Hetjurnar í framlínunni Stefán Pétursson skrifar 4. apríl 2020 19:00 Þær stórkostlegu hetjur, sem nú standa í fremstu víglínu baráttunnar við hinn útsmogna og lævísa óþokka Covid-19, eru svo sannarlega skjöldur okkar og sverð. Með æðruleysi og fórnfýsi leggja þau allt í sölurnar fyrir samfélagið og leggja heilsu sína og velferð í hættu allan sólarhringinn í þeirri vissu og trú, að sigur muni vinnast að lokum. Heilbrigðisstéttirnar sem nú berjast sem aldrei fyrr við þennan vágest eiga svo sannarlega skilið þakkir okkar. Mig langar að koma því á framfæri hér, um leið og ég þakka öllu starfsfólki heilbrigðiskerfisins fyrir þeirra ómetanlega starf, að sú starfstétt sem ég tilheyri fær mínar allra bestu kveðjur fyrir það gríðarlega mikilvæga og fórnfúsa starf sem hún sinnir. Fólkinu í utanspítalaþjónustu á Íslandi, sem sinnir veikum og slösuðum allan sólarhringinn alla daga ársins, færi ég mínar innilegustu þakkir og heillaóskir. Ef ykkar nyti ekki við núna, sem endranær, er hætt við að allt önnur sviðsmynd væri uppi á teningnum. Slökkviliðs og sjúkraflutningamenn eru oftar en ekki fyrsta snerting veikra og slasaðra við heilbrigðiskerfið og fyrstu samskipti við fagaðila innan þess kerfis. Gríðarlegt álag er á slökkviliðs og sjúkraflutningamönnum um þessar mundir, eins og öðrum í heilbrigðiskerfinu, og því vil ég ítreka þakkir mínar, ykkur öllum til handa, fyrir að standa vaktina og hrósa ykkur fyrir fagleg og fumlaus vinnubrögð. Takk fyrir að standa í broddi fylkingar og mæta vágestinum af einurð, ákveðni og fagmennsku. Þið eruð hetjurnar og fagfólkið sem takið fyrsta höggið. Án ykkar væri heilbrigðiskerfið og utanspítalaþjónusta á Íslandi mun verr statt. Nú ríður á að klára sem fyrst kjarasamninga við þær heilbrigðisstéttir sem enn er ósamið við og má þar fyrst nefna hjúkrunarfræðinga, sem standa í eldlínunni nú sem fyrr. Eins er vert að minnast á að enn er ósamið við sjúkraflutningamenn sem starfa hjá ríkinu, en þó virðist sem eitthvað sé að rofa til á þeim vettvangi, sem betur fer. Að öllum öðrum heilbrigðisstéttum ólöstuðum er það fólkið í utanspítalaþjónustunni, fólkið á sjúkrabílunum, slökkviliðs og sjúkraflutningamenn þessa lands sem eru í fremstu víglínu baráttunnar og í afar mikilli nálægð við ógnvaldinn Covid-19. Þessu fólki megum við ekki gleyma því án þeirra værum við mun verr stödd í baráttunni. Kæru félagar í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, takk fyrir ykkar framlag og takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur öll. Rétt er að taka fram að eftir að þessi grein var skrifuð var samið við sjúkraflutningamenn hjá ríkinu. Fer samningurinn nú í kynningu meðal félagsmanna og í framhaldinu verður kosið um hann. Höfundur er sjúkraflutningamaður og fyrrverandi formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Slökkvilið Sjúkraflutningar Kjaramál Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þær stórkostlegu hetjur, sem nú standa í fremstu víglínu baráttunnar við hinn útsmogna og lævísa óþokka Covid-19, eru svo sannarlega skjöldur okkar og sverð. Með æðruleysi og fórnfýsi leggja þau allt í sölurnar fyrir samfélagið og leggja heilsu sína og velferð í hættu allan sólarhringinn í þeirri vissu og trú, að sigur muni vinnast að lokum. Heilbrigðisstéttirnar sem nú berjast sem aldrei fyrr við þennan vágest eiga svo sannarlega skilið þakkir okkar. Mig langar að koma því á framfæri hér, um leið og ég þakka öllu starfsfólki heilbrigðiskerfisins fyrir þeirra ómetanlega starf, að sú starfstétt sem ég tilheyri fær mínar allra bestu kveðjur fyrir það gríðarlega mikilvæga og fórnfúsa starf sem hún sinnir. Fólkinu í utanspítalaþjónustu á Íslandi, sem sinnir veikum og slösuðum allan sólarhringinn alla daga ársins, færi ég mínar innilegustu þakkir og heillaóskir. Ef ykkar nyti ekki við núna, sem endranær, er hætt við að allt önnur sviðsmynd væri uppi á teningnum. Slökkviliðs og sjúkraflutningamenn eru oftar en ekki fyrsta snerting veikra og slasaðra við heilbrigðiskerfið og fyrstu samskipti við fagaðila innan þess kerfis. Gríðarlegt álag er á slökkviliðs og sjúkraflutningamönnum um þessar mundir, eins og öðrum í heilbrigðiskerfinu, og því vil ég ítreka þakkir mínar, ykkur öllum til handa, fyrir að standa vaktina og hrósa ykkur fyrir fagleg og fumlaus vinnubrögð. Takk fyrir að standa í broddi fylkingar og mæta vágestinum af einurð, ákveðni og fagmennsku. Þið eruð hetjurnar og fagfólkið sem takið fyrsta höggið. Án ykkar væri heilbrigðiskerfið og utanspítalaþjónusta á Íslandi mun verr statt. Nú ríður á að klára sem fyrst kjarasamninga við þær heilbrigðisstéttir sem enn er ósamið við og má þar fyrst nefna hjúkrunarfræðinga, sem standa í eldlínunni nú sem fyrr. Eins er vert að minnast á að enn er ósamið við sjúkraflutningamenn sem starfa hjá ríkinu, en þó virðist sem eitthvað sé að rofa til á þeim vettvangi, sem betur fer. Að öllum öðrum heilbrigðisstéttum ólöstuðum er það fólkið í utanspítalaþjónustunni, fólkið á sjúkrabílunum, slökkviliðs og sjúkraflutningamenn þessa lands sem eru í fremstu víglínu baráttunnar og í afar mikilli nálægð við ógnvaldinn Covid-19. Þessu fólki megum við ekki gleyma því án þeirra værum við mun verr stödd í baráttunni. Kæru félagar í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, takk fyrir ykkar framlag og takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur öll. Rétt er að taka fram að eftir að þessi grein var skrifuð var samið við sjúkraflutningamenn hjá ríkinu. Fer samningurinn nú í kynningu meðal félagsmanna og í framhaldinu verður kosið um hann. Höfundur er sjúkraflutningamaður og fyrrverandi formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar