Vita um ríflega hundrað manns sem eiga í miklum vandræðum með að komast heim Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2020 20:00 Fáir eru á ferli í Leifsstöð þessa dagana vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Enn eru nokkur hundruð Íslendingar á skrá hjá utanríkisráðuneytinu sem stefna á að koma heim til Íslands á næstu dögum og margir þeirra enn í óvissu um hvort það takist. Það verður æ flóknara að finna leiðir til að koma fólki heim. „Við vitum að minnsta kosti um yfir hundrað manns sem að eiga í vandræðum með að komast heim, töluvert flókin leiðin heim. Þar af eru fjölmargir á Spáni þannig það var mjög gott að það skildi takast að tryggja flug þaðan, síðasta flugið í bili á áætlun frá Alicante til Íslands þannig að þar munu fjölmargir komast heim,“ segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið viti til þess nú þegar að stór hópur hafi tryggt sér sæti og vafalaust muni fleiri gera það yfir helgina en ferðin frá Alicante verður á miðvikudaginn í næstu viku. „Svo eru flóknari mál þar sem að landamærin eru alveg lokuð og þar höfum við þurft að reiða okkur á Norðurlöndin, norræna samvinnan hefur komið mjög sterk inn og sömuleiðis aðrar Evrópuþjóðir sem hafa verið að flytja fólk heim frá löndum, til dæmis í Suður Ameríku og Asíu og Afríku,“ segir María. Þótt flugsamgöngur liggi að mjög miklu leyti niðri um allan heim eru þó enn ákveðnar leiðir enn opnar til og frá Íslandi. María Mjöll Jónsdóttir.Vísir/Egill „Icelandair er að fljúga til London og Boston og svo verður flug í næstu viku líka til og frá Stokkhólmi, fyrir utan auðvitað Spánarflugið. En það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að lokast þannig að ef að fólk hyggst koma heim þá þarf það að gera það núna á meðan að sumt er enn opið,“ segir María Mjöll. „Það hefur fækkað mjög mikið þeim ferðum sem eru í boði.“ Ómögulegt sé að segja til um það hversu lengi þetta ástand mun vara. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti.“ Samgöngur Icelandair Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Enn eru nokkur hundruð Íslendingar á skrá hjá utanríkisráðuneytinu sem stefna á að koma heim til Íslands á næstu dögum og margir þeirra enn í óvissu um hvort það takist. Það verður æ flóknara að finna leiðir til að koma fólki heim. „Við vitum að minnsta kosti um yfir hundrað manns sem að eiga í vandræðum með að komast heim, töluvert flókin leiðin heim. Þar af eru fjölmargir á Spáni þannig það var mjög gott að það skildi takast að tryggja flug þaðan, síðasta flugið í bili á áætlun frá Alicante til Íslands þannig að þar munu fjölmargir komast heim,“ segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið viti til þess nú þegar að stór hópur hafi tryggt sér sæti og vafalaust muni fleiri gera það yfir helgina en ferðin frá Alicante verður á miðvikudaginn í næstu viku. „Svo eru flóknari mál þar sem að landamærin eru alveg lokuð og þar höfum við þurft að reiða okkur á Norðurlöndin, norræna samvinnan hefur komið mjög sterk inn og sömuleiðis aðrar Evrópuþjóðir sem hafa verið að flytja fólk heim frá löndum, til dæmis í Suður Ameríku og Asíu og Afríku,“ segir María. Þótt flugsamgöngur liggi að mjög miklu leyti niðri um allan heim eru þó enn ákveðnar leiðir enn opnar til og frá Íslandi. María Mjöll Jónsdóttir.Vísir/Egill „Icelandair er að fljúga til London og Boston og svo verður flug í næstu viku líka til og frá Stokkhólmi, fyrir utan auðvitað Spánarflugið. En það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að lokast þannig að ef að fólk hyggst koma heim þá þarf það að gera það núna á meðan að sumt er enn opið,“ segir María Mjöll. „Það hefur fækkað mjög mikið þeim ferðum sem eru í boði.“ Ómögulegt sé að segja til um það hversu lengi þetta ástand mun vara. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti.“
Samgöngur Icelandair Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira