Líklega fyndnustu gamanþættir í sögunni eru Friends sem voru í sýningum í áratug frá árinu 1994- 2004.
Þar var fylgst með lífi vinanna Ross, Rachel, Chandler, Joey, Monica og Phoebe.
Milljónir manna horfa enn þann dag í dag á þættina á hverjum degi og voru þeir alltaf á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagskvöldum.
Á YouTube-síðunni Ms Mojo er búið að taka saman tuttugu dæmi þegar leikararnir náðu ekki að halda andlit við tökur á þáttunum. Það var greinilega mjög gaman að vera í leikarahópnum eins og sjá má hér að neðan.