Svörtustu spár þegar að raungerast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2020 21:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Arnar Svörtustu spár eru þegar að raungerast hvað varðar atvinnuleysi og er það gríðarlegt áhyggjuefni að sögn fjármálaráðherra. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þungt hljóð í félagsmönnum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi í gær að ef til vill væri orðið tímabært að skoða beina ríkisstyrki til fyrirtækja í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem blasir við. „Ég tek eftir því að víða um lönd er verið að fara þá leið,“ segir Bjarni. Það sé ljóst að staðan fari versnandi. „Okkar svartasta spá um þátttöku í hlutastarfaleiðinni og hvað atvinnuleysi varðar að öðru leyti eru bara strax að raungerast þannig að mér finnst vera tímabært fyrir okkur að hefja umræðu um þessa þætti,“ segir Bjarni. Þegar liggi fyrir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða. „Eins líka þurfum við að gera ráð fyrir því að frestanir á gjalddögum, eftir atvikum brúarlánin muni á endanum rata í þann farveg að það munu ekki allir geta staðið í skilum og mér finnst langbest að vera heiðarlegur með þetta strax í upphafi,“ segir Bjarni. „Ég hef bara miklar áhyggjur af því hversu víðtæk efnahagsleg áhrif eru strax að birtast útaf þessum faraldri og mér finnst nauðsynlegt að við horfumst í augu við það strax.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir áhrifin vera smám saman að koma í ljós. „Á síðustu tveimur vikum þá erum við búin að hringja í á fimmta hundrað félagsmenn í ólíkum greinum iðnaðar til þess að fá svona hugmynd um það hvernig ástandið kemur við reksturinn,“ segir Sigurður. Ástandið bitni með mismunandi hætti á ólíkar greinar iðnaðarins. „Við finnum það auðvitað á okkar félagsmönnum að meira þarf til svoleiðis að við erum auðvitað vongóð um það að svo verði.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Svörtustu spár eru þegar að raungerast hvað varðar atvinnuleysi og er það gríðarlegt áhyggjuefni að sögn fjármálaráðherra. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þungt hljóð í félagsmönnum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi í gær að ef til vill væri orðið tímabært að skoða beina ríkisstyrki til fyrirtækja í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem blasir við. „Ég tek eftir því að víða um lönd er verið að fara þá leið,“ segir Bjarni. Það sé ljóst að staðan fari versnandi. „Okkar svartasta spá um þátttöku í hlutastarfaleiðinni og hvað atvinnuleysi varðar að öðru leyti eru bara strax að raungerast þannig að mér finnst vera tímabært fyrir okkur að hefja umræðu um þessa þætti,“ segir Bjarni. Þegar liggi fyrir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða. „Eins líka þurfum við að gera ráð fyrir því að frestanir á gjalddögum, eftir atvikum brúarlánin muni á endanum rata í þann farveg að það munu ekki allir geta staðið í skilum og mér finnst langbest að vera heiðarlegur með þetta strax í upphafi,“ segir Bjarni. „Ég hef bara miklar áhyggjur af því hversu víðtæk efnahagsleg áhrif eru strax að birtast útaf þessum faraldri og mér finnst nauðsynlegt að við horfumst í augu við það strax.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir áhrifin vera smám saman að koma í ljós. „Á síðustu tveimur vikum þá erum við búin að hringja í á fimmta hundrað félagsmenn í ólíkum greinum iðnaðar til þess að fá svona hugmynd um það hvernig ástandið kemur við reksturinn,“ segir Sigurður. Ástandið bitni með mismunandi hætti á ólíkar greinar iðnaðarins. „Við finnum það auðvitað á okkar félagsmönnum að meira þarf til svoleiðis að við erum auðvitað vongóð um það að svo verði.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði