Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2020 21:04 Sjálfboðaliðar dreifa andlitsgrímum og matvælum til bágstaddra í San Antón-kirkjunni í Madrid. Hlutfall smitaðra í borginni er eitt það hæsta á Spáni. Vísir/EPA Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. Um 2,3 milljónir manna gætu hafa smitast af veirunni ef marka má mótefnamælinguna. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 230.000 manns greinst smitaðir af veirunni. Um 60.000 manns voru skimaðir fyrir mótefnum í rannsókn yfirvalda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veiran virtist útbreiddust um mitt landið. Í Madrid bendir mótefnamælingin til þess að um 11,3% íbúa hafi smitast. Hæsta hlutfallið greindist í borgunum Soria og Cuenca í nágrannahéruðum Madridar, 14,2 og 13,5%. Þær niðurstöður virðast renna stoðum undir stefnu spænskra stjórnvalda sem hafa létt á takmörkunum mismikið eftir svæðum á grundvelli útbreiðslu veirunnar á hverjum stað, að sögn Salvadors Illa, heilbrigðisráðherra. Um helmingur landsmanna nýtur nú meira frjálsræðis frá og með síðasta mánudegi en útgöngubannið á Spáni hefur verið eitt það strangasta í Evrópu. Rúmlega 27.100 manns hafa nú látið lífið í faraldrinum á Spáni. Samkvæmt tölfræði Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum er Spánn í fimmta sæti yfir fjölda dauðsfalla í heiminum á eftir Bandaríkjunum, Bretlandi, Ítalíu og Frakklandi. Stjórnvöld ætla að halda landamærum Spánar lokuðum fyrir flestum erlendum ferðamönnum fram í júlí. Landamærunum að Frakklandi og Portúgal hefur verið lokað frá því að neyðarástandi var lýst yfir vegna faraldursins um miðjan mars. Erlendir ferðalangar þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins sem hefur í reynd stöðvað flug- og skipasamgöngur. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. Um 2,3 milljónir manna gætu hafa smitast af veirunni ef marka má mótefnamælinguna. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 230.000 manns greinst smitaðir af veirunni. Um 60.000 manns voru skimaðir fyrir mótefnum í rannsókn yfirvalda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veiran virtist útbreiddust um mitt landið. Í Madrid bendir mótefnamælingin til þess að um 11,3% íbúa hafi smitast. Hæsta hlutfallið greindist í borgunum Soria og Cuenca í nágrannahéruðum Madridar, 14,2 og 13,5%. Þær niðurstöður virðast renna stoðum undir stefnu spænskra stjórnvalda sem hafa létt á takmörkunum mismikið eftir svæðum á grundvelli útbreiðslu veirunnar á hverjum stað, að sögn Salvadors Illa, heilbrigðisráðherra. Um helmingur landsmanna nýtur nú meira frjálsræðis frá og með síðasta mánudegi en útgöngubannið á Spáni hefur verið eitt það strangasta í Evrópu. Rúmlega 27.100 manns hafa nú látið lífið í faraldrinum á Spáni. Samkvæmt tölfræði Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum er Spánn í fimmta sæti yfir fjölda dauðsfalla í heiminum á eftir Bandaríkjunum, Bretlandi, Ítalíu og Frakklandi. Stjórnvöld ætla að halda landamærum Spánar lokuðum fyrir flestum erlendum ferðamönnum fram í júlí. Landamærunum að Frakklandi og Portúgal hefur verið lokað frá því að neyðarástandi var lýst yfir vegna faraldursins um miðjan mars. Erlendir ferðalangar þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins sem hefur í reynd stöðvað flug- og skipasamgöngur.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira