann ekki í friði. Að lokum svaraði hann mér í lok janúar og ég á enn þann tölvupóst. Hann talaði þar um bardagakvöld 6. apríl,“ sagði John Kavanagh. „Ég var þarna staddur á Íslandi og varð mjög spenntur við að fá þessar fréttir. Ég fór að hringja í Conor en hann svaraði ekki símanum. Ég fréttir líka þá að hann lét ekki sjá sig þegar hann átti að kenna tíma í salnum. Hann átti að taka einn tíma á viku fyrir mig,“ sagði John Kavanagh. „Hann hélt ég væri að hringja í hann til að agnúast út af því. Ég endaði á að senda honum smáskilboð: Svaraðu andskotans símanum því UFC var að hafa samband,“ sagði Kavanagh. „Hann svaraði loksins símanum og þú veist hvernig Conor er, róleg og yfirveguð týpa sem æsir sig aldrei,“ sagði John Kavanagh af kaldhæðni en hélt svo áfram: „Ég gat næstum því heyrt öskrin í honum frá Írlandi til Íslands án þess að nota símann. Ég man líka sérstaklega eftir því að Conor spurði aldrei í símtalinu um það við hvern hann væri að fara að berjast,“ sagði John Kavanagh. Fyrsti UFC-bardagi Conor McGregor var á móti Marcus Brimage og Conor tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu. Hann fékk líka verðlaunin fyrir rothögg kvöldsins. Eftir það var frami hans hraður innan UFC. Það má heyra þetta viðtalsbrot hér fyrir neðan. "I could almost hear him screaming from Ireland, all the way to Iceland."@John_Kavanagh recalls the phone call to @TheNotoriousMMA to tell him that he would be making his UFC debut (via @arielhelwani) pic.twitter.com/CrqwFmVRX4— ESPN MMA (@espnmma) April 6, 2020 MMA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Conor McGregor er einn allra frægasti UFC bardagamaður allra tíma en fyrir sjö árum síðan þá vissu ekki alltof margir hver hann var. Það breyttist allt þegar Conor fékk sinn fyrsta UFC-bardaga og sló síðan í gegn á stóra sviðinu. John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor, var í viðtali hjá Ariel Helwani og sagði skemmtilega sögu af því þegar hann lét Conor McGregor vita af hann væri búinn að fá sinn fyrsta UFC bardaga. Brimage Holloway Brandao Poirier Siver Mendes Aldo Diaz I Diaz II Alvarez Khabib Cowboy Every single fight, back to back Conor McGregor Day | Monday, April 6th | BT Sport 3 HD pic.twitter.com/oE36YU4bFY— UFC on BT Sport (@btsportufc) April 3, 2020 John Kavanagh var þarna að tala um upphafsár Conors McGregor þar sem írski bardagakappinn var ekki að fá mikinn pening fyrir sitt framlag í búrinu þrátt fyrir að hann væri að vinna alla bardaga sína. „Conor McGregor var að missa áhugann á þessum tíma og sást minna og minna í salnum,“ sagði John Kavanagh og hélt áfram: „Ég held að hann hafi bara verið að fá 500 til 1000 dollara fyrir bardaga þrátt fyrir að vera vinna svokallaða heimsmeistaratitla,“ sagði John Kavanagh. „Þetta var fyrir jólin og hann var farinn að hugsa um það að hann þyrfti að gera eitthvað annað með sitt líf,“ sagði John Kavanagh sem var sjálfur ekki tilbúinn að missa Conor út úr sportinu. „Ég hafði komist yfir tölvupóstinn hjá Sean Shelby [hjá UFC] og lét hann ekki í friði. Að lokum svaraði hann mér í lok janúar og ég á enn þann tölvupóst. Hann talaði þar um bardagakvöld 6. apríl,“ sagði John Kavanagh. „Ég var þarna staddur á Íslandi og varð mjög spenntur við að fá þessar fréttir. Ég fór að hringja í Conor en hann svaraði ekki símanum. Ég fréttir líka þá að hann lét ekki sjá sig þegar hann átti að kenna tíma í salnum. Hann átti að taka einn tíma á viku fyrir mig,“ sagði John Kavanagh. „Hann hélt ég væri að hringja í hann til að agnúast út af því. Ég endaði á að senda honum smáskilboð: Svaraðu andskotans símanum því UFC var að hafa samband,“ sagði Kavanagh. „Hann svaraði loksins símanum og þú veist hvernig Conor er, róleg og yfirveguð týpa sem æsir sig aldrei,“ sagði John Kavanagh af kaldhæðni en hélt svo áfram: „Ég gat næstum því heyrt öskrin í honum frá Írlandi til Íslands án þess að nota símann. Ég man líka sérstaklega eftir því að Conor spurði aldrei í símtalinu um það við hvern hann væri að fara að berjast,“ sagði John Kavanagh. Fyrsti UFC-bardagi Conor McGregor var á móti Marcus Brimage og Conor tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu. Hann fékk líka verðlaunin fyrir rothögg kvöldsins. Eftir það var frami hans hraður innan UFC. Það má heyra þetta viðtalsbrot hér fyrir neðan. "I could almost hear him screaming from Ireland, all the way to Iceland."@John_Kavanagh recalls the phone call to @TheNotoriousMMA to tell him that he would be making his UFC debut (via @arielhelwani) pic.twitter.com/CrqwFmVRX4— ESPN MMA (@espnmma) April 6, 2020
MMA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira