Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2020 13:13 Gréta er afar ánægð með að fá flug heim til Íslands. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flug Icelandair frá Alicante. „Komið flug! Alicante - Ísland 8. apríl,“ segir Gréta Jónsdóttir fegin í samtali við Vísi. Vísir ræddi við Grétu í síðustu viku sem ásamt eiginmanni sínum hefur dvalið á Spáni og hafa átt erfitt með að finna leið heim til Íslands. Á Spáni er ástandið afar alvarlegt; Covid-19 hefur leikið Spánverja og þá sem þar eru grátt. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu og Gréta hefur óttast mjög um sinn hag. Orðin hrædd úti á Spáni Fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins sem fer með samninginn við Icelandair var ákveðið að Icelandair færi þessa ferð. „Við erum bæði lungna-, hjarta- og gigtarsjúklingar, maðurinn minn skerta lungnastarfsemi vegna fylgikvilla gigtar,“ segir Gréta. Þau hjónin tilheyra þannig áhættuhópi en Gréta segir að svo sé um marga Íslendinga aðra á svæðinu. Icelandair efndi til flugferða frá Alicante fyrir mánaðarmót en þá voru þeir sem reiða sig á bætur og lífeyri ekki í aðstöðu til að kaupa sér miða sem kostar um 82 þúsund krónur. 70 manns búnir að bóka sig í flug heim Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur verið hringt í alla Íslendinga á á svæðinu þá sem hafa látið vita af sér hjá borgaraþjónustunni. Þeir telja 475 einstaklinga sem tilheyra 271 málum/fjölskyldum. Þar af reyndust 17 komin heim, einhverjir vilja vera áfram en hinum er boðið að kaupa sér far heim með Icelandair. Þetta er í samræmi við samning ríkisins við Icelandair, þar sem ríkið borgar tap af fluginu ef eitthvert er. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flugið þannig að víst er að þarna var veruleg þörf. Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Icelandair kveða á um að flugsamgöngur séu til og frá landinu í gegnum London og Boston fram til 15. apríl næstkomandi auk þess sem flogið verður til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi og svo þetta flug frá Alicante til Íslands þann 8. apríl.Uppfært 15:00 Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er staðan nú sú að í flugið hafa skráð sig 90 farþegar sem er um það bil hálf vél setin. Icelandair Utanríkismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Komið flug! Alicante - Ísland 8. apríl,“ segir Gréta Jónsdóttir fegin í samtali við Vísi. Vísir ræddi við Grétu í síðustu viku sem ásamt eiginmanni sínum hefur dvalið á Spáni og hafa átt erfitt með að finna leið heim til Íslands. Á Spáni er ástandið afar alvarlegt; Covid-19 hefur leikið Spánverja og þá sem þar eru grátt. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu og Gréta hefur óttast mjög um sinn hag. Orðin hrædd úti á Spáni Fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins sem fer með samninginn við Icelandair var ákveðið að Icelandair færi þessa ferð. „Við erum bæði lungna-, hjarta- og gigtarsjúklingar, maðurinn minn skerta lungnastarfsemi vegna fylgikvilla gigtar,“ segir Gréta. Þau hjónin tilheyra þannig áhættuhópi en Gréta segir að svo sé um marga Íslendinga aðra á svæðinu. Icelandair efndi til flugferða frá Alicante fyrir mánaðarmót en þá voru þeir sem reiða sig á bætur og lífeyri ekki í aðstöðu til að kaupa sér miða sem kostar um 82 þúsund krónur. 70 manns búnir að bóka sig í flug heim Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur verið hringt í alla Íslendinga á á svæðinu þá sem hafa látið vita af sér hjá borgaraþjónustunni. Þeir telja 475 einstaklinga sem tilheyra 271 málum/fjölskyldum. Þar af reyndust 17 komin heim, einhverjir vilja vera áfram en hinum er boðið að kaupa sér far heim með Icelandair. Þetta er í samræmi við samning ríkisins við Icelandair, þar sem ríkið borgar tap af fluginu ef eitthvert er. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flugið þannig að víst er að þarna var veruleg þörf. Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Icelandair kveða á um að flugsamgöngur séu til og frá landinu í gegnum London og Boston fram til 15. apríl næstkomandi auk þess sem flogið verður til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi og svo þetta flug frá Alicante til Íslands þann 8. apríl.Uppfært 15:00 Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er staðan nú sú að í flugið hafa skráð sig 90 farþegar sem er um það bil hálf vél setin.
Icelandair Utanríkismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira