Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2020 09:56 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Norski auðjöfurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. Þessu greinir norska dagblaðið VG frá í dag. Í frétt VG segir að strax daginn eftir að Anne-Elisabeth hvarf hafi Tom Hagen sagt lögreglu frá ungum manni sem þekkti vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Hagen kvaðst þá hafa rætt nokkrum sinnum við manninn, sem hann kallaði „strákinn“ í samtölum við lögreglu, að því er fram kemur í frétt VG. Hagen hafi minnst á manninn í sambandi við eigin áhuga á rafmyntum. Þá kvaðst hann ekki muna nafnið á honum en sagði að tiltekið skyldmenni sitt gæti vitað það. VG segir að lögregla hafi haft uppi á „stráknum“ eftir að hafa rætt við umræddan fjölskyldumeðlim Toms Hagen í nóvember 2018. VG hefur eftir Svein Holden, verjanda Toms Hagen, að hann viti ekki af hverju umbjóðandi sinn hafi ekki munað nafnið á manninum. Þá vissi hann ekki betur en Tom Hagen hafi síðast átt í samskiptum við manninn löngu áður en Anne-Elisabeth hvarf í lok október 2018. Holden leggur jafnframt áherslu á að Hagen hafi haft frumkvæði að því að ræða um manninn við lögreglu. Gangar báðir lausir Áhugi norsku lögreglunnar á rafmynt kviknaði snemma í rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth eftir að kröfubréf meintra mannræningja fannst á heimili Hagen-hjónanna. Krafan hljóðaði upp á milljónir evra í Monero, órekjanlegri rafmynt. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á eiginkonu sinni í lok apríl. Hann neitar sök og var í síðustu viku látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn sem hér um ræðir, rafmyntarsérfræðingur á fertugsaldri, var handtekinn 7. maí, grunaður um að hafa banað Anne-Elisabeth eða átt aðild að morðinu á henni. Tveimur dögum síðar var staðfestum gruni hins vegar breytt og er maðurinn nú grunaður um aðild að grófri frelsissviptingu. Maðurinn neitar sök, segir handtökuna fáránlega og er laus úr haldi. Í frétt VG segir að rannsókn lögreglu snúi nú að stórum hluta að því að varpa ljósi á samskipti Hagen og mannsins. Þeir hafi kynnst í gegnum sameiginlegan vin fyrir nokkrum árum og hafi rætt sín á milli um að fjárfesta í rafmynt eða fyrirtæki á því sviði. Þeir hafi þannig bæði hist á skrifstofu Hagen og átt símafundi, þó að þeir hafi aldrei ráðist saman í eiginleg viðskipti. Lögregla gengur nú út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili hjónanna við Sloraveien í Lorenskógi þann 31. október 2018. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf þennan dag. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Lögregla rannsakar fjallakofa Tom Hagen Fjöldi lögreglumanna mættu í morgun að fjallakofa norska auðjöfursins Tom Hagen við Kvitfjell. 7. maí 2020 10:57 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Norski auðjöfurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. Þessu greinir norska dagblaðið VG frá í dag. Í frétt VG segir að strax daginn eftir að Anne-Elisabeth hvarf hafi Tom Hagen sagt lögreglu frá ungum manni sem þekkti vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Hagen kvaðst þá hafa rætt nokkrum sinnum við manninn, sem hann kallaði „strákinn“ í samtölum við lögreglu, að því er fram kemur í frétt VG. Hagen hafi minnst á manninn í sambandi við eigin áhuga á rafmyntum. Þá kvaðst hann ekki muna nafnið á honum en sagði að tiltekið skyldmenni sitt gæti vitað það. VG segir að lögregla hafi haft uppi á „stráknum“ eftir að hafa rætt við umræddan fjölskyldumeðlim Toms Hagen í nóvember 2018. VG hefur eftir Svein Holden, verjanda Toms Hagen, að hann viti ekki af hverju umbjóðandi sinn hafi ekki munað nafnið á manninum. Þá vissi hann ekki betur en Tom Hagen hafi síðast átt í samskiptum við manninn löngu áður en Anne-Elisabeth hvarf í lok október 2018. Holden leggur jafnframt áherslu á að Hagen hafi haft frumkvæði að því að ræða um manninn við lögreglu. Gangar báðir lausir Áhugi norsku lögreglunnar á rafmynt kviknaði snemma í rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth eftir að kröfubréf meintra mannræningja fannst á heimili Hagen-hjónanna. Krafan hljóðaði upp á milljónir evra í Monero, órekjanlegri rafmynt. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á eiginkonu sinni í lok apríl. Hann neitar sök og var í síðustu viku látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn sem hér um ræðir, rafmyntarsérfræðingur á fertugsaldri, var handtekinn 7. maí, grunaður um að hafa banað Anne-Elisabeth eða átt aðild að morðinu á henni. Tveimur dögum síðar var staðfestum gruni hins vegar breytt og er maðurinn nú grunaður um aðild að grófri frelsissviptingu. Maðurinn neitar sök, segir handtökuna fáránlega og er laus úr haldi. Í frétt VG segir að rannsókn lögreglu snúi nú að stórum hluta að því að varpa ljósi á samskipti Hagen og mannsins. Þeir hafi kynnst í gegnum sameiginlegan vin fyrir nokkrum árum og hafi rætt sín á milli um að fjárfesta í rafmynt eða fyrirtæki á því sviði. Þeir hafi þannig bæði hist á skrifstofu Hagen og átt símafundi, þó að þeir hafi aldrei ráðist saman í eiginleg viðskipti. Lögregla gengur nú út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili hjónanna við Sloraveien í Lorenskógi þann 31. október 2018. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf þennan dag.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Lögregla rannsakar fjallakofa Tom Hagen Fjöldi lögreglumanna mættu í morgun að fjallakofa norska auðjöfursins Tom Hagen við Kvitfjell. 7. maí 2020 10:57 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36
Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34
Lögregla rannsakar fjallakofa Tom Hagen Fjöldi lögreglumanna mættu í morgun að fjallakofa norska auðjöfursins Tom Hagen við Kvitfjell. 7. maí 2020 10:57