Fjárhagslegu öryggi stúdenta best náð með rétti til atvinnuleysisbóta Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 20:47 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs HÍ. Stöð 2 Fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ telur að úrræði ríkisstjórnarinnar sem hyggst verja 2,2 milljörðum króna í um 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn dugi skammt. „Við teljum að þetta dugi ekki til. Okkar tölur sýna fram á það að um 7000 stúdentar verði atvinnulausir í sumar,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir sem gegnt hefur embætti forseta stúdentaráðs HÍ en dagurinn í dag er hennar síðasti í embætti. Sjá einnig: Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til „Stúdentar reiða sig á vinnu á sumrin til að afla tekna fyrir haustið. Svo er það auðvitað þannig að um 70% námsmanna á Íslandi vinna samhliða námi og 90% vinna á sumrin og hafa þar með verið að greiða tryggingargjald af sínum launum sem rennur í atvinnuleysistryggingasjóð en við eigum engan rétt úr sjóðnum eins og er. Það er óréttlátt og við viljum sjá þessu breytt,“ sagði Jóna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Áætlað er að skapa um 3.400 störf í fyrstu lotu aðgerðanna. Gert er ráð fyrir að 1700 störf verði hjá sveitarfélögum og hin 1.700 á vegum stofnana ríkisins. Á fundinum menntamálaráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra í dag voru einnig kynnt frekari framlög í ýmsa sjóði til stuðnings námsmönnum. Þar á meðal 400 milljóna króna viðbótarframlag í Nýsköpunarsjóð námsmann, sem er fimmföldun á framlagi á milli ára. Þar er gert ráð fyrir 300 þúsund króna framlagi á mánuði að hámarki í þrjá mánuði á hvern nemanda. „Þrjú þúsund störfin eru samkvæmt okkar upplýsingum fyrir tveggja mánaða ráðningartímabil en sumarið er auðvitað ekki það stutt. Það lítur út fyrir það að fólk verði framfærslulaust einhvern hluta sumarsins hvort sem er nema að stofnanirnar og sveitarfélögin komi til móts við það. Það er auðvitað bara þannig að fólk þarf fjárhagslegt öryggi og við teljum að það verði best gert með réttinum til atvinnuleysisbóta líkt og gildir um annað vinnandi fólk. Það ætti að gilda um vinnandi stúdenta,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ. Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ telur að úrræði ríkisstjórnarinnar sem hyggst verja 2,2 milljörðum króna í um 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn dugi skammt. „Við teljum að þetta dugi ekki til. Okkar tölur sýna fram á það að um 7000 stúdentar verði atvinnulausir í sumar,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir sem gegnt hefur embætti forseta stúdentaráðs HÍ en dagurinn í dag er hennar síðasti í embætti. Sjá einnig: Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til „Stúdentar reiða sig á vinnu á sumrin til að afla tekna fyrir haustið. Svo er það auðvitað þannig að um 70% námsmanna á Íslandi vinna samhliða námi og 90% vinna á sumrin og hafa þar með verið að greiða tryggingargjald af sínum launum sem rennur í atvinnuleysistryggingasjóð en við eigum engan rétt úr sjóðnum eins og er. Það er óréttlátt og við viljum sjá þessu breytt,“ sagði Jóna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Áætlað er að skapa um 3.400 störf í fyrstu lotu aðgerðanna. Gert er ráð fyrir að 1700 störf verði hjá sveitarfélögum og hin 1.700 á vegum stofnana ríkisins. Á fundinum menntamálaráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra í dag voru einnig kynnt frekari framlög í ýmsa sjóði til stuðnings námsmönnum. Þar á meðal 400 milljóna króna viðbótarframlag í Nýsköpunarsjóð námsmann, sem er fimmföldun á framlagi á milli ára. Þar er gert ráð fyrir 300 þúsund króna framlagi á mánuði að hámarki í þrjá mánuði á hvern nemanda. „Þrjú þúsund störfin eru samkvæmt okkar upplýsingum fyrir tveggja mánaða ráðningartímabil en sumarið er auðvitað ekki það stutt. Það lítur út fyrir það að fólk verði framfærslulaust einhvern hluta sumarsins hvort sem er nema að stofnanirnar og sveitarfélögin komi til móts við það. Það er auðvitað bara þannig að fólk þarf fjárhagslegt öryggi og við teljum að það verði best gert með réttinum til atvinnuleysisbóta líkt og gildir um annað vinnandi fólk. Það ætti að gilda um vinnandi stúdenta,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ.
Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48
Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14