Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 15:57 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. Allt frá njósnum í að spilla kosningum. Frá því á sunnudaginn og til gærdagsins hefur forsetinn sakað minnst tuttugu manneskjur og samtök um glæpi. Hann varði fleiri tístum í þessa meintu glæpi en hann varði í faraldur nýju kórónuveirunnar. Minnst 82.461 hefur dáið vegna faraldursins í Bandaríkjunum og tugir milljóna hafa misst vinnuna. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á Trump eru Barack Obama, forveri hans, sem Trump sakaði um „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Hann hefur ekki getað útskýrt nánar hvað hann á við að öðru leyti en að glæpurinn sé öllum augljós. Trump beindi tístum sínum einnig að tveimur þáttastjórnendum, einum grínista, minnst fimm fyrrverandi starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytisins, Kaliforníu, sjónvarpsstöð og minnst fimm embættismönnum úr ríkisstjórn Obama, samkvæmt talningu Washington Post. Í einu tístanna sakaði hann þáttastjórnandann Joe Scarborough um morð. Hann hefur reyndar gert það áður, árið 2017, en ekkert er til í þeim ásökunum. Aðstoarkona Scarsborough fannst látin á skrifstofu hans árið 2001. Rannsókn leiddi í ljós að hún var með óeðlilegan hjartslátt og hafði misst meðvitund. Þegar hún féll sló hún höfðinu í borð og dó þess vegna. When will they open a Cold Case on the Psycho Joe Scarborough matter in Florida. Did he get away with murder? Some people think so. Why did he leave Congress so quietly and quickly? Isn’t it obvious? What’s happening now? A total nut job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020 Trump hefur ítrekað sakað andstæðinga sína um glæpi á undanförnum árum og kallað eftir því að þeir verði rannsakaðir og jafnvel sakfelldir án dóms og laga. Til marks um það má benda á það að þegar Michael Cohen, einkalögmaður Trump til margra ára, var dæmdur fyrir að brjóta lög varðandi fjármögnun kosningaframboða og bendlaði Trump við glæpinn, brást Trump við með að segja að yfirvöld ættu að rannsaka föður Cohen. Hann hefur líka ítrekað sakað aðila eins og James B. Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og hina ýmsu fjölmiðla um landráð. Trump og starfsmenn hans reyndu jafnvel að halda því fram að Nancy Pelosi hefði framið glæp þegar hún reif afrit af stefnuræðu forsetans í febrúar. Eins og bent er á í umfjöllun Politico notar Trump ásakanir sem þessar til að draga athyglina frá sjálfum sér og ásökunum í hans garð. Þetta hefur hann gert um árabil og margar af ásökunum hans hafa beinst gegn Obama. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. Allt frá njósnum í að spilla kosningum. Frá því á sunnudaginn og til gærdagsins hefur forsetinn sakað minnst tuttugu manneskjur og samtök um glæpi. Hann varði fleiri tístum í þessa meintu glæpi en hann varði í faraldur nýju kórónuveirunnar. Minnst 82.461 hefur dáið vegna faraldursins í Bandaríkjunum og tugir milljóna hafa misst vinnuna. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á Trump eru Barack Obama, forveri hans, sem Trump sakaði um „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Hann hefur ekki getað útskýrt nánar hvað hann á við að öðru leyti en að glæpurinn sé öllum augljós. Trump beindi tístum sínum einnig að tveimur þáttastjórnendum, einum grínista, minnst fimm fyrrverandi starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytisins, Kaliforníu, sjónvarpsstöð og minnst fimm embættismönnum úr ríkisstjórn Obama, samkvæmt talningu Washington Post. Í einu tístanna sakaði hann þáttastjórnandann Joe Scarborough um morð. Hann hefur reyndar gert það áður, árið 2017, en ekkert er til í þeim ásökunum. Aðstoarkona Scarsborough fannst látin á skrifstofu hans árið 2001. Rannsókn leiddi í ljós að hún var með óeðlilegan hjartslátt og hafði misst meðvitund. Þegar hún féll sló hún höfðinu í borð og dó þess vegna. When will they open a Cold Case on the Psycho Joe Scarborough matter in Florida. Did he get away with murder? Some people think so. Why did he leave Congress so quietly and quickly? Isn’t it obvious? What’s happening now? A total nut job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020 Trump hefur ítrekað sakað andstæðinga sína um glæpi á undanförnum árum og kallað eftir því að þeir verði rannsakaðir og jafnvel sakfelldir án dóms og laga. Til marks um það má benda á það að þegar Michael Cohen, einkalögmaður Trump til margra ára, var dæmdur fyrir að brjóta lög varðandi fjármögnun kosningaframboða og bendlaði Trump við glæpinn, brást Trump við með að segja að yfirvöld ættu að rannsaka föður Cohen. Hann hefur líka ítrekað sakað aðila eins og James B. Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og hina ýmsu fjölmiðla um landráð. Trump og starfsmenn hans reyndu jafnvel að halda því fram að Nancy Pelosi hefði framið glæp þegar hún reif afrit af stefnuræðu forsetans í febrúar. Eins og bent er á í umfjöllun Politico notar Trump ásakanir sem þessar til að draga athyglina frá sjálfum sér og ásökunum í hans garð. Þetta hefur hann gert um árabil og margar af ásökunum hans hafa beinst gegn Obama.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira