Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 15:57 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. Allt frá njósnum í að spilla kosningum. Frá því á sunnudaginn og til gærdagsins hefur forsetinn sakað minnst tuttugu manneskjur og samtök um glæpi. Hann varði fleiri tístum í þessa meintu glæpi en hann varði í faraldur nýju kórónuveirunnar. Minnst 82.461 hefur dáið vegna faraldursins í Bandaríkjunum og tugir milljóna hafa misst vinnuna. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á Trump eru Barack Obama, forveri hans, sem Trump sakaði um „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Hann hefur ekki getað útskýrt nánar hvað hann á við að öðru leyti en að glæpurinn sé öllum augljós. Trump beindi tístum sínum einnig að tveimur þáttastjórnendum, einum grínista, minnst fimm fyrrverandi starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytisins, Kaliforníu, sjónvarpsstöð og minnst fimm embættismönnum úr ríkisstjórn Obama, samkvæmt talningu Washington Post. Í einu tístanna sakaði hann þáttastjórnandann Joe Scarborough um morð. Hann hefur reyndar gert það áður, árið 2017, en ekkert er til í þeim ásökunum. Aðstoarkona Scarsborough fannst látin á skrifstofu hans árið 2001. Rannsókn leiddi í ljós að hún var með óeðlilegan hjartslátt og hafði misst meðvitund. Þegar hún féll sló hún höfðinu í borð og dó þess vegna. When will they open a Cold Case on the Psycho Joe Scarborough matter in Florida. Did he get away with murder? Some people think so. Why did he leave Congress so quietly and quickly? Isn’t it obvious? What’s happening now? A total nut job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020 Trump hefur ítrekað sakað andstæðinga sína um glæpi á undanförnum árum og kallað eftir því að þeir verði rannsakaðir og jafnvel sakfelldir án dóms og laga. Til marks um það má benda á það að þegar Michael Cohen, einkalögmaður Trump til margra ára, var dæmdur fyrir að brjóta lög varðandi fjármögnun kosningaframboða og bendlaði Trump við glæpinn, brást Trump við með að segja að yfirvöld ættu að rannsaka föður Cohen. Hann hefur líka ítrekað sakað aðila eins og James B. Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og hina ýmsu fjölmiðla um landráð. Trump og starfsmenn hans reyndu jafnvel að halda því fram að Nancy Pelosi hefði framið glæp þegar hún reif afrit af stefnuræðu forsetans í febrúar. Eins og bent er á í umfjöllun Politico notar Trump ásakanir sem þessar til að draga athyglina frá sjálfum sér og ásökunum í hans garð. Þetta hefur hann gert um árabil og margar af ásökunum hans hafa beinst gegn Obama. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. Allt frá njósnum í að spilla kosningum. Frá því á sunnudaginn og til gærdagsins hefur forsetinn sakað minnst tuttugu manneskjur og samtök um glæpi. Hann varði fleiri tístum í þessa meintu glæpi en hann varði í faraldur nýju kórónuveirunnar. Minnst 82.461 hefur dáið vegna faraldursins í Bandaríkjunum og tugir milljóna hafa misst vinnuna. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á Trump eru Barack Obama, forveri hans, sem Trump sakaði um „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Hann hefur ekki getað útskýrt nánar hvað hann á við að öðru leyti en að glæpurinn sé öllum augljós. Trump beindi tístum sínum einnig að tveimur þáttastjórnendum, einum grínista, minnst fimm fyrrverandi starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytisins, Kaliforníu, sjónvarpsstöð og minnst fimm embættismönnum úr ríkisstjórn Obama, samkvæmt talningu Washington Post. Í einu tístanna sakaði hann þáttastjórnandann Joe Scarborough um morð. Hann hefur reyndar gert það áður, árið 2017, en ekkert er til í þeim ásökunum. Aðstoarkona Scarsborough fannst látin á skrifstofu hans árið 2001. Rannsókn leiddi í ljós að hún var með óeðlilegan hjartslátt og hafði misst meðvitund. Þegar hún féll sló hún höfðinu í borð og dó þess vegna. When will they open a Cold Case on the Psycho Joe Scarborough matter in Florida. Did he get away with murder? Some people think so. Why did he leave Congress so quietly and quickly? Isn’t it obvious? What’s happening now? A total nut job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020 Trump hefur ítrekað sakað andstæðinga sína um glæpi á undanförnum árum og kallað eftir því að þeir verði rannsakaðir og jafnvel sakfelldir án dóms og laga. Til marks um það má benda á það að þegar Michael Cohen, einkalögmaður Trump til margra ára, var dæmdur fyrir að brjóta lög varðandi fjármögnun kosningaframboða og bendlaði Trump við glæpinn, brást Trump við með að segja að yfirvöld ættu að rannsaka föður Cohen. Hann hefur líka ítrekað sakað aðila eins og James B. Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og hina ýmsu fjölmiðla um landráð. Trump og starfsmenn hans reyndu jafnvel að halda því fram að Nancy Pelosi hefði framið glæp þegar hún reif afrit af stefnuræðu forsetans í febrúar. Eins og bent er á í umfjöllun Politico notar Trump ásakanir sem þessar til að draga athyglina frá sjálfum sér og ásökunum í hans garð. Þetta hefur hann gert um árabil og margar af ásökunum hans hafa beinst gegn Obama.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira