Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2020 13:13 Gréta er afar ánægð með að fá flug heim til Íslands. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flug Icelandair frá Alicante. „Komið flug! Alicante - Ísland 8. apríl,“ segir Gréta Jónsdóttir fegin í samtali við Vísi. Vísir ræddi við Grétu í síðustu viku sem ásamt eiginmanni sínum hefur dvalið á Spáni og hafa átt erfitt með að finna leið heim til Íslands. Á Spáni er ástandið afar alvarlegt; Covid-19 hefur leikið Spánverja og þá sem þar eru grátt. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu og Gréta hefur óttast mjög um sinn hag. Orðin hrædd úti á Spáni Fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins sem fer með samninginn við Icelandair var ákveðið að Icelandair færi þessa ferð. „Við erum bæði lungna-, hjarta- og gigtarsjúklingar, maðurinn minn skerta lungnastarfsemi vegna fylgikvilla gigtar,“ segir Gréta. Þau hjónin tilheyra þannig áhættuhópi en Gréta segir að svo sé um marga Íslendinga aðra á svæðinu. Icelandair efndi til flugferða frá Alicante fyrir mánaðarmót en þá voru þeir sem reiða sig á bætur og lífeyri ekki í aðstöðu til að kaupa sér miða sem kostar um 82 þúsund krónur. 70 manns búnir að bóka sig í flug heim Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur verið hringt í alla Íslendinga á á svæðinu þá sem hafa látið vita af sér hjá borgaraþjónustunni. Þeir telja 475 einstaklinga sem tilheyra 271 málum/fjölskyldum. Þar af reyndust 17 komin heim, einhverjir vilja vera áfram en hinum er boðið að kaupa sér far heim með Icelandair. Þetta er í samræmi við samning ríkisins við Icelandair, þar sem ríkið borgar tap af fluginu ef eitthvert er. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flugið þannig að víst er að þarna var veruleg þörf. Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Icelandair kveða á um að flugsamgöngur séu til og frá landinu í gegnum London og Boston fram til 15. apríl næstkomandi auk þess sem flogið verður til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi og svo þetta flug frá Alicante til Íslands þann 8. apríl.Uppfært 15:00 Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er staðan nú sú að í flugið hafa skráð sig 90 farþegar sem er um það bil hálf vél setin. Icelandair Utanríkismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Komið flug! Alicante - Ísland 8. apríl,“ segir Gréta Jónsdóttir fegin í samtali við Vísi. Vísir ræddi við Grétu í síðustu viku sem ásamt eiginmanni sínum hefur dvalið á Spáni og hafa átt erfitt með að finna leið heim til Íslands. Á Spáni er ástandið afar alvarlegt; Covid-19 hefur leikið Spánverja og þá sem þar eru grátt. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu og Gréta hefur óttast mjög um sinn hag. Orðin hrædd úti á Spáni Fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins sem fer með samninginn við Icelandair var ákveðið að Icelandair færi þessa ferð. „Við erum bæði lungna-, hjarta- og gigtarsjúklingar, maðurinn minn skerta lungnastarfsemi vegna fylgikvilla gigtar,“ segir Gréta. Þau hjónin tilheyra þannig áhættuhópi en Gréta segir að svo sé um marga Íslendinga aðra á svæðinu. Icelandair efndi til flugferða frá Alicante fyrir mánaðarmót en þá voru þeir sem reiða sig á bætur og lífeyri ekki í aðstöðu til að kaupa sér miða sem kostar um 82 þúsund krónur. 70 manns búnir að bóka sig í flug heim Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur verið hringt í alla Íslendinga á á svæðinu þá sem hafa látið vita af sér hjá borgaraþjónustunni. Þeir telja 475 einstaklinga sem tilheyra 271 málum/fjölskyldum. Þar af reyndust 17 komin heim, einhverjir vilja vera áfram en hinum er boðið að kaupa sér far heim með Icelandair. Þetta er í samræmi við samning ríkisins við Icelandair, þar sem ríkið borgar tap af fluginu ef eitthvert er. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flugið þannig að víst er að þarna var veruleg þörf. Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Icelandair kveða á um að flugsamgöngur séu til og frá landinu í gegnum London og Boston fram til 15. apríl næstkomandi auk þess sem flogið verður til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi og svo þetta flug frá Alicante til Íslands þann 8. apríl.Uppfært 15:00 Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er staðan nú sú að í flugið hafa skráð sig 90 farþegar sem er um það bil hálf vél setin.
Icelandair Utanríkismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira