Innlent

Deila Eflingar og sjálfstæðra skóla til sáttasemjara

Kjartan Kjartansson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm

Formaður Eflingar hefur óskað eftir því að sáttasemjari taki við stjórn á viðræðum í kjaradeilu Eflingarfólks sem starfa hjá fyrirtækjum innan Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) gagnvart Samtökum atvinnulífsins.

Um 300 félagsmenn Eflingar starfa í skólum og leikskólum SSSK, að því er segir í tilkynningu frá Eflingu. Samningar þeirra hafi verið lausir frá því í mars í fyrra. Samtök atvinnulífsins hafi ekki svarað ítrekuðum óskum Eflingar um viðræður frá því í apríl.

„Stéttarfélagið sér ekki aðra leið færa til að koma gangi á viðræðurnar eftir að hafa ítrekað óskað eftir því við SA að haldinn verði samningafundur í deilunni,“ segir í tilkynningunni um ákvörðunina um að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.

Verkfalli Eflingarfólks sen starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ var aflýst eftir að skrifað var undir kjarasamningi seint á sunnudagskvöld.


Tengdar fréttir

Verkfalli Eflingar hjá nokkrum sveitarfélögum aflýst

Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga rituðu skömmu fyrir miðnætti undir nýjan kjarasamning félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ.

Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt

Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×