Suðurnesjamenn kalla eftir því að ríkisstjórnin ráðist í frekari aðgerðir Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 13:24 Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, talar fyrir því að ríkisstjórnin ráðist í frekari aðgerðir. vísir/samsett Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa sumir íbúar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum á svæðinu. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, ræddi stöðuna í morgunþættinum Bítinu í dag og talar fyrir því að ríkisstjórnin ráðist í frekari aðgerðir. „Við vonumst til þess núna að ríkisvaldið horfi á þetta eins og það er. Ástandið er greinilega verst hérna, það er talað um að atvinnuleysi geti farið yfir 20, jafnvel upp í 24 prósent. Það er nú þegar í 17 prósentum og er að hækka.“ Leggur til að farið verði í framkvæmdir Hann segir að til að mynda hægt að leggjast í mannfrekar framkvæmdir. „Það er fullt af verkefnum sem hægt er að fara í mjög auðveldlega hérna nálægt okkur, sem eru tilbúin að fara í, þannig að ég vona bara að ríkisstjórnin horfi á það.“ Til að mynda sé auðvelt núna að fara í framkvæmdir á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í ljósi þess að hún sé nú meira og minna tóm. „Ég veit að Isavia er tilbúið og undirbúið í að fara í margt sem hægt er að gera, mannfrekar framkvæmdir sem við erum með á teikniborðinu og undirbúin verkefni sem hægt væri að fara í bara mjög fljótlega.“ „Það eru allar aðstæður mjög frábærar núna getum við sagt á þessum skrítnu tímum. Það er hægt að fá hagstæðari tilboð og eins og ég segi að slá margar flugur í einu höggi. Atvinnuleysi myndi minnka og síðast en ekki síst það sem þarf virkilega að gera, það þarf að bæta Keflavíkurflugvöll.“ Kallar eftir því að þingmenn og bæjarstjórnir taki höndum saman Er hægt að gulltryggja það að ef það verður farið í þessar framkvæmdir að það verði fólk þarna á staðnum sem fái þessa vinnu? „Mér finnst það mjög líklegt og ég veit að það hefur verið stefna Isavia að veita sem mest til fólks hér á Suðurnesjum. Það er náttúrulega hentugra fyrir Isavia líka að vera með fólk héðan af svæðinu og ég veit bara að það hefur verið stefna hjá þeim að gera það eins og hægt er.“ Páll segir að einnig væri hægt að ráðast í fleiri verkefni á svæðinu. „Auðvitað eru fleiri framkvæmdir sem ég veit að eru á lista sem ríkisstjórnin hefur fyrir framan sig. Það er ýmislegt hérna, heilbrigðisstofnunin og Reykjanesbrautin og eitthvað fleira.“ Hann kallar eftir því að bæjarstjórnir á Suðurnesjum og þingmenn svæðisins taki höndum saman og setji meiri kraft í þessa vinnu. „Við trúum ekki öðru en að ríkisvaldið, sem þarf að koma hérna mjög sterkt inn, horfi til þessa svæðis sem er að blæða út núna þessa dagana. Það verður bara að horfa á það, hlutirnir eru verstir hérna, við erum svo mikið tengdir fluginu og ferðaþjónustunni að það þarf að hjálpa til, það er bara staðan.“ Suðurnesjabær Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vogar Grindavík Bítið Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa sumir íbúar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum á svæðinu. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, ræddi stöðuna í morgunþættinum Bítinu í dag og talar fyrir því að ríkisstjórnin ráðist í frekari aðgerðir. „Við vonumst til þess núna að ríkisvaldið horfi á þetta eins og það er. Ástandið er greinilega verst hérna, það er talað um að atvinnuleysi geti farið yfir 20, jafnvel upp í 24 prósent. Það er nú þegar í 17 prósentum og er að hækka.“ Leggur til að farið verði í framkvæmdir Hann segir að til að mynda hægt að leggjast í mannfrekar framkvæmdir. „Það er fullt af verkefnum sem hægt er að fara í mjög auðveldlega hérna nálægt okkur, sem eru tilbúin að fara í, þannig að ég vona bara að ríkisstjórnin horfi á það.“ Til að mynda sé auðvelt núna að fara í framkvæmdir á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í ljósi þess að hún sé nú meira og minna tóm. „Ég veit að Isavia er tilbúið og undirbúið í að fara í margt sem hægt er að gera, mannfrekar framkvæmdir sem við erum með á teikniborðinu og undirbúin verkefni sem hægt væri að fara í bara mjög fljótlega.“ „Það eru allar aðstæður mjög frábærar núna getum við sagt á þessum skrítnu tímum. Það er hægt að fá hagstæðari tilboð og eins og ég segi að slá margar flugur í einu höggi. Atvinnuleysi myndi minnka og síðast en ekki síst það sem þarf virkilega að gera, það þarf að bæta Keflavíkurflugvöll.“ Kallar eftir því að þingmenn og bæjarstjórnir taki höndum saman Er hægt að gulltryggja það að ef það verður farið í þessar framkvæmdir að það verði fólk þarna á staðnum sem fái þessa vinnu? „Mér finnst það mjög líklegt og ég veit að það hefur verið stefna Isavia að veita sem mest til fólks hér á Suðurnesjum. Það er náttúrulega hentugra fyrir Isavia líka að vera með fólk héðan af svæðinu og ég veit bara að það hefur verið stefna hjá þeim að gera það eins og hægt er.“ Páll segir að einnig væri hægt að ráðast í fleiri verkefni á svæðinu. „Auðvitað eru fleiri framkvæmdir sem ég veit að eru á lista sem ríkisstjórnin hefur fyrir framan sig. Það er ýmislegt hérna, heilbrigðisstofnunin og Reykjanesbrautin og eitthvað fleira.“ Hann kallar eftir því að bæjarstjórnir á Suðurnesjum og þingmenn svæðisins taki höndum saman og setji meiri kraft í þessa vinnu. „Við trúum ekki öðru en að ríkisvaldið, sem þarf að koma hérna mjög sterkt inn, horfi til þessa svæðis sem er að blæða út núna þessa dagana. Það verður bara að horfa á það, hlutirnir eru verstir hérna, við erum svo mikið tengdir fluginu og ferðaþjónustunni að það þarf að hjálpa til, það er bara staðan.“
Suðurnesjabær Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vogar Grindavík Bítið Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira