Fengu leyfi fyrir innflutningi tarantúlna Atli Ísleifsson skrifar 6. apríl 2020 08:39 Tarantúlur verða til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum innan skamms. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur veitt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum heimild til innflutnings á fjórum risaköngulóm, eða tarantúlum, frá Þýskalandi. Verða tarantúlurnar til sýnis í garðinum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að um framandi lífverur sé að ræða og sé innflutningurinn því háður leyfi stofnunarinnar. „Auk sýningar og fræðslu, verða köngulærnar mögulega notaðar við meðferð á ofsahræðslu á köngulóm (arachnophobia). Í umfjöllun sérfræðinganefndar kemur fram að útilokað sé að risaköngulær geti lifað af við náttúrulegar aðstæður á Íslandi, heldur geti þær einungis þrifist innan dyra og þá með umönnun, því þær þurfa hátt hitastig og raka auk vatns og fæðu. Tegundin myndi því ekki lifa af við íslenskar aðstæður ef svo færi að hún slyppi úr búri eða garðinum,“ segir í tilkynningunni. Fésugla (Ptilopsis granti).Wikipedia/CC Heimild fyrir innflutning á fésuglum Ennfremur segir að Umhverfisstofnun hafi einnig veitt Sigrúnu Kærnested Óladóttur leyfi fyrir innflutning á fjórum fésuglum (Ptilopsis granti) frá Bretlandi. Verða þær til sýnis í sérútbúnu húsi með áföstu búri. „Í umfjöllun sérfræðinganefndarinnar kemur fram að ólíklegt sé að fésuglur geti þrifist villtar hér á landi vegna óhagstæðs verðurfars og fábreytts fæðuframboðs. Sérfræðinganefnd um framandi lífverur er sammála því mati að áhættan af innflutningi fésuglna fyrir innlendar uglutegundir sé hverfandi.“ Dýr Reykjavík Skordýr Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur veitt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum heimild til innflutnings á fjórum risaköngulóm, eða tarantúlum, frá Þýskalandi. Verða tarantúlurnar til sýnis í garðinum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að um framandi lífverur sé að ræða og sé innflutningurinn því háður leyfi stofnunarinnar. „Auk sýningar og fræðslu, verða köngulærnar mögulega notaðar við meðferð á ofsahræðslu á köngulóm (arachnophobia). Í umfjöllun sérfræðinganefndar kemur fram að útilokað sé að risaköngulær geti lifað af við náttúrulegar aðstæður á Íslandi, heldur geti þær einungis þrifist innan dyra og þá með umönnun, því þær þurfa hátt hitastig og raka auk vatns og fæðu. Tegundin myndi því ekki lifa af við íslenskar aðstæður ef svo færi að hún slyppi úr búri eða garðinum,“ segir í tilkynningunni. Fésugla (Ptilopsis granti).Wikipedia/CC Heimild fyrir innflutning á fésuglum Ennfremur segir að Umhverfisstofnun hafi einnig veitt Sigrúnu Kærnested Óladóttur leyfi fyrir innflutning á fjórum fésuglum (Ptilopsis granti) frá Bretlandi. Verða þær til sýnis í sérútbúnu húsi með áföstu búri. „Í umfjöllun sérfræðinganefndarinnar kemur fram að ólíklegt sé að fésuglur geti þrifist villtar hér á landi vegna óhagstæðs verðurfars og fábreytts fæðuframboðs. Sérfræðinganefnd um framandi lífverur er sammála því mati að áhættan af innflutningi fésuglna fyrir innlendar uglutegundir sé hverfandi.“
Dýr Reykjavík Skordýr Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira