Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2020 08:48 Vígamennirnir skutu þrjú ungbörn til bana. AP/Rahmat Gul Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. Upprunalega var gefið út að tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður hefðu dáið í árásinni. Nú hefur komið í ljós að 22 mæður og ljósmæður voru myrtar af vígamönnum. Sextán eru særðir. Minnst þrír vígamenn réðust á fæðingardeildina á þriðjudaginn og skiptust á skotum við öryggissveitir í nokkrar klukkustundir áður en þeir voru felldir. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar fæddi ein kona barn á meðan á árásinni stóð en Læknar án landamæra, MSF, sem komu að rekstri fæðingardeildarinnar, segja bæði móður og barni heilsast vel. MSF fordæma árásina í yfirlýsingu og segja hana viðbjóðslega. Vitni segir ungar konur hafa verið skotnar til bana þar sem þær reyndu að fela sig undir rúmum sínum.Vísir/MSF Reuters segir frá hinni 27 ára gömlu Zainab, sem hefur lengi reynt að eignast barn. Hún fæddi dreng að morgni þriðjudagsins og skírði hann Omid, sem þýðir von. Í upphafi árásarinnar virðist sem að einn árásarmannanna hafi skotið Omid til bana. Muhammadi, tengdamóðir Zainab, segist hafa séð einn vígamannanna skjóta á óléttar konur og nýjar mæður, jafnvel þó þær hafi verið í felum undir rúmum sínum. Á þriðjudaginn var einnig gerð sjálfsmorðsárás á jarðarför Nangarharhéraði. Þar dóu 32 en deild Íslamska ríkisins í Afganistan hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á fjöldamorðinu á fæðingardeildinni. Inngangur fæðingardeildarinnar.Vísir/MSF Öll spjót beinast þó að Talibönum, sem eiga nú í friðarviðræðum við yfirvöld Afganistan og hafa neitað því að koma að árásinni. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur fordæmt árásina harðlega og skipað öryggissveitum landsins að sækja fram gegn Talibönum. Samband ríkisstjórnarinnar í Kabúl og Talibana er verulega slæmt um þessar mundir. Þessi árás mun gera friðarviðræðurnar mun erfiðari, efl ekki ómögulegar. Til marks um það skrifaði Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Ghani, í tísti í kjölfar árásarinnar að það virtist lítill tilgangur í því að ræða við Talibana um frið. Hann sagði einnig að ekkert hefði dregið úr árásum Talibana, þrátt fyrir friðarviðræðurnar. If the Taliban can not control the violence, or their sponsors have now subcontracted their terror to other entities which was one of our primary concerns from the beginning then their seems little point in continuing to engage Taliban in "peace talks".— Hamdullah Mohib (@hmohib) May 12, 2020 Afganistan Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. Upprunalega var gefið út að tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður hefðu dáið í árásinni. Nú hefur komið í ljós að 22 mæður og ljósmæður voru myrtar af vígamönnum. Sextán eru særðir. Minnst þrír vígamenn réðust á fæðingardeildina á þriðjudaginn og skiptust á skotum við öryggissveitir í nokkrar klukkustundir áður en þeir voru felldir. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar fæddi ein kona barn á meðan á árásinni stóð en Læknar án landamæra, MSF, sem komu að rekstri fæðingardeildarinnar, segja bæði móður og barni heilsast vel. MSF fordæma árásina í yfirlýsingu og segja hana viðbjóðslega. Vitni segir ungar konur hafa verið skotnar til bana þar sem þær reyndu að fela sig undir rúmum sínum.Vísir/MSF Reuters segir frá hinni 27 ára gömlu Zainab, sem hefur lengi reynt að eignast barn. Hún fæddi dreng að morgni þriðjudagsins og skírði hann Omid, sem þýðir von. Í upphafi árásarinnar virðist sem að einn árásarmannanna hafi skotið Omid til bana. Muhammadi, tengdamóðir Zainab, segist hafa séð einn vígamannanna skjóta á óléttar konur og nýjar mæður, jafnvel þó þær hafi verið í felum undir rúmum sínum. Á þriðjudaginn var einnig gerð sjálfsmorðsárás á jarðarför Nangarharhéraði. Þar dóu 32 en deild Íslamska ríkisins í Afganistan hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á fjöldamorðinu á fæðingardeildinni. Inngangur fæðingardeildarinnar.Vísir/MSF Öll spjót beinast þó að Talibönum, sem eiga nú í friðarviðræðum við yfirvöld Afganistan og hafa neitað því að koma að árásinni. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur fordæmt árásina harðlega og skipað öryggissveitum landsins að sækja fram gegn Talibönum. Samband ríkisstjórnarinnar í Kabúl og Talibana er verulega slæmt um þessar mundir. Þessi árás mun gera friðarviðræðurnar mun erfiðari, efl ekki ómögulegar. Til marks um það skrifaði Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Ghani, í tísti í kjölfar árásarinnar að það virtist lítill tilgangur í því að ræða við Talibana um frið. Hann sagði einnig að ekkert hefði dregið úr árásum Talibana, þrátt fyrir friðarviðræðurnar. If the Taliban can not control the violence, or their sponsors have now subcontracted their terror to other entities which was one of our primary concerns from the beginning then their seems little point in continuing to engage Taliban in "peace talks".— Hamdullah Mohib (@hmohib) May 12, 2020
Afganistan Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00
Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31