Þúsundir Zoom-funda rata á netið Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2020 09:15 Vinsældir forritsins hafa aukist til muna á undanförnum vikum og mánuðum. EPA/MATTIA SEDDA Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. Mörg þessara myndbanda innihalda persónuupplýsingar eins og nöfn og símanúmer, eru af einkasamtölum eða innihalda jafnvel nekt, svo eitthvað sé nefnt. Myndböndin eru upptökur af fundum og samtölum sem eru vistuð á netinu. Vandann má að miklu leyti rekja til vanþekkingar notenda en einnig til þess að forritið nefnir öll vistuð samtöl sama nafninu svo auðvelt er að finna þau á netinu. Blaðamenn Washington Post hafa horft á þó nokkur myndbönd og hafa starfsmenn Zoom verið látnir vita af vandanum. Vinsældir forritsins hafa aukist til muna á undanförnum vikum og mánuðum. Í mars voru um 200 milljónir manna að nota forritið á dag en í desember voru um tíu milljónir að nota það í mánuði. Þessi aukna notkun hefur einnig leitt til þess að öryggissérfræðingar hafa farið að skoða Zoom nánar og hefur fyrirtækið sætt harðri gagnrýni vegna öryggisgalla og fullyrðingar um dulkóðun sem stenst ekki skoðun. Sjá einnig: Zoom lofar bót og betrun Blaðamenn Washington Post ræddu við fimm aðila sem komu að myndböndum sem höfðu ratað á netið og höfðu þau ekki hugmynd um hvernig það hafði gerst. Vandinn snýr að miklu leyti að því hvernig fólkið sjálft vistar myndböndin á netsvæðum sem eru opin en það að Zoom nefni öll vistuð myndbönd með sama nafninu gerir aðilum mjög auðvelt að leita að þeim og jafnvel niðurhala þeim. Ein leit með ókeypis leitartóli sem finna má á netinu gaf meira en fimmtán þúsund niðurstöður. Áhugasamir geta fundið góðar leiðbeiningar um hvernig tryggja má öryggi í Zoom hér í grein ArsTechnica. Netöryggi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. Mörg þessara myndbanda innihalda persónuupplýsingar eins og nöfn og símanúmer, eru af einkasamtölum eða innihalda jafnvel nekt, svo eitthvað sé nefnt. Myndböndin eru upptökur af fundum og samtölum sem eru vistuð á netinu. Vandann má að miklu leyti rekja til vanþekkingar notenda en einnig til þess að forritið nefnir öll vistuð samtöl sama nafninu svo auðvelt er að finna þau á netinu. Blaðamenn Washington Post hafa horft á þó nokkur myndbönd og hafa starfsmenn Zoom verið látnir vita af vandanum. Vinsældir forritsins hafa aukist til muna á undanförnum vikum og mánuðum. Í mars voru um 200 milljónir manna að nota forritið á dag en í desember voru um tíu milljónir að nota það í mánuði. Þessi aukna notkun hefur einnig leitt til þess að öryggissérfræðingar hafa farið að skoða Zoom nánar og hefur fyrirtækið sætt harðri gagnrýni vegna öryggisgalla og fullyrðingar um dulkóðun sem stenst ekki skoðun. Sjá einnig: Zoom lofar bót og betrun Blaðamenn Washington Post ræddu við fimm aðila sem komu að myndböndum sem höfðu ratað á netið og höfðu þau ekki hugmynd um hvernig það hafði gerst. Vandinn snýr að miklu leyti að því hvernig fólkið sjálft vistar myndböndin á netsvæðum sem eru opin en það að Zoom nefni öll vistuð myndbönd með sama nafninu gerir aðilum mjög auðvelt að leita að þeim og jafnvel niðurhala þeim. Ein leit með ókeypis leitartóli sem finna má á netinu gaf meira en fimmtán þúsund niðurstöður. Áhugasamir geta fundið góðar leiðbeiningar um hvernig tryggja má öryggi í Zoom hér í grein ArsTechnica.
Netöryggi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira