Svörtustu spár þegar að raungerast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2020 21:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Arnar Svörtustu spár eru þegar að raungerast hvað varðar atvinnuleysi og er það gríðarlegt áhyggjuefni að sögn fjármálaráðherra. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þungt hljóð í félagsmönnum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi í gær að ef til vill væri orðið tímabært að skoða beina ríkisstyrki til fyrirtækja í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem blasir við. „Ég tek eftir því að víða um lönd er verið að fara þá leið,“ segir Bjarni. Það sé ljóst að staðan fari versnandi. „Okkar svartasta spá um þátttöku í hlutastarfaleiðinni og hvað atvinnuleysi varðar að öðru leyti eru bara strax að raungerast þannig að mér finnst vera tímabært fyrir okkur að hefja umræðu um þessa þætti,“ segir Bjarni. Þegar liggi fyrir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða. „Eins líka þurfum við að gera ráð fyrir því að frestanir á gjalddögum, eftir atvikum brúarlánin muni á endanum rata í þann farveg að það munu ekki allir geta staðið í skilum og mér finnst langbest að vera heiðarlegur með þetta strax í upphafi,“ segir Bjarni. „Ég hef bara miklar áhyggjur af því hversu víðtæk efnahagsleg áhrif eru strax að birtast útaf þessum faraldri og mér finnst nauðsynlegt að við horfumst í augu við það strax.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir áhrifin vera smám saman að koma í ljós. „Á síðustu tveimur vikum þá erum við búin að hringja í á fimmta hundrað félagsmenn í ólíkum greinum iðnaðar til þess að fá svona hugmynd um það hvernig ástandið kemur við reksturinn,“ segir Sigurður. Ástandið bitni með mismunandi hætti á ólíkar greinar iðnaðarins. „Við finnum það auðvitað á okkar félagsmönnum að meira þarf til svoleiðis að við erum auðvitað vongóð um það að svo verði.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Svörtustu spár eru þegar að raungerast hvað varðar atvinnuleysi og er það gríðarlegt áhyggjuefni að sögn fjármálaráðherra. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þungt hljóð í félagsmönnum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi í gær að ef til vill væri orðið tímabært að skoða beina ríkisstyrki til fyrirtækja í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem blasir við. „Ég tek eftir því að víða um lönd er verið að fara þá leið,“ segir Bjarni. Það sé ljóst að staðan fari versnandi. „Okkar svartasta spá um þátttöku í hlutastarfaleiðinni og hvað atvinnuleysi varðar að öðru leyti eru bara strax að raungerast þannig að mér finnst vera tímabært fyrir okkur að hefja umræðu um þessa þætti,“ segir Bjarni. Þegar liggi fyrir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða. „Eins líka þurfum við að gera ráð fyrir því að frestanir á gjalddögum, eftir atvikum brúarlánin muni á endanum rata í þann farveg að það munu ekki allir geta staðið í skilum og mér finnst langbest að vera heiðarlegur með þetta strax í upphafi,“ segir Bjarni. „Ég hef bara miklar áhyggjur af því hversu víðtæk efnahagsleg áhrif eru strax að birtast útaf þessum faraldri og mér finnst nauðsynlegt að við horfumst í augu við það strax.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir áhrifin vera smám saman að koma í ljós. „Á síðustu tveimur vikum þá erum við búin að hringja í á fimmta hundrað félagsmenn í ólíkum greinum iðnaðar til þess að fá svona hugmynd um það hvernig ástandið kemur við reksturinn,“ segir Sigurður. Ástandið bitni með mismunandi hætti á ólíkar greinar iðnaðarins. „Við finnum það auðvitað á okkar félagsmönnum að meira þarf til svoleiðis að við erum auðvitað vongóð um það að svo verði.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira