Börkur hótaði að fljúga til Portúgals til að semja við Willum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. maí 2020 09:30 Willum fór yfir þjálfaraferilinn í gær. vísir/s2s Willum Þór Þórsson segir að Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hafi gengið ansi langt til þess að sannfæra Willum um að taka við Vals-liðinu í lok árs 2004. Börkur á meira segja að hótað að fljúga til Portúgals og skrifa undir samninginn við Willum. Willum gerði flotta hluti hjá KR og varð Íslandsmeistari bæði 2002 og 2003 en samningurinn við hann var ekki framlengdur eftir tímabilið 2004. Því leitaði Willum á nýtt lið. Hann var á Portúgal þegar hann fékk hringingu frá Berki. „Börkur er mjög ákveðinn og fylginn í sér í öllu sem hann gerir og það er kannski ástæðan fyrir því að Valur hefur verið með jafn öflugt lið og raun ber vitni í langan tíma Hann hefur samband þegar ég er með fjölskyldunni í Portúgal að hausti að hvíla mig og velta fyrir mér hvað ég ætti að fara gera,“ sagði Willum sem gerði upp þjálfaraferilinn, hingað til, í Sportinu í kvöld. Hann segist hafa verið þreyttur eftir erfitt tímabil hjá KR 2004 en liðið endaði í 6. sæti það tímabilið. „Ég lauk þessu tímabili, 2004 sem var mjög erfitt, og vinir mínir í Vesturbænum ákváðu að sækja á ný mið. Keppnismaðurinn á alltaf erfitt með að sætta sig við svoleiðis.“ Börkur gafst ekki svo auðveldlega upp og gaf lítið fyrir skýringar Willums að hann ætlaði að taka þessu rólega. „Börkur hafði samband og ég sagðist ekki vera tilbúinn í að taka neinar ákvarðanir. Ég ætlaði að klára þetta frí og vildi ekki tala um fótbolta en hann gaf sig ekkert og sagðist vera á leiðinni og vildi klára málin. Hann hótaði að fljúga út. Ég varðist allra skuldbindinga í þessu en hann náði mér helvíti langt áður en ég kom svo heim og við kláruðum dæmið og ég tók við Val.“ Willum var svo ráðinn þjálfari Vals og varð bikarmeistari með liðinu 2005 og Íslandsmeistari tveimur árum síðar. Klippa: Sportið í kvöld - Willum um Val Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Valur Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
Willum Þór Þórsson segir að Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hafi gengið ansi langt til þess að sannfæra Willum um að taka við Vals-liðinu í lok árs 2004. Börkur á meira segja að hótað að fljúga til Portúgals og skrifa undir samninginn við Willum. Willum gerði flotta hluti hjá KR og varð Íslandsmeistari bæði 2002 og 2003 en samningurinn við hann var ekki framlengdur eftir tímabilið 2004. Því leitaði Willum á nýtt lið. Hann var á Portúgal þegar hann fékk hringingu frá Berki. „Börkur er mjög ákveðinn og fylginn í sér í öllu sem hann gerir og það er kannski ástæðan fyrir því að Valur hefur verið með jafn öflugt lið og raun ber vitni í langan tíma Hann hefur samband þegar ég er með fjölskyldunni í Portúgal að hausti að hvíla mig og velta fyrir mér hvað ég ætti að fara gera,“ sagði Willum sem gerði upp þjálfaraferilinn, hingað til, í Sportinu í kvöld. Hann segist hafa verið þreyttur eftir erfitt tímabil hjá KR 2004 en liðið endaði í 6. sæti það tímabilið. „Ég lauk þessu tímabili, 2004 sem var mjög erfitt, og vinir mínir í Vesturbænum ákváðu að sækja á ný mið. Keppnismaðurinn á alltaf erfitt með að sætta sig við svoleiðis.“ Börkur gafst ekki svo auðveldlega upp og gaf lítið fyrir skýringar Willums að hann ætlaði að taka þessu rólega. „Börkur hafði samband og ég sagðist ekki vera tilbúinn í að taka neinar ákvarðanir. Ég ætlaði að klára þetta frí og vildi ekki tala um fótbolta en hann gaf sig ekkert og sagðist vera á leiðinni og vildi klára málin. Hann hótaði að fljúga út. Ég varðist allra skuldbindinga í þessu en hann náði mér helvíti langt áður en ég kom svo heim og við kláruðum dæmið og ég tók við Val.“ Willum var svo ráðinn þjálfari Vals og varð bikarmeistari með liðinu 2005 og Íslandsmeistari tveimur árum síðar. Klippa: Sportið í kvöld - Willum um Val Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Valur Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira